Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Page 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Page 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 49 aðan blóðþrýsting og bjúg. 76 konur konur höfðu hvítu í þvagi, ásamt hækkuðum blóðþrýstingi og/eða bjúg. 213 konur höfðu því tvö eða fleiri þesara einkenna saman. 180 konur höfðu áberandi æðahnúta. 4 konur höfðu já- kvætt Kahnpróf. Minnsta barn, sem mun hafa fæðzt á íslandi — og haldið lífi — fæddist í Reykjavík 31. maí 1945. Var það sveinbarn, og var þyngd þess tæpar þrjár merkur. Dreng- urinn fæddist nálega þrem mánuðum fyrir tímann. Hann var aðeins 700 gr. að þyngd, vantaði því 50 gr. upp á þrjár merkur. Lengd drengsins var 36 cm. Ljósmóðir var frú Helga Níelsdóttir og læknir frú Kristín Ólafsdóttir. Þegar drengurinn fæddist var hann lagður í bómull og olía borin á líkama hans. Gekk svo lengi að hann var eingöngu þveginn úr olíu. Fengin var fyrir hann brjóstamjólk, og neytti hann einskis annars í hálfan þriðja mánuð. Drengurinn hefir dafnað vel. Sjö mánaða gamall var hann orðinn 26 merkur. Hann er nú kominn nokkuð á tí- unda mánuð og er hinn sprækasti. Drengurinn heitir Sig- Jrður Guðjónsson. 'WHHmMWWVWWMVMMWWVVWWMWWMMWil Ljósmæðrastaða í Svarfaðardals- Dalvíkur- og Árskógshreppsumdæmi laus til umsóknar frá 1. jan. næstkomandi. Umsóknir sendist undirrituðum. Sýslumaður Eyjafjar'ðarsýslu 5. ág. 196-j

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.