Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Page 3
Heimilisóvinur
Skjót hjálp er tvöföld hjálp. Hringið strax í lækni ef um
eitrun er að rœða.
Árlega deyja um það bil 200 000 einstaklingar í USA
vegna eitrana, ekki eiturlofts eða matrareitrunar, held-
ur eitrunar af meðulum, sem hafa verið tekin kæruleysis-
lega eða í misgripum og að eiturefni eru á glámbekk á
heimilum þar sem börn ná til þeirra og borða eitrið. Einn
af hverju þúsundi deyr vegna misnotkunar lyfja- eða
eiturlyfja í USA og talið er sennilegt að talan sé ekki
lægri í mörgum öðrum löndum.
Vegna skjótrar hjálpar ná margir þeirra, sem gleypa
eitur, fullri heilsu. En einnig eru margir sem hljóta var-
anlegt mein af slíku t. d. lifrar- og nýrnasjúkdóma og
skemmd eða þrengsla í vélinda þótt eiturneyzlan hafi
ekki dauðann í för með sér.
Um það bil 90% af slysum vegna eituráts eru á böm-
um yngri en 5 ára. Helmingurinn af þessmn börnum
gleypir í sig lyf og hérumbil helmingurinn af þessum lyf j-
um er venjulega aspirin. Af öðmm efnum má nefna
pólitur og ýms olíuefni.
Þótt venjulegast sé að börn borði aspirin (magnyl)
eru ýmis önnur lyf hættuleg börnum svo sem róandi lyf,
kvefmeðöl, hóstasaft, svefnlyf, hjartalyf, jámlyf og ýmis
önnur, sem til eru á mörgum heimilum. Einnig má geta
þess að sumir litir, sem börnum eru fengnir til að lita
með eru eitraðir. Litir eða málning sem blý er í getur