Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Side 12

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1963, Side 12
74 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ísíanti með hæsta fæðingahlutfall Evrópu íbúatala 183.478 Mannfjöldi á íslandi 1. desember síðastliðinn var 183.478, að því er Hagstofa íslands tilkynnti er hún birti endanlegar niðurstöður manntalsins, sem þá fór fram. íbúar Reykjavíkur voru 74.978, annarra kaupstaða 48.972 og íbúar sýslanna að meðtöldum kauptunum 59.528 manns. Nú er oft talað um Stór-Reykjavík á svæðinu frá Kolla- firði suður fyrir Hafnarfjörð og reyndist íbúatala þess svæðis 93.165 við lauslega samlagningu. Ibúar í Gull- bringu- og Kjósarssýlu ásamt borg, kaupstöðum og kaup- túnum á því svæði töldust 102.810. Hagstofan skýrði svo frá, að fæðingarhlutfall ísland- inga, það er tala fæddra umfram dána, væri hið langhæsta í Evrópu, og mun hærra en í nágrannalöndum. Hér fjölg- ar um yfir 2% árlega, en á Norðurlöndum og Bretlands- eyjum er talan um og innan við 1%. Heildarfjölgun á Is- landi síðasta áratug var um 23%. Ef þjóðinni heldur áfram að fjölga jafnört næsta áratug, verður íbúatalan 1972 um 2250.000 manns. Þessi f jölgun hér á landi hefur orðið þrátt fyrir þá stað- reynd, að við höfum misst um 500 manns úr landi síðasta áratug. Eru það nær eingöngu konur, því aðfluttir karl- menn eru nokkru fleiri en hinir, sem flutt hafa á brott. Á öllu landinu voru 1. des. sl. um 2000 karlmenn um- fram konur. Þó eru konur í Reykjavík tæplega 2000 fleiri en karlar. I kaupstöðum landsins utan Reykjavíkur eru karlar um 500 fleiri en konur, en í kauptúnum og sveit- um eru karlar um 2500 fleiri en konur.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.