Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Side 6
46 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Undir öllum öörum kringumstœöum á aö láta sjúklinginn kasta upp. Hvernig á að láta sjúkling kasta upp? Með því að reka t. d. fingurinn eða skeiðarskaft niður í kok sjúklings. Ef þetta er ekki nægilegt er hægt að láta sjúklinginn drekka glas af heitu vatni, sem tvær mat- skeiðar af borðsalti hafa verið leystar upp í. Þegar upp- köst byrja er sjúklingurinn lagður á grúfu þannig að andlitið komi neðar en mjaðmir. Þetta er mikils virði því þá getur uppsalan ekki sogast inn í lungu sjúklingsins og gert enn meira tjón. Það á að sveipa sjúklinginn inn í ullarteppi þannig að hann haldi á sér hita. Gefið enga áfenga drykki. Tœrandi vökvar. Þegar sjúklingur hefir gleypt tærandi vökva verður fyrst að athuga hvort hann enn geti kyngt. Það eru til tvennskonar tærandi meðöl, sýrur og basar. Bæði sýrur og basar geta eyðilagt vefi, sem þeir komast í snertingu við. Fyrsta hjálp er í því fólgin að þynna og gera óvirk þessi efni. Ef sjúklingurinn getur kyngt á að byrja þannig: 1. Ef sjúklingurinn hefir gleypt sýrur á að gefa honum mjólk, vatn eða magnesíumjólk (ein skeið af magnesiu leyst upp í vatnsbolla). 2. Ef sjúklingurinn hefir gleypt tærandi basa á að gefa honum vatn, mjólk, ávaxtasafa eða edik. Magn þessara meðala fer eftir aldri sjúklings. Nægilegt er að gefa eins til fimm ára bömum einn eða tvo bolla. Eldri börnum og fullorðnum nægir tveir bollar til hálfur líter. Öllum foreldrum ætti að vera það áhugamál að draga úr hættu á eitrunum hvort heldur sem er hjá fullorðnum eða börnum. Þýtt eftir grein dr. Harold Shryock. -— Jóhanna Jóhannsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.