Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Síða 11
LJGSMÆÐRABLAÐIÐ
57
nienn gerðir ófrjóir, án þess að sérstök lög væru til,
sem heimiluðu það.
Fyrstu lögin voru samþykt í rikiriu Indíana 1907, þar
sem meðal annars var lej'ft að gera fávita og fábjána
ófrjóa. Síðan hafa verið samþvkt samskonar lög í 30
rjkjum, en í 3 þeirra iiafa þau aftur vcrið afnumin.
Þar til 1. jan. 1935 höfðu aðeins 9 ríki framkvæmt
aðgerðir eftir lögum þessum yfir 500 sinnum og lang-
mest liefur þeim verið beitt í Kaliforníu, þar sem gerð-
ar hafa verið yfir 10.000 aðgerðir, en það er lielming-
ur allra slíkra aðgerða í Bandaríkjunum.
Með tilliti 1 i 1 einstakra lagaákvæða má taka þetta
fram:
Nokkur ríki leyfa aðeins að gera menn ófrjóa, ef við-
komandi samþykkir það. Önnur ríki leyfa það einnig
á móti vilja sjúklings, eftir ferignum dómsúrskurði. —
Sjúkdómar þeir, sem heyra undir lög þessi, eru mis-
munandi i hinum ýmsu ríkjum. Flest þeirra hafa þó
ákvæði, sem heimila að gera menn ófrjóa, ef þeir eru
fávitar, geðveikir, flogaveikir, veikir af syfilis, kynvillu,
áfengisnautn o. fl., einkum sé um persónur að ræða.
sem gerst hafa brotlegar við lögin oftar en einu sinni.
Um marga þessa sjúkdóma er mjög vafasamt, hvort
þeir ganga i arf.
Oftast er það forstjóri þeirrar stofnunar, þar sem
maðurinn dvelur, sem leggur til, að liann verði gerður
ófrjór eða mælir með þvi við aðstandendur Iians. Nefnd
manna, vanalega læknar, dæma svo um tillöguna og
gefa leyfi til aðgerðarinnar. Sjúklingur getur síðan á-
frýjað úrskurðinum til dómstólanna. Sumstaðar eru á-
kvæði um, að hið opinbera veiti sakbornirigi lögfræði-
lega aðstoð, ef hanri er efnalítill.
Þegar dr. Taylor talar um gagn það, sem lög þessi
liafa gert i Bandaríkjunum, bendir liann á, að kynbæt-
ur séu best rannsakaðar, þar sem um fávita er að ræða.