Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1904, Blaðsíða 5

Freyr - 01.01.1904, Blaðsíða 5
r Avarp. (cySLENZKUR landbúnaður hejur aö heita má haldist óbreyttur frá elztu tímum fram að síðasta mannsaldri. Búnaðarhcettirnir liafa yfir- leitt altaf verið hinir sómu, ekki tekið neinum verulegum breytingum öðrum en þeim, sem mönn- um eru ósjáljráðar. Bliða og óblíða náttúrunn- ar hafa mestu um ráðið. Búskapurinn hefur aðallega bygst á tilviljunum og hendingu og því hefur mest verið undir hepni komið og dugnaði í því að grípa gœsina, er hún gafst, en litið gjört til þess að búa svo um hnútana, að gœsin flygi í greiparnar og ekki fram lijá. Til þess að finna þessum orðum vorum stað, viljum vér minna á það, hve mjög undirstaða alls skynsamlegs búskapar, jarðrœktin, hefur ver- ið vanrœkt. Islenzkir bændur hafa mestmegnis lifað á órœktaðri jörð og orðið að treysta á hana, en útengjatoppar eru stopulir og beitin vill bregð- ast, enda verður þar um litlu ráðið. Lítið eða ekkert hefur verið gert til þess að bæta búfjár- kynið og á þann hátt tryggja sjer meiri og viss- ari arð af gripunum. Búpeningurinn hefur — ef til vill að undanteknu sauðfénu — fengið að œxlast svo að segja eftir eigin vild og að minsta kosti hafa menn litlu ráðið um það, hvort kynið batnaði, eða úrœttaðist svo, að aðaltekjugreinin af þvi yrði áburðurinn einn. Búsafurðirnar hafa yfirleitt: verið hagtœrðar svo, að lítið meira en liálft gagn liefur af þeím hlotist. Þvilíkt hefur ástandið verið yfirleitt, þótt á 'óllum öldum hafi verið ýmsar góðar undantekn- ingar; er það fyrst á síðustu áratugum og þó einkum á siðustu árum, að verulega er farið að bóla á bótum og breytingum á búskaparlaginu; sýnist nú alt benda til þess, að Islendingar séu að hœtta „slarkarabúskapnumu, og tákiuppþann sið, að láta fyrirhyggju og forsjálni ráða í hví- vetna í stað hendingarinnar, eins og títt er með öðrum þjóðum, þar sem landbúnaður stendur orð- ið svo að segja á fóstvm fótum, enda var það og orðið auðsœtt, að ísl. landbúnaður var á fall- anda fæti og eina vörnin gegn fallinu var gagn- gfórð breyting á búnaðarlaginu, svo að tekjurnar geti orðið eins v'isar og útgjöldin. Breytingin er óðum að ryðja sér til rúms og það í fiestum greinum. Má hér benda á áhuga þann, sem vakinn er og óðum eykst, um aukna jarðrœkt (ræktun og girðing túna), skógaryrkju, kynbætur, smjörgerð (rjómábúin) og margt fleira, er alt sýnir það, að vér erum nú loks teknir til að nota okkur að mun reynslu og þekkingu nágranna- þjóðanna og gróðursetja í ísl. jarðveg. Biínað- inum er nú einn kostur nauðugur, að hætta að vera mörgum öldum á eftir tímanum og fiytja sig um set og fylgjast með. Stökkið er stórt og markar þýðingarmikil tímamót í ísl. landbúnaði. Aldrei fremur, en þegar svo stendur á, er þeim mönnum, sem verkið eiga að vinna, þörf á leið- beiningum og frœðslu og hvatningu til þess að halda rétt í horflnu. An þekkingarinnar fer alt i mola, og væri þá ver farið en heima setið. Og séu menn yflrleitt ekki einhuga og samtáka, getur breytingin riðið þeim að fullu. Hver og einn þarf að fræðast og frœða aðra um alt það, er til nýbreytni heyrir og verða má búnaðinum til gagns í heild sinni. Það er aðallega af þessum ástæðum, að vér höfum ráðist í að gefa út trmarit það, er liér birtist almenningi og hlotið hefur nafnið „Freyr.“ — Er það ætlun vor, að „Freyru skuli flytja vekj- andi og frœðandi hugvekjur um alt það, er að búnaði lýtur, veiti mönnnm færi á að kynna sér jafnóðum allar hreyfingar í búnaði jafnt utan- lands sem innan, svo og að færa mönnum stöð- ugt nýjustu skýrslur um verð og sólu helztu af- urða landbúnaðarins, sem Islendingum má vera sérstákt gagn af að þekkja, og að síðustu en ekki sízt veita mönnum færi á að ræða opinber- lega búmál, svo að þau lýsist firá sem flestum hliðum. Að voru átiti getur eina ritið, sem nú er hér haldið úti um búnaðarmál og nafn er gefandi, „Búnaðarritiðu, ekki bætt til fullnustu úr þeirri þörf, sem nú er á alþýðlegu búriti, enda getur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.