Freyr - 01.01.1904, Blaðsíða 7
PREYE.
3
ar fari allar ferðir sínar-—bæði nanðsynjaferðir
bg til skemtunar — á hestbaki, flytji lífsnauð-
synjar sínar allar, á bæ og af, á hestunum og
noti þá auk þess mikið til margskonar heim-
ilisvinnu. Enníremur eru hross hér á síðari
árum aílþýðingarmikil útflutningsvara.
Þegar þetta er athugað, er það auðsætt, að
það hefur stórvægilega þýðingu fyrir oss, að
hestaræktin sé í góðu lagi, og því er ekki að
furða, þótt ailir þeir, sem hugsa með alvöru
um framtíð landbúnaðarins, íhugi þá spurningu,
hvort hrossaræktin sé yfir höfuð í lagi eða ó-
lagi, að hverju leyti henni só ábótavant 'og
hver ráð og ráðstafanir muni líklegastar til að
bæta hana.
Það hafa áður verið leidd ómótmælanleg rök
fyrir því, að hrossarækt vor sé í miklu ólagi,
enda mumt allir þeir, sem vit hafa á, vera þar
á eitt sáttir. Aðalspiurningin verður þá um
það, í hverju ólagið einkum sé fólgið og hverj-
ar ráðstafanir séu heppilegastar til umbóta og
jafnframt auðveldastar í tramkvæmd. — Eins
og við er að búast, er það margt og margvís-
legt, sem finua má að hrossarækt vorri með
rökum, en hér skal þó að eins á fátt eitt
drepið.
I síðasta árgangi „Búnaðarritsins“, 2. hefti,
færði ég rök að því, að tvennskonar brúkun
vor á brossunum, til reiðar og áburðar, krefð-
ist þess skilyrðislaust, að vér legðum stund á
að framleiða tvö aðgreind kyn, reiðhestakyn
og áburðarhestakyn. I sömu ritgjörð sýndi ég og
frarn á það, að vér yrðum meðal annars algerlega
að hæcta að nota ungviði til undaneldis,einsog nú
ervenja, en nota til þess að eins nokkurnveginn
fullþroskaða gripi, og, láta stóðhesta, sem fall-
legir eru, af góðu kyni og góðir til undaneld-
is, verða gamla — 15 til 16 vetra; annars yrði
hestakynið ekki bráðþrogka, stór’t eða hraust-
bygt. — Hvorugu þessu hefur mér vitanlega
verið mótmælt, enda 'mundi það torvelt, ef á
rökum skyldi bygt, en, hinsvegar hefur lítið
borið á þvi, að bændur, hafi gjört sér þetta
að áhugamáli, og því síður gjört tilraunir til
‘þess að bregða frá þeim venju, sem orðiu er
rótgróin gegnum margar aldir, að láta hrossin
yaxa upp eins og grasið í haganum, skifta sér
ekkert af því, á hvaða aldri þau æxlast og
hvernig þau veljast saman. Ekki mun þó því
um að kenna, að bændur vilji ekki fegnir bæta
hross sín og leggja .fram til þess eitthvað að
mörkum, eptir því sem þörf krefur; mun ástæð-
an miklu fremur sú, að . menn séu daufir til
breytinga fyrst í stað og kemur mér því ekki
á óvart, þótt bæði þurfi að brýna opt og vel,
svo að bíti.
A búnaðarfundum þeirn, sem ég hefi verið
á síðasta ár, hefi ég opt leitt það 1 tal, að
nauðsynlegt væri að hvert hérað landsins hefði
eitt eða fleiri afgirt svæði á hentugum stöðum,
þar sem hafa mætti að sumrinu stóðhesta og
stóðhestaefni. Hefur mönnum hvarvetna getist
vel að hugmyndinni og því vil óg skýra hana
hér nokkuð nánar.
Eins og kunuugt er, eru graðfolarnir orðuir
æxlunarfærir, þegar þeir eru tveggja ára. Fyrir
þann tíma á því að gelda alla fola aðra en þá,
sem ætlast er til að verði kynbótahestar. Nú
má ekki nota kynbótahestana til undaneldis
fyr en þeir eru 4 ára og verða þeir því að
geymast þannig þriðja og fjórða sumarið, að
þeim lendi ekki saman við hryssur. JÞetta er
næstum því ókleyft með öðru móti en því, að
hafa girðingar fyrir folana, þar sem hægt er
að hafa þá frá því á vorin og fram að rétt-
um, eða þann tíma, sem hryssurnar era mót-
tækilegar fyrir fola. Slíkar girðingar þyrftu
að vera i hverri sýslu, ein eða fleiri eptir lands-
lagi eða staðháttum, I flestum eða öllum sýsl-
um landsins mun mega finna hentug graslendi,
annaðhvort fram til dala, á nesjum við sjó eða
meðfram ám, þar sem svo hagar til af náttúr-
unnar hendi, að ekki þarf að girða nema á
einn veg og sumstaðar aðeins á örstuttum
spotta, enda þekki ég staði í sumum héruð-
um, þar sem girðing í þessu augnamiði mundi
kosta mjög lítið. Yfir höfuð mun vera vel í
lagt, að i hverri sýslu þyrfti að meðaltali 1000
faðma langa girðingu, til þess að afgirða nægi-
lega stórt svæði fyrir öll kynbótahestaefni
sýslubúa. fiirðingin mætti vera úr gaddavír
og er nóg að hafa í. henni tvo þætti; þyrfti
því faðmurinn af girðingunni uppkominni ekki
að kosta meira en 30 aura. Girðingarkostnaður-
inn yrði. þáv ekki yfir.. 3.00 kr. fyrir hverja
sýslu að meðaltali eða á öllu landinu um 5400 kr.