Ljósmæðrablaðið - 01.09.1958, Page 6
52
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
allir velþenkjandi menn geri sér Ijósa þessa staðreynd og
hagi sér samkvæmt því? Einmitt ljósmæður gætu leyst
þennan vanda. Þær gætu öðrum fremur losað heiminn við
það böl, sem á ári hverju kostar hálfa milljón ungra
mæðra og milljónir nýfæddra bama lífið, svo að ekki sé
minnzt á þær óþörfu þrautir, sem lagðar eru á fjölda
annarra. I náinni framtíð blasa við ljósmæðrum nær ótak-
mörkuð verkefni í sambandi við mæðravemd, með því skil-
yrði þó, að þær vinni í nánu samstarfi við lækna.
Reynslan í þeim löndum, sem skemmra em á veg kom-
in í menningarlegu tilliti, sýnir, að síðustu 30—50 árin og
sérstaklega eftir síðari heimsstyrjöld fellur barna- og
mæðravemdarstarfið æ meir í hlut Ijósmæðranna, sér í
lagi þar sem hörgull er á læknum. Þegar svo er ástatt,
verður ljósmóðirin að ganga fram fyrir skjöldu og fræða
fólkið. Hún kennir fóstmm og hjálpar stúlkum, stjómar
starfinu í heilsuverndarstöðvum bama — í einu orði,
skipuleggur mæðravemdarstarfið um meðgöngutíma, við
fæðingu og eftir hana, svo og allt ungbarnaeftirlitið. Um
allt þetta hefur hún samvinnu við heilbrigðisyfirvöldin.
Óskandi væri, að mistök þau, sem orðið hafa í þessum
málum, verði þeim, sem á eftir fara og skemmra eru
komnir, til lærdóms í framtíðinni.
Störf Ijósmæðra í þágu mæðravemdar em mjög mis-
munandi í hinum ýmsu löndum. Ef athugað er ástandið,
eins og það er, geta menn betur gert sér grein fyrir þró-
un mæðraverndarmálanna. Öll stig þeirra koma fvrir sam-
tímis. Konur ala böm sín jöfnum höndum í nýtízku fæð-
ingarstofnunum, á sjúkrahúsum, á fæðingarheimilum og
í heimahúsum. Allt gerist þetta samtímis í sama landi.
Eftirlit og heilsuvemd kvenna eftir fæðingu virðist hafa
orðið aftur út, jafnvel meðal þeirra, sem lengst eru komn-
ir. Afleiðingar meðgöngu og fæðingar em ekki horfnar.
um leið og konan stígur af bamssæng. Ekki bamið eitt,
heldur líka móðirin, þarfnast eftirlits fyrstu vikumar eða
mánuðina eftir fæðingu. Starf Ijósmæðra í þágu mæðra-