Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Síða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1964, Síða 10
50 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Úr sögu heilbrigðismála á íslandi, þeim ungu Ijósmœðrum til fróðleiks. sem ekki muna timana tvenna. 1931. Fyrir nokkrum árum var hafin herferð gegn ein- um af sjúkdómum þeim, er stafa af óþrifnaði og hér hefir orðið landlægur. En það eru geitur í höfði. Var það dr. Gunnlaugur Claessen, sem gekkst fyrir þeirri herferð. Síðan hefir verið samvinna milli lækna landsins og Röntgenstofnunar um að útrýma þessum hvimleiða sjúk- dómi, enda hefir árangurinn orðið mjög góður. Árið sem leið, komu aðeins fjórir geitnasjúklingar til lækninga á geislastofuna, tvö börn, einn unglingur og einn fullorð- inn. — í grein í læknablaðinu síðasta kemst dr. Gunn- laugur Claessen svo að orði: „Það eru ekki mörg ár síðan einn af hverjum þúsund Islendingum gekk með geitur í höfðinu. Þannig var ástandið, áður en læknar gerðu gang- skör að því að leita uppi sjúklingana og koma þeim í röntgenlækningu. Ég býst líka við að sjúklingar finn- ist á stangli á komandi árum. En ég hef mikla von um, að engin regluleg „geitna-fjölskylda sé nú í landinu. Hér á árunum komu til geislalækninga allt að 6 systkinum, öll útverkuð af geitum í höfðinu. Þetta hefur ekki komið fyrir á Röntgenstofunni upp á síðkastið. Svo mikið hefur á unnizt.“

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.