Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Page 3

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1948, Page 3
Ljósmæðrablaðið V. 1948. Blöðrufistlar sem afleiðing fœðinga. Eftir próf. Alf Sjövall, Lundi. ,,Að lifa með fistil, er ekkert líf“, sagði einhver. Þó að þetta séu ýkjur, eru þvagfistilsjúklingar aumkunar- verðir. Vissulega er það meira en lítið hvimleitt að vera sífellt blaut, finna þvagið seytla sí og æ, væta nærklæðin og erta hörundið, lykta stöðugt af keytu, sem særir húð- ina umhverfis kynfærin, jafnvel sitjandann og lærin. Þess- ir sjúklingar eru óframfærnir og kinoka sér við að um- gangast fólk, af ótta við ódaun þann, sem fylgir ástandi þeirra. Ástalíf hjóna fer út um þúfur og sjúklingurinn einangrast, jafnvel frá sínum nánustu. Ofan á líkamleg- ar þjáningar bætast svo áhyggjurnar af því að geta ekki notið frjálsra samvista við aðra. Verri er líðan þeirra, sem auk þvagfistils hafa jafnframt fistil inn í endaþarm- inn. Það er eitt hið ömurlegasta ástand, sem hraust kona að öðru leyti getur lent í. Fistlar í endaþarmi eru þó ekki eins hvimleiðir og þvagfistlarnir. Þvagið rennur jafnt og þétt, en saurinn kemur að jafnaði með vissu millibili. Þvagfistlar eiga sér margar orsakir. Þessar eru helstar: 1. Erfiðar fæðingar og fæðingaraðgerðir. 2. Áverkar eftir uppskurði á getnaðarfærum. 3. Skemmdir af völdum illkynjaðra æxla og nokkurra annarra sjúkdóma. 4. Áverkar eftir verkfæri, sem notuð eru til ólöglegra fóstureyðinga, svo og tæki, sem notuð eru til sjálfs-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.