Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 55 Fundargerö Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands var haldinn laug- ardaginn 21. sept. 1963 í félagsheimili Prentara, Hverfis- götu, Reykjavík. Fundinn sátu 33 ljósmæður. Formaður Valgerður Guðmundsdóttir setti fundinn og bauð fund- arkonur velkomnar. 1- Ritari Freyja Antonsdóttir las fundargerð síðasta fundar, var hún samþykkt. 2. Féhirðir Þórdís Ólafsdóttir les reikninga félagsins. (Koma þeir sérprentaðir í blaðinu). 3. Skýrsla stjórnarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir gat þess að aðalstarf stjórnarinnar hefði verið launa- barátta og kjaramál ljósmæðra, bað hún Freyju Antonsdóttir að gefa fundinum skýrslu um það, þar sem hún hefði aðllega staðið í samningaviðræðum fyrir félagsins hönd. Freyja sagðist hafa setið fundi með launamála- nefnd B.S.R.B. og gefið þar þær upplýsingar er þyrft hefðu fyrir ljósmæður. Hún kvaðst oft og mörgum sinnum hafa ítrekað beiðni um að kjararáð B.S.R.B. beitti sér fyrir að fá samninga um bætt kjör umdæmis- skipaðra ljósmæðra. Tóku þeir vel í það í fyrstu, en er þeir ræddu það við samninganefnd frá ríkis- stjórninni komust þeir að því að þeir höfðu enga lagalega heimild til þess að semja fyrir umdæmis- skipaðar ljósmæður þar sem breytingar á launalög- um ljósmæðra þarf að fara í gegnum Alþingi. I sum- ar skrifaði stjórn Ljósmæðrafélagsins Islenzka heil-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.