Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 10
60 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Lærð nærkona í Reykjavik október 1761 Dönsk nærkona — fyrsta lærða yfirsetukona, sem nokkurn tíma hefur verið hér á landi — er komin að starfi í Reykjavík og hefur þegar tekið á móti fyrsta barninu. Þessi yfirsetukona er dönsk, heitir Margrét Katrín og er gift íslenzkum manni, Benedikt Magnússyni frá Bassastöðum í Steingrímsfirði, sem numið hefur járn- smíði í Kaupmannahöfn. Laun nærkonunnar eru 16 dalir á ári. Nærkonan lauk prófi í fræðum sínum í ár, og að því búnu sigldu þau til íslands. Það var hinn nýi landlæknir, Bjarni Pálsson, sem kom þessu til leiðar. Æruprís salti dægrin dauf — “ Júlí 1763 Um svipað leyti og Bjarni landlæknir fluttist alfarinn að Nesi, gekk hann að eiga Rannveigu, dóttur Skúla land- fógeta í Viðey, og gaf prófasturinn í Görðum, séra Guð- laugur Þorgeirsson þau saman. Það var nýstárlegt við þessa hjónavígslu, að stúlkan var vígð brúðgumanum í rúmi sínu, og bar það til, að hún lá á sæng að fyrsta barni þeirra. Eigi að síður var brúð- kaupsveizla haldin af mikilli rausn, og sendi Eggert Ölafsson, er sjálfur var fjarstaddur, félaga sínum brúð- kaupskvæði, er nefnt er Sigurdrífumál, og óskar þess, að „æruprís salti dægrin dauf“ og maðran „verki það, að þau lýist ekki“, ungu hjónin.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.