Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1904, Blaðsíða 12

Freyr - 01.01.1904, Blaðsíða 12
8 FREYR. seinast í mánuðinum. Af gömlum runnum eru elztu greinarnar skornar burtu, einkum þær kræklóttu. Elestir rótarangar sem sprottið kafa sumarið áður eru skornir burt, nokkrum þeim kröftngustu er haldið eftir. Svo má einn- ig skera nokkuð af endum ársgreinanna, þeim lengstu. Um leið og ribsið er skorið, má taka aí því gróðrarkvisti til gróðursetningar, þegar jörð er orðin þýð. Til þess eru valdar eins árs greinar og kvistirnir skornir 6—10 þuml. langir; eru þeir svo bundnir í knippi og geymd- ir í köldu húsi og byrgðir, svo loft leiki ekki um þá, eða þeir eru huldir mold, þangi eða öðru rusli, úti þar sem sól nær eigi að skína. I þessum mánuði má sá gulrófnafræi úti, en til þess ættu þá helzt að hafa verið undirbúin beð að haust- inu. Helzt skyldi sætt lagi að sá, þegar þýð moldarskán er ofan á klakanum. Nú má aftur sá bjómkáli í kassa ; það sprettur seinna en hitt, sem áður var sáð og heldur sér lengur fram eftir haustinu. Sömuleiðis er nú sáð topp- káli ogblöðrukáli og ýmsum eins árs blómplöntum, sem eru fljótvaxnari en þær, sem áður eru nefnd- ar, malope, godetia, phlox, valmue og tropaeol- um og ýmsum stofuplöntum, oinerariu og pel- argoníu, hafi þeim ekki áður verið sáð, enn fremur acasíu og dracenu. — Nú eru farnir að koma hlýir dagar og þarf þá að hafa gætur á, að fræmæðnrnar spiri ekki um of. Smælki, Dýrgripir. I sumar sem leið var 4 vetra graðfoli ensk- ur seldur til Þýzkalands fyrir 382,000 kr. Var hann seldur að afloknum veðhlaupum, þar sem hann hafði unnið fyrstu verðlaun, 180,000 kr. Rétt á eftir iðraðist seljandi og vildi gefa 182,000 til þess að kaupin gengju aftur, en fékk ekki. Dýrasti hestur, er vér minnumst að hafa heyrt getið um, var enskur veðhlaupahestur, sem seldur var fyrir nokkrum árum til Erakk- lands fyrir 750,000 krónur. Á Englandi var kynbótahrútur af Lincoln- kyni nýlega seldur fyrir 3700 kr. Tveir hrútar af sama kyni voru leigðir um fengitímann fyrir 2520 kr. hvor um mánuðinn. Englendingar kunna að meta gott kynferði. Aldur dýra. Nýlega hafa verið birtar á Þýzkalandi at- huganir um aldur dýra. Samkvæmt þeim verða hestar eg asnar sjaldan eldri en 35 ára; þó vitum vér til þess, að hestur hefir orðið 44 ára. Nautgripir geta orðið 30 ára, en hundar 25 ára. Sauðfé, geitur, svín og kettir verða sjaldan eldri en 15 ára. Cfæsir verða 30 ára, en hænsni, endur og kalkúnar ekki nema 12 ára. Mjög gamlir verða fílar og páfagaukar; þeir komast yfir tirætt. Verzlunarfréttir, I. Útlendar. Kaupmannahafnar sölutorg 26/ii Hveiti (ómalað) Rúgur Hafrar Jarðepli Skepnufóður. Havnegade 19. 100 pd. 1903. 4,90—5,60 kr. 4,35—4,70 — 4,60—5,00 — tunnan 3,50—3,75 — Verð hjá Alfred Riis & Co. Elutt kostnaðarlaust á skip. udýrara ef mikið er tekið. Bómullarfrækökur 100 pd. 6,40 kr. Bómullarfræmjöl — 6,10 — Rapskökur, beztu Kbh. — 5,30 — — franskar — 4,50 — II. Innlendar. Beykjavík. Verðlag i deshr.JVerzl. Godthaab). Rúgur 100 pd. Rúgmjöl — Hveiti (Elormjöl) — Overhead mjöl Baunir 1jí og kl. Hrísgrjón 7, — Bankabygg — Kaffibaunir — Kaffirót — Kandíssykur — Hvítasykur — Verðið er miðað við sölu í sekkjum og köss- um á móti peningum. 7,00 kr. 7,25 — 10,00 til 11,50 — 8,00 — 9,00 — •11,50 — 11,00 — 9,50 — 43,00 — 45,00 — 38,00 — 23,00 22,00 — )

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.