Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Side 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
55
Ýmislegt um vananalögin.
eftir Kr. Kristiansen.
(Þýtt úr norska ljósmæðrablaðinu).
Niðurl.
4. gr. laganna ræðir um að gera mann ófjróan eftir
ósk annars en sjúklings sjálfs. Þetta á við um geðveika
menn og fávila. Þegar hinn löglegi forráðamaður ekki
æskir þess, að sjúklingur sé gerður ófrjór, gelur liið
opinbera —- lögreglustjóri eða forstjóri þeirrar stofn-
unar, þar sem sjúklingur dvelur — borið fram óslc um
að það verði gert. En einnig þá er krafist samþykkis
forráðamanns eða hins lögskipaða verjanda.
Þær aðgerðir, sem til greina koma í því skyni að
gera mann eða konu ófrjóa, eru aðallega tvenns konar.
Önnur þeirra er í því innifalin, að lokað er sæðisgöng-
um hjá körlum, en legpípum lijá konum. Þessi aðgerð
gerir sjúklinginn ófrjóan, en hefur ekki álirif á kyn-
hvatir lians, en sc um gamlan mann að ræða, kemur
það fyrir, að lokun sæðisganganna gerir þá léttari i
skapi og lífsglaðari. Þessi aðferð er þvi ónóg til þess
að koma í veg fyrir ónáttúrlega kynhvöt og liindrar
ekki siðferðisglæpi.
Hin aðgerðin, vönunin, er í þvi fólgin, að teknir eru
báðir kynskirtlarnir, eistun og eggjastokkarnir. Sjúk-
lingurinn verður ófjór, og einnig verða aðrar hreyt-
ingar á honum, mismunandi eftir því, livort aðgerðin
er gerð fyrir eða eftir kynþroskaaldur. Yfirleitt má gera
ráð l'yrir að kynhvötin minki, þó stundum sjáist eng-
in áhrif í þá átt.
» í ýmsum löndum liefir mikið verið rætt um það á
síðari árum, að gera menn ófrjóa og liverja þýðingu
það gæti haft fyrir lieilbrigði þjóðanna og hefir ýmsu