Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Side 6
08 LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ LUPUS Lupus vulgaris eru húðberklar, sem lækna má með ná- kvæmri en langvarandi læknismeðferð. Þessi tegund húð- berkla er mjög útbreidd í Evrópu, en þekkist tæplega í Ameríku, og eru það helzt innflytjendur eða börn þeirra, sem þar ganga með sjúkdóminn. Sjúkdómur þessi er lang- varandi og lýtir sjúklinga svo mjög, að sérhver framför í meðferð hans er mönnum mikið gleðiefni. Franskur læknir lýsti því yfir að hann hefði náð ein- stökum árangri með því að gefa lupus-sjúklingum D- fjörefni. Aðrir læknar er reyndu þessa aðferð láta einnig mjög vel af henni. Flestir sjúklinganna finna strax fyrir verulegri breytingu til batnaðar. og margir ná fullri heilsu. D-fjörefni er ódýrt og auðvelt í inntöku. Þegar það er notað undir læknishendi eru óheppilegar aukaverkan- ir óverulegar. Latneska orðið Lupus þýðir úlfur, og ástæðan til þess að sjúkdómurinn hefir hlotið þetta nafn er án efa sú hversu skaðlegur hann er. Þessi tegund húðberkla byrjar oftast í barnæsku, eða á unglingsaldri og er algengari hjá konum en körlum. Fyrstu einkennin eru smáir brúnleitir hnútar í húðinni. Þessi hnútar breiðast út og mynda smám saman sam- íelld flæmi, en þessi þróun er mjög hægfara. Að lokum geta dottið sár á þessi hnútaflæmi, og geta það verið vfirborðssár eða djúpt og vessandi sár. Ef ekki er hægt að stöðva sjúkdóminn getur hann valdið miklum lýtum. Hinn mjúki hluti nefsins getur étizt af svo nefbeinið standi bert eftir. Munnur getur orðið svo hrukkóttur og samanfallinn að hann líkist helzt opi á poka sem ekki er

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.