Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Page 4
44
LJÓSMÆÐRABL.AÐIÐ
reynst hættuleg ekki aðeins fyrir málarann heldur einnig
fyrir barnið, sem nagar málað barnarúmið eða leikgrind-
ina. Þau efni, sem ekki eiga að vera á glámbekk eru
fjölmörg, og má þar m. a. nefna naglalakk, ilmvötn, ryð-
varnarefni, þynnir, mölkúlur, benzín, bílalakk, flugna-
eitur, illgresiseitur, fægilyf .meindýralyf — svo nokkuð
sé talið upp af því sem til er á venjulegum heimilum.
Það þykir sjálfsögð varasemi að hafa slíka hluti ekki
þar sem talið er að börn geti náð til þeirra, en annað mál
er það að fullorðnir geta einnig verið mjög óvarkárir. Öll
eiturefni á því að merkja mjög greinilega þannig að ekki
verði á þeim villst í misgripum.
Hér eru nokkur atriði varðandi eiturefni á heimilum.
1. Látið aldrei börn ná til meðala, eiturefna og hrein-
gerningarefna.
2. Látið ekki óæti standa í sömu hillu og matvöru.
3. Látið öll eiturefni vera í upphaflegum umbúðum sín-
um. Setjið aldrei á flöskur eða box, sem ekki er merkt.
4. Þegar búið er að nota lyf á að eyðileggja hugsanlega
afganga. Kastið afgöngum aldrei þar, sem börn geta
náð í þá.
5. Þegar börn eiga að taka inn lyf, töflur eða annað, sem
er bragðgott eða ilmandi, talið þá ekki um þetta sem
sælgæti heldur lyf.
6. Takið aldrei né gefið lyf í myrkri.
7. Lítið ávalt á miðann áður en þér takið lyf.
Flest eiturtilfelli sýna sig fyrst í sambandi við melt-
ingarfærin og kemur þá í ljós lystarleysi, magaverkir,
uppsala og niðurgangur. Sömu einkenni fylgja mörgum
sjúkdómum svo meltingartruflanir eru engin sönnun fyrir
eitrun. Eitrun getur orsakað fölva, að menn bláni í fram-
an og húðin verði rök. Meðvitundarleysi og krampi geta
verið tákn bráðrar eitrunar.
Það er um gera að bregðast eins fljótt við og hægt er
ef um eitrun er að ræða. Hættan er að eitrið nái að breið-