Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Side 4

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Side 4
66 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5. Gangið ætíð í skóm, saumuðum úr mjúku leðri og sem eru mátulegir án þess að þrengja að, og eru ekki of stuttir. Fyrsta daginn, sem verið er á nýjum skóm, er rétt að nota þá ekki nema í hálftíma. Næsta dag hálfan annan tíma og lengja svo tímann þar til skórnir eru notaðir allan daginn. 6. Gangið ekki berfættir, þá eykst hættan á að fætur fleiðrist og að í þeim grafi t. d. ef stigið er á nagla eða þvíumlíkt. 7. Fótkaldir sjúklingar ættu frekar að vera í náttsokk- um heldur en að nota vatns- eða rafmagnshitapoka. Hægt er að brenna sig á rafmagnshitapokum og þá eykst hætta á ígerð. 8. Sitjið ekki með krosslagða fætur, því að það getur hindrað eðlilega blóðrás. Treg blóðrás í fótum er alvarleg hætta, sem allir sykursýkisjúklingar eiga yfir höfði sér. Fótkuldi getur gefið vísbendingu um að ekki sé allt sem skyldi viðvíkjandi blóðrás til fótanna. Þessar æfing- ar geta verið heppilegar til þess að örva blóðrásina. Beygið fótinn í ökklalið upp og niður, eins langt og hægt er sex sinnum. Hreyfið síðan fótinn í hring, útávið og innávið nokkrum sinnum. Þessar æfingar ætti að gera á morgnana, um miðjan dag og áður en gengið er til hvílu. Einnig er gott að núa fæturna með lanolni. 9. Enginn sykursýkisjúklingur ætti að nota innleggs- sóla úr málmi. Þeir geta orðið til þess að ýfa húðina og auka þar með hættu á ígerð. Viðvíkjandi líkþornum og harðri húð ber að hafa í huga: 1. Notið aðeins mátulega skó, sem fara vel á fæti og þrýsta hvergi að. 2. Þvoði fæturna í volgu en ekki of heitu sápuvatni. Þurrkið vel. Nuddið varlega með pimpsteini, eða náið hinni dauðu húð með naglaþjöl. Rífið ekki húðina af. Berið þessa blöndu á líkþornin: 5 gr. salisylsýra, 40 gr.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.