Neisti - 23.12.1983, Qupperneq 12
12
Jólablað Neista
Dr. Jón Sæmundur Sigurjónsson:
LAUNAFOLKIÐ
BORGAR BRUSANN
Þegar litið er til baka yfir atburði
líðandi árs, verður að segjast, að
margt furðulegt hefur gerst á því
herrans ári á sviði íslenzkra stjóm-
mála.
Sú ríkisstjórn, sem skilaði af sér á
síðastliðnu vori og borin var uppi af
Framsóknarflokknum, Alþýðu-
bandalaginu og Sjálfstæðismönn-
um, fær sennilegast þann dóm hjá
sögumönnum seinni tíma, að hafa
verið sú lélegasta stjórn er setið hafi
á fslandi fram til þess tíma. Þessi
ríkisstjóm hafði meiri og betri
tækifæri en nokkur önnur til að
safna í kornhlöður og búa í haginn.
Þrjú mestu aflaár íslandssögunnar
komu í hennar hlut.
En hvernig var svo viðskilnaður-
inn. Þjóðarbúinu var skilað í yfir
100% verðbólgu, nýkrónan hafði
aðeins 30% af upphaflegu verðgildi
sínu, erlendar skuldir höfðu aldrei
verið meiri, undirstöðuatvinnuveg-
imir voru á kafi í rekstrartapi og
skuldum, erlendar skuldir voru í
algjöru og einstæðu hámarki og
þegar fjármálaráðherra, Ragnar
Arnalds, sté út úr ráðuneyti sínu
stefndi í 1100 m. kr. greiðsluhalla í
ríkissjóði 1983.
Afdrifaríkastar fyrir þjóðarbú
fslendinga um langan ókominn
tíma munu þó vera gerðir Stein-
gríms Hermannssonar, þáverandi
sjávarútvegsráðherra, í þeirri ríkis-
stjóm. Gengdarlaus togarakaup,
m.a. fyrir smástaði, sem engin tök
hafa á rekstri slíkra tækja, gengd-
arlaus ofveiði í takmarkaða fisk-
stofna til að veita hinum alltof stóra
flota einhver verkefni.
f dag eru hverjum manni orðnar
Ijósar hinar hrikalegu afleiðingar af
pólitík Steingríms. Hin kolsvarta
skýrsla fiskifræðinganna staðfestir
samdráttinn í þorskstofninum. Nú
þegar er farið að segja upp fólki í
fiskverkun og frystihúsum 'hefur
verið lokað. Einnig stefnir í uppboð
á fjölda fiskiskipa, ef marka má orð
Steingríms sjálfs. Frambjóðendur
hinna flokkanna í kosningunum í
vor reyndu að gera lítið úr „sjávar-
útvegs- og togarahjali" frámbjóð-
enda Alþýðuflokksins. Nú er tími
til að spyrja: vituð þér enn eður
hvat?
Síðasta ríkisstjórn naut undar-
lega mikilla vinsælda allt til hins
síðasta og í kosningabaráttunni sl.
vor tókst talsmönnum hennar á
furðulega auðveldan hátt að kasta
ryki í augu kjósenda. Það er ef til
vill sök sér að kjósendur skuli ekki
átta sig á því áróðursstríði sem háð
er í kring um kosningar og geti
skilið hismið frá kjarnanum, greint
rétt frá röngu. En þegar foryztu-
menn stærsta stjórnmálaflokks
landsins upphefja einn versta
skaðvald íslenzks efnahagslífs upp í
stól forsætisráðherra, þá verður
ekki hjá komist að bera alvarlegar
brigður á lýðræðislegt siðferðisþrek
þeirra. Það að Sjálfstæðisflokkur-
inn skuli hafa hafnað því að hafa
sjálfur foryztu um það að leiða
þjóðina út úr vandanum, lýsir meiri
vesöld en orð fá lýst. Framsóknar-
flokkurinn hins vegar gekk inn í
þessa ríkisstjóm undir kjörorðinu:
„Ekkert er betra en íhaldið.“ En
það eru að vísu engar fréttir að sá
flokkur skuli ekki einu sinni vera
samkvæmur sjálfum sér.
Jón Sæmundur Sigurjónsson.
Með myndun núverandi ríkis-
stjórnar má segja, að lengi geti vont
versnað. Alþýðuflokkurinn hafn-
aði því fyrst og fremst af tveimur
ástæðum að ganga inn í þessa
ríkisstjórn eins og honum stóð til
boða. Alþýðuflokkurinn hafnaði
því að standa að efnahagsaðgerð-
um, sem þýddu 30% kjaraskerð-
ingu á hálfu ári, efnahagsaðgerðum
sem bitnuðu fyrst og fremst á
launafólki og hlýfðu ekki einu sinni
þeim tekjulægstu. Hin mikla fjölg-
un nauðungaruppboða þetta hálfa
ár sýnir aðeins toppinn á ísjakanum
af afkomuþrengingum launafólks í
landinu í dag. Alþýðuflokkurinn
hafnaði því að standa að hinu ger-
ræðislega samningsbanni verka-
lýðshreyfingarinnar. Burtséð frá
hinu lýðræðislega sjónarmiði, sem
bannar slíka gjörð, en sannar hug-
sjónaleysi Sjálfstæðisflokksins, þá
mun Alþýðuflokkurinn aldrei
standa að slíku vantrausti í garð ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar. Þeg-
ar ríkisstjórnin heyktist síðan á
banninu, kom í ljós, að kröfur
verkalýðshreyfingarinnar eru hóg-
værar og bornar fram af fyllstu
ábyrgð með tilliti til hins hrikalega
efnahagsástands.
Alþýðuflokkurinn mun hér eftir
sem hingað til rækja hlutverk sitt í
stjómarandstöðu af fyllstu ábyrgð.
Hann mun bera mál sín fram af
einurð og festu, hann mun styðja
góð mál, sem frá ríkisstjórninni
koma, en hann mun ekki hika við
að gagnrýna tæpitungulaust, þegar
honum finnst ekki rétt að farið.
Einn er sá málaflokkur sem er
sýnu erfiðastur nú sem hingað til,
en það eru sjávarútvegsmálin. Hyl-
dýpi virðist vera milli fyrrverandi
og núverandi sjávarútvegsráð-
herra, slík gerbreyting hefurorðið á
stefnunni í þeim málum. Utanað-
komandi myndi ekki trúa, að
mennirnir séu úr sama flokki. Nú-
verandi sjávarútvegsráðherra er að
vísu ekki yfir gagnrýni hafinn, en
Alþýðuflokksmenn fylgjast með
gerðum hans af vaxandi athygli.
Það sýnir, að í þessari ríkisstjórn er
ekki allt svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott.
Hingað til hefur það verið hægur
vandinn að koma verðbólgu niður í
30% með því að láta launafólk
borga brúsann. Gengismál eru nú
komin á það stig að lengra verður
vart komist í verðbólgumálum
nema með atvinnuleysi, ef beita á
aðferðum þessarar ríkisstjórnar.
Það eru því erfiðir tímar framund-
an, hvert sem litið er og í ljósi þess
veitist það erfitt að óska fólki
gleðilegs nýs árs. En það er ósk
okkar engu að síður.
Hvammstangi:
Atvinnulíf
til sjós
og lands
Landbúnaður
Nú syrtir í álinn fyrir bændur.
Útlit er fyrir 30% lélegri afkomu og
rekstrarstöðu bænda miðað við
fyrra ár, en það er svipað og hin
almenna kaupmáttarskerðing.
Enda þótt framleiðslan sé svipuð
og í fyrra og slátrað hafi verið um
50 þús. fjár, þá hefur rekstrar-
kostnaður, einkum orkukostnaður,
hækkað verulega. Fjárfestingar eru
því í lágmarki hjá bændum sem og
öðrum einstaklingum meðan hið
opinbera fjárfestir drjúgum. Fram-
kvæmdir hafa staðið yfir við við-
byggingu skólans og við loka-
Frá Hvammstanga.
áfanga heilsugæzlustöðvarinnar
Þá hefur verið unnið við fjórar
íbúðir á vegum verkamannabú-
staða.
Athyglisverðar tilraunir
Tilraunir hafa verið gerðar á
vegum rækjustöðvarinnar til að
köggla hey og rækjumjöl saman til
kjarnfóðurs. Vélin getur framleitt
eitt tonn á dag. Framhaldstilraunir
fara fram á þessu sviði þegar lokið
er við að köggla hjá bændum.
Menn binda töluverðar vonir við
að þannig megi nýta heimafram-
leiðslu til kjarnfóðurs.
Tilraunir voru einnig gerðar með
sumarslátrun á kindum á vegum
Verzlunar Sig. Pálmasonar í því
skyni að koma til móts við óskir
neytenda um nýtt kjöt á þeim árs-
tíma. Þetta gafst mjög vel að sögn
framkvæmdastjórans, Karls Sigur-
geirssonar. Þetta er eina tilraunin
sem heyrst hefur um hvað þetta
snertir.
Sjávarsíðan
Menn eru mjög uggandi um
stöðu atvinnumála í heimabyggð-
inni. Enginn bolfiskur hefur komið
á land frá því í vor. Rækja hefur
verið veidd frá 28. október sl. Þrír
bátar hafa stundað veiðarnar og
landað u.þ.b. 100 tonnum frá þeim
tíma. Þeir eru Rósa HU 294, for-
maður Friðrik Friðriksson, Kára-
borg HU 77, formaður Baldur
Arason og Neisti (nafni okkar) HU
5, formaður Eðvald Daníelsson.
Tveir bátar hafa verið á skel og
aflað sæmilega. Þeir eru Siglunes
HU 222, formaður Ragnar Schew-
ing og Glaður HU 67, formaður
Birgir Karlsson.
Sveinn Bcnónýsson.
Kvenfélag
Sjúkrahúss
Siglufjarðar
30 ára
Aðalfundur K.S.S. var hald-
inn 22. nóv. sl„ en þann dag
voru liðin 30 ár frá stofnun fé-
lagsins. Tilgangur félagsins var
einungis sá að afla fjár til kaupa
á tækjum og búnaði í gamla
Sjúkrahúsið. Á aðalfundi 1957
■var samþykkt að leggja allt fé
sem var til í sjóði og hægt yrði
að afla næstu árin til sjúkra-
hússbyggingar.
Þegar hafist var handa um
byggingu Sjúkrahúss Siglu-
fjarðar árið 1958 lagði félagið
fram kr. 115.000.00 en samtals
hafði það lagt fram kr.
2.147.746.00, þegar nýja
Sjúkrahúsið var vígt 15.
desember 1966.
Áfram var haldið að safna fé
næstu árin til kaupa á tækjum
og búnaði í Sjúkrahúsið, sem
ávallt virðist vera þörf fyrir. Enn
hafa orðið þáttaskil í störfum
K.S.S. Á aðalfundi 1979 var
samþykkt að breytá lögum fé-
lagsins þannig, að einnig skyldi
söfnunarfé félagsins renna til
byggingar dvalarheimilis fyrir
aldraða. S.l. sumar afhenti
K.S.S. sitt fyrsta framlag til
byggingarinnar kr. 500.000.00.
Einnig gaf félagið kr. 110.000.00
til kaupa á blóðgreinitæki í
Sjúkrahús Siglufjarðar.
Sunnudaginn 8. nóv. sl. var
haldinn basar til ágóða fyrir
ofangreind málefni og gekk
hann ágætlega. Einnig hafði fé-
lagið opna fermingarskeytasölu
í sambandi við ferminguna 27.
mars sl. Þar fyrir utan eru
skeytin alltaf til sölu í Aðalbúð-
inni, Bókaversl. Hannesar
Jónassonar og hjá eftirtöldum
félagskonum: Önnu Snorra-
dóttur Hávegi, Björk Hall-
grímsson Lindargötu 26, Elínu
Pálsdóttur Hvanneyri, Kristine
Þorsteinsson Hólavegi 4, og
Ólöfu Baldvinsdóttur Norður-
götu 4. Á stjórn félagsins varð sú
breyting að Flóra Baldvinsdótt-
irvarkosin meðstjórnandi ístað
Kristine Þorsteinsson, sem
hefur verið í stjórn K.S.S. frá
stofnun þess, en baðst nú ein-
dregið undan endurkosningu.
Aðrar stjórnarkonur voru
endurkosnar, en þær eru:
Magðalena S. Hallsdóttir for-
maður, Freyja Árnadóttir ritari,
Ólöf Baldvinsdóttir gjaldkeri,
Ása Guðjónsdóttir varafor-
maður, Guðrún Thorarensen
vararitari, Friðfinna Símonar-
dóttir varagjaldkeri.
Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu-
fjarðar þakkar íbúum bæjarins
og öllum velunnurum félagsins
veittan stuðning fyrr og nú um
leið og það óskar þeim gleði-
legrar hátíðar og blessunar
Guðs um alla framtíð.
ALÞYÐUFLOKKSFELOGIN
á Norðurlandi vestra
senda félögum sínum og landsmönnum
öllum bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt komandi ár.