Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1931, Síða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1931, Síða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27 Þá eru ýmsir sjúkdómar, sem kona liefir þjáðst af áður en hún varð vanfær og þyktin verður eins og ábæt- ir á eða complicatio, og það svo mjög, að heilsu kon- unnar eða lífi sé iiætta búin. Berklaveiki getur verið næg ástæða til abortus pro- vocatus, sérstaklega lungnaberklar, en flestir telja ástæð- una þvi að eins næga, að berklaveikin sé aktiv (virk), með hitahækkun eða aukningu á skemdum i lungum, eða þá lungnaberklar með tub. laryngis (berklaveiki i barka). Réttast er þá að framkalla abort (fósturlát) snemma á meðgöngutímánum. Fyrir kemur það, að berkíaveikum konuin versnar í sængurlegunni, en frek- ar er það þó sjaldgæft, og ótti um það réttlætir ekki framköllun fósturláts fyrst á meðgöngutimanum, ef berklaveiki konunnar er ekki aktiv þá. Mb. cordis compensatus (hjartabilun í jafnvægi) þarf ekki að versna við það, að kona gengur með barn, en ef hann er alveg á takmörkunum að vera compenserað- ur (í jafnvægi) eða er ekki compenseraður, þegar kon- an verður barnsliafandi, þá getur vel farið svo, að fram- kalla verði fósturlát, til þess að hjarga konunni. Cliorea og psykoses (geðbilun) geta á fyrstu mánuð- um meðgöngutimans orðið svo, að menn neyðist til þess að framkalla fósturlát, og likt er að segja um myelitis (mænubólgu), anæmia perniciosa (hættuleg blóðrýrn- un), diabetes (sykursýki) og fleiri sjúkdóma. Tumora (æxli) á að fara með eftir kirurgiskunl (skurðfræðilegum) reglum, um meðgöngutíma eða við fæðingu, en þeir munu sjaldan gefa ástæðu til fram- köllunar á fósturláti. Þá er nú allmargt talið, sem ástæðu getur gefið til þess að framkalla fósturlát, en það er frekar sjaldgæft, að um sé að ræða indicatio vitalis (lifsnauðsyn). Þess vegna er rétt, mcðan löggjöfin er eins og nú, að vera varfærinn við þess háttar aðgerðir, og gera þær helst ekki nema í samráði við annan lækni, og þá helst i

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.