Neisti - 23.12.1983, Side 2
2
Jólablað Neista
Aflvaki nýrra framfara
og betra mannlífs
sinn, sem annaðist hann þó endur-
gjaldslaust. Snorri stofnaði líka
ekknasjóðinn, sem byggður var á
loforðum um gjafir af fiskafla en
sjóðurinn studdi í tugi ára nauð-
staddar fjölskyldur því að þetta var
löngu fyrir daga almannatrygg-
inga. Hér átti Snorri sér trausta
liðsmenn í hópi bænda og fyrir til-
stilli hans fluttust hingað faglærðir
iðnaðarmenn, þeirra á meðal Haf-
liði Guðmundsson, blikksmiður,
sem síðar var lengi hreppstjóri.
Sagan segir, að margir hreppsbúar
teldu Snorra göldróttan í athafna-
semi sinni og auk þess las hann
skáldskap og tæknibókmenntir,
meðan fæstir voru læsir né skrif-
andi. — Varla er ofsögum sagt, að
Snorri hafi komið Siglufirði í sam-
band við umheiminn, bæði í eigin-
legum skilningi og óeiginlegum;
áður ríkti hér eymd og einangrun
en nú örlaði fyrir dagsbrún nýrra
tíma.
Þó að Snorra nyti ekki lengur
við, var byggðin þó ekki alveg
heillum horfin, því að nokkrum
árum síðar steig hér á land maður,
sem nefndur hefur verið faðir
Siglufjarðar, Sr. Bjarni Þorsteins-
son. Með tónsmíðum sínum og
þjóðlagasafni varð hann þjóð-
kunnur maður, en í hugum Sigl-
firðinga er hann ekki síður hinn
andlegi og veraldlegi foringi, sem
ruddi brautina fyrir hveiju framfara-
málinu á fætur öðru á 1. fjórðungi
þessarar aldar. Saga hans er sam-
ofin sögu Siglufjarðar frá þessum
tíma.
í sumar eru 80 ár liðin, síðan út-
hafssíld var fyrst söltuð á Siglufirði.
Ævintýralegt er að lesa frásögn
þess tíma, sem líkt hefur verið við
volduga skriðu, er brýst niður
fjallshlíðina. Upphafsmenn síldar-
söltunar voru norskir útgerðar-
menn, er hingað fluttu veiðitækni,
verðþekkingu og fjármagn, komu
sér upp bækistöðvum, reistu
bryggjur og hófu söltun í landi.
Brátt tóku heimamenn líka að hefja
útgerð og verkun síldar og af þessu
leiddi geysimikla atvinnu fyrir fólk
alls staðar að af landinu, svo að
„Það er sorglegt að fjánnálaráð-
herra, sem í allt sumar og langt
fram á haust talaði um að það væri
ein meginlína sem hann hefði, það
væri að hækka ekki skatta, — að
hann skuli nú vera fallinn í þessa
gryfju. Ég veit ekki hvort hann hef-
ur verið blekktur, eða hvað hefur
gerst en það er augljóst að það sem
hann ætlaði sér í sumar og haust og
talaði svo ágætlega um á þeim tíma,
það er gjörsamlega horfið og svikið
með þessu eins og það liggur fyrir.
Og ég ætla að vona það að fjár-
málaráðhcrra verði þá frekar tilbú-
inn til þess að líta á þetta raunhæf-
um augum með tilliti til afkomu
fólksins í landinu og þeirra loforða
sem hann hefur gefið og í Ijósi
þeirra upplýsinga sem koma fram í
töflum þeim sem birtar eru í Morg-
unb!aðinu.“
síldargróðinn streymdi um allt
þjóðfélagið og — Siglufjörður
komst í landafræðina mína —
En síldarævintýrið eitt sér
tryggði ekki framfarir á Siglufirði,
Ævintýri Siglufjarðar er samofið
síldinni þannig, að uppistaðan í
þeim vef var vissulega síldin —
silfur hafsins — en vefinn ófu
bæjarbúar sjálfir undir forystu
oddvitans sr. Bjama, hreppstjórans
Hafliða Guðmundssonar og
margra athafnamanna. Þetta
tvennt fé og framkvæmdahugur
var það sem þurfti til hinna stór-
virku framfara er urðu á Siglufirði
á fyrstu tugum þessarar taldar.
Fyrsta málið, sem sr. Bjarni beitti
sér fyrir eftir að hann varð oddviti
Hvanneyrarhrepps árið 1911 var
lagning síma til Siglufjarðar og
vatnsveitu um þorpið. Vatnsveitan
var lögð þetta sama ár — og Siglu-
fjörður var fyrsta kauptúnið er það
gerði, enda neysluvatnslítið á Eyr-
inni. Vatni var þá veitt úr upp-
sprettulindum í hlíðinni í hvert hús
í bænum og fram á allar bryggjur.
Var af þessu hin mesta bæjarbót og
heilbrigðisauki. Símastreng báru
Siglfirðingar á herðum sér yfir
Siglufjarðarskarð sumarið 1912 og
þannig rak hver framkvæmdin
aðra, m.a.s. voru barnaskólahúsið
og rafveitan vígð sama daginn —
18. des. 1913 —. Sr. Bjarni taldi það
góðs vita, að þær yrðu samferða
þessar tvær stofnanir mennta og
ljóss. Samhliða öllu þessu teiknaði
sr. Bjarni skipulag eyrarinnar, vann
að ótal félags- og menningarmál-
um auk starfs síns sem andlegur
leiðtogi og tónskáld. Brátt fór líka
barátta hans fyrir kaupstaðarrétt-
indum Siglufjarðar að skila árangri
og þar kom, að þau fengust af-
greidd sem lög frá Alþingi 18. maí
1918 og mun það hafa verið sr.
Bjama mikið fagnaðarefni að skýra
frá sigrinum hinn 20. maí fyrir 65
árum, enda var þá líka að minnast
aldarafmælis verslunar á Siglufirði.
I ár halda Siglfirðingar upp á
annað merkisafmæli, þ.e. aldaraf-
mæli barnafræðslunnar. Við gerum
okkur varla grein fyrir því nú á
Svo mælti Kjartan Jóhannsson
meðal annars í umræðum á Alþingi
um frumvarp ríkisstjómarinnar til
breytinga á lögum um tekju- og
eignaskatt fyrr í vikunni. Kjartan
benti á að skattbyrðin myndi sam-
kvæmt frumvarpinu aukast hjá nær
öllum sem greiða skatt á annað
borð. Tók hann dæmi af einhleyp-
um manni eða konu sem hafi 250
þúsund króna vergar tekjur á þessu
ári, eða meðaltekjur um 20.800 kr.
á mánuði. Skattur hans á næsta ári
samkvæmt útreikningi ríkisskatt-
stjóra verður 21.156 kr., eða um
93% af núverandi mánaðartekjum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir 20%
meðal tekjuhækkun milli áranna
og ættu þá tekjur mannsins eða
konunnar að verða að jafnaði um
25 þúsund á mánuði. En sam-
kvæmt útreikningi ríkisskattstjóra
dögum almennrar og mikillar
menntunar hvílík framsýni ríkti hér
fyrir 100 árum er skólastarfið hófst
og Hvanneyrarhreppur, einn ey-
firskra hreppa, lagði fram fé til
menntamála. Síðan hefur skóla-
starf verið hér óslitið og skólar hér
ætíð notið virðingar svonefndra
æðri menntastofnana, sem fengið
hafa unglinga héðan. t minni tíð
voru þeir skólastjórar Hlöðver Sig-
urðsson og Jóhann Jóhannsson, en
lengst og mest kenndi okkur
Haukur Magnússon og minnist ég
enn með þakklæti margra þægi-
legra atvika frá þeim tíma.
Framlag kvenna í atvinnu- og
framfaramálum Siglufjarðar er um
margt sérstakt. Þannig var Guðrún
Björnsdóttir fyrsti skólastjóri
barnaskólans og frumkvöðull
unglingafræðslu. Siglfirskar konur
studdu lengst og best byggingu
sjúkrahúss á Siglufirði. Kvenfélag-
ið kom á dagvistun barna og konur
höfðu forgöngu í ýmsum líknar-
málum. Mest var vinna kvenna þó
við síldarsöltun og framlag þeirra
þótti sjálfsagt og nauðsynlegt bæði
fyrir bæjarfélagið og heimilin. Ekki
er þess getið, að konum væri legið á
hálsi fyrir að hlaupa frá búi og
börnum í síldina og reyndar unnu
konur þá um allt land ýmist við
síldarsöltun, saltfiskverkun eða
björgun annarra verðmæta til sjáv-
ar og sveita. Það er ekki fyrr en á
síðustu árum, að reynt er að koma
þeirri hugsun inn hjá konum, að
heimilislíf bíði hnekki við vinnu
þeirra utan heimilis og að börnin
fari á mis við umhyggju þeirra. I
síldarsöltun gilti heldur ekki, að
kvennastörf væru minna metin en
karlastörf í tekjum eða virðingu,
þannig að það er varla náttúrulög-
mál heldur. Sjálf taldi ég frá
bernsku það ofur eðlilegt að fisk
þyrfti að vinna og varð aldrei fyrir
þeirri innrætingu að fiskvinnsla
væri óæðri öðrum störfum né kon-
ur óæðri körlum að vinnuframlagi
og út frá því hef ég gengið síðan.
Á síðustu árum hef ég endurnýj-
að kynni mín af fiski og fiskvinnslu
með störfum mínum á Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, en
þau hafa einkum beinst að rann-
sóknum á þeim eiginleikum fisks er
ráða gæðum afurðanna. Á stofn-
uninni hefur vaxandi áhersla verið
lögð á rannsóknir á saltaðri síld
verður skatturinn þá 26,650, eða
106.6% af mánaðarlaununum. Síð-
an sagði Kjartan:
„En nú er ekki víst að tekju-
aukningin verði 20% milli áranna
en skattskalinn á að gilda engu að
síður. Ef það verður nú bara 16%,
ef hann væri meðal þeirra opinberu
starfsmanna sem fengju þessa 16%
hækkun, sem eru reyndar efri
mörkin á því sem kemur fram í
forsendum fjárlagafrumvarpsins,
að geti komið til greina um árs-
hækkun milli ára? Þá yrðu þessi
93% komin upp í 110%.
En svo eru aðrir eins og t.d. iðn-
aðarráðherra, og mér skilst að fjár-
málaráðherra hafi tekið undir það,
að það sé ekkert svigrúm til launa-
hækkana. Segjum nú svo að mað-
urinn verði að búa við óbreyttar
Dr. Alda Möller.
einkum til að tryggja útflutnings-
gæði, enda er söltuð síld nú aftur
orðin með mikilvægustu útflutn-
ingsafurðum okkar, en jafnframt
eru kröfur kaupenda um gæði og
samsetningu hennar orðnar miklu
meiri en áður þekktist og þeim
kröfum verðum við að svara m.a.
með auknum rannsóknum.
öllum er nú vel ljóst, að ekki er
að vænta veiðiaukningar aðalfisk-
stofna okkar og þorskstofninn er í
hættu vegna skammsýni okkar
sjálfra. Það berast jafnvel fréttir af
því, að smáfiski sé aftur hent fyrir
borð í tonnatali og séu þær fregnir
allar sannar erum við varla iðn-
aðarþjóðfélag, heldur enn á veiði-
mannastigi mannkynssögunnar.
Nú er í alvöru rætt um að skammta
hverjum togara afla — veiðikvóta
fyrir árið, til að hafa betri hemil á
veiðum, tryggja samræmi veiða og
vinnslu og til að auka nýtingu og
gæði aflans. Sumir nefna sem galla
þessa kerfis, að þá hverfi kapp og
vertíðarstemmning, en er það ekki
einmitt kappið sem hlaupið hefur
með okkur í gönur? Veigameiri rök
á móti aflaskiptingu eru þau, að
smáum fiski verði hent fyrir borð,
en ef til vill kemur að því, að veiði-
eftirlit færist um borð í hvert skip
með tæknibúnaði, ef ekki dugar
annað til. Við lærðum lexíu af síld-
og loðnuveiðum, og erum að byrja
á þorskveiðilexíunni. Engum dett-
ur nú í hug, að leyft verði að veiða
loðnu nema í verðmiklu ástandi og
síld verður aðeins veidd til söltunar
Kjartan Jóhannsson.
tekjur a.m.k. eitthvað framan af
árinu, þá er þessi tala, 93% komin
upp í 126%. Þetta er málið í hnot-
skurn.“
í lok ræðu sinnar sagði Kjartan:
„Það er nefnilega stórmál, herra
forseti, að það tækifæri sem ríkis-
stjórnin hefur nú. það tækifæri sem
Alþingi hefur nú, til þess að rétta
kjör launafólks í gegnum skatt-
kerfið, að það verði nýtt. Það er
stórmál. Það er hörmulegt að horfa
upp á það ef það tækifæri á nú að
fara forgörðum að rétta hag launa-
fólks að einhverju leyti með að-
gerðum í skattamálum, því að það
er vísasti vegurinn til þess að ná
einhverjum árangri í þeirri viður-
eign við verðbólguna sem menn
hafa þó verið að berjast við hér að
undanförnu.“
eða frystingar. Auk þess verður
a.m.k. næstu árin vandlega fylgst
með aflamagni. Svipað verður með
þorskinn. Auk veiðieftirlits mun
verða lagt kapp á, að fiski verði
landað óskemmdum, og nýting
aukaafurða — s.s. lifrar og slógs, í
hverju skipi verður staðreynd. í
landi verður að leggja kapp á fjöl-
breytta og vandaða vinnslu.
Draumurinn um fullvinnslu á öll-
um fiski er enn fjarlægur vegna
innflutningstolla í viðskiptalönd-
unum, en margt má betur gera.
Ýmsar fisktegundir s.s. kolar eru
eftirsóttir matfiskar í Evrópu en
hafa lítið verið unnir hér enn, laus-
frysting fiskflaka fer vaxandi og
fiskmarning má nota í deig og móta
úr því flök eða kökur. Meltur úr
slógi eða slógmjöl hentar vel sem
dýrafóður, þorskhrogn virðast
heppileg sem fóður fyrir laxaseiði
en rækjuskel getur orðið eftirsótt til
vinnslu litarefna og reyndar fóðurs
líka fyrir laxfiska. Þorsklifur er
önnur afurð, sem alltof illa er nýtt,
því að þorskalýsi vex í áliti erlendis
sem vítamín og heilsugjafi og nýjar
aðferðir við lýsisvinnslu, jafnvel
um borð í togurum, lofa góðu.
Jafnhliða hugkvæmni og nýtni
megum við ekki slaka á eigin
gæðakröfum og ríka áherslu þarf
að leggja á, að allar vinnslugreinar
sjávarafurða komi sér upp eigin
gæðaeftirliti með svipuðu sniði og
lengi hefur tíðkast hjá sölusamtök-
um frystiiðnaðarins og reyndar
Síldarverksmiðjum ríkisins líka.
Hið opinbera eftirlit, hversu virkt
og víðfeðmt sem það er, nær aldrei
að verða algjör slysavörn, því að
gæðaeftirlit þarf stöðugt að eiga sér
stað í öllum fiskiðjuverum lands-
ins, hvort sem þar er framleitt lag-
meti, verkaður saltfiskur, þurrkuð
skreið, söltuð og verkuð síld eða
fiskur frystur. Eftirlit í fyrirtækj-
unum sjálfum er hin eina raunhæfa
leið til að tryggja gæði allra okkar
afurða, og gæðin eru ekki einkamál
einstakra fyrirtækja frekar en jörð-
in sem við stöndum á.
Gæði mannlífsins eru mér líka
umhugsunarefni og þar er ekki
síður þörf á endurbættu gæðamati.
Margir vinna langan vinnudag og
lýjandi störf, svo að tómstundir
verða fáar og áhugamál ná ekki að
njóta sín. Þegar við bætist, að víða
vinnur fólk einhæf störf í nöturlegu
umhverfi, er ljóst, að daglegt líf
getur orðið að raun, sem flýja þarf
frá, er færi gefst. Mér finnst launa-
fólk og samtök þeirra hafa skeytt of
lítið um „gæði starfsins" í barátt-
unni fyrir bættum kjörum, mörg
störf er hægt að gera áhugaverðari
með fjölbreyttari vinnu, þægilegra
umhverfi og betri starfsaðstöðu og
vel get ég hugsað mér, að hærri
dagvinnulaun skili sér í minni þörf
fyrir eftirvinnu hjá fiskvinnslu-
fyrirtækjum.
í eftirmælum um sr. Bjarna Þor-
steinsson var komist svo að orði, að
hann hefði borið virðingu fyrir
embætti sínu. Allt vinnandi fólk á
rétt á því að geta borið virðingu
fyrir embætti sínu, en til þess þarf
að meta störfin að verðleikum.
Héma áðan dvaldi ég nokkuð
við sögu Siglufjarðar, kannski mest
af því að hún er mér forvitnilegt
viðfangsefni og þess virði að rifja
upp á hátíðarstundu, en hún er um
leið nokkuð dæmigerð fyrir þjóð-
lífið í heild, sem tekið hefur örum
framförum á uppgangstímum, oft
ekki gætt hófs í samvistum við
landið og lífsbjörgina, orðið síðan
að aðlaga sig erfiðum tímabilum,
lært af reynslunni og hagnýtt sér
hana til nýrra framfara. Slíkt tíma-
bil lifum við núna því að þenslu
efnahagslífsins er lokið og löngu
kominn tími til að það verði
grennra og stæltara. Við eigum að
láta efnahagslega óáran beinlínis
verða okkur að vopni til skynsam-
legrar nýtingar auðæva okkar, afl-
vaka nýrra framfara og jafnvel
betra mannlífs.
Kjartan Jóhannsson á Alþingi um skattafrumvarpiö:
V erulega aukin
skattabyrdi
Hörmulegt ad sjá þetta tækifæri til að bæta hag
launafólks fara forgörðum ...