Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1905, Qupperneq 2

Freyr - 01.06.1905, Qupperneq 2
48 FREYR. eftir mati óvilhallra manna. Brot móti löggiltri aamþykt varðar sektum frá 5—50 kr., er renna í sveitarsjóð. X. Frumvarp til laga um skýrslur : nní alidýrasjukdóma. Landstjórnin sér um að árlega séu tekn- ar skýrslur um hina helztu alidýrasjúkdóma, eftir því sem nánar verður ákveðið um með reglugjörð, og er hver sá, sem alidýr á eða kefir undir hendi, skyldur, gegn 1—5 kr. dag- sektum, að skýra yfirvaldi því (hreppstjórum), sem skýrslnanna krefur frá þeim sjúkdómum, setn komið hafa á skýrsluárinu í alidýr hans, og gefa þar að lútandi upplýsingar. XI. Frumvarp til laga um verðtaun f'yrir útflutt smjör. Á næsta fjárhagstimabili greiðir landssjóð- ur verðlauu týrir */* hluta af smjöri því, er ís- leuzk smjörhú verka og selja á erlendum mark- aði. Bú, sem sélja minna en 5000 pd. á erlend- um markaði á árinu, útilokast frá verðlaunum. Verðlaunabeiðslur fyrir hvort árið um sig verða að vera komnar til stjórnarráðsins fyrir lok janúarmánaðar 1907 og 1908, og veitast þá verðlaunin öll í einu. Verðlaunin miðast við hámat smjörmatsnefndarinnar dönsku þanu dag, er hvað um sig var selt af smjörinu, og fær Sá Ya hluti smjörsins, er minst selst undir há- tnati 10 aura verðlaun á pundið. Næsti Ya hluti smjörsins fær 5 aura verðlaun á pundið, og sá þriðjungur, sem lakast selst, miðað við hámat á söludegi, fær engin verðláun. Verð- launabeiðslum skal fylgja farmskrá, vottorð af- greiðslumanns skips þess, sem smjörið er flutt með, er sýnir þyngd og tölu íláta, sölureiku- ingur smjörsins, með árituðum söludegi og undirritaður af' þeim, er með söluna fór. Nefndin tekur það réttilega fram, að ó- hjákvæmilegt sé að breyta löguuum frá síðasta þingi um verðlaun fyrir útflutt smjör. Þau reynast eins og sýnt var fram á í Frey (I. árg. ur. 6.) óhæfileg, binda landssjóði óheppilega þunga byrði, auk þess sem þau auðveldlega gefca orðið til þess, að smjörhú komist á fót í bygðarlögum, þar sem þau ekki borga sig, en öll búskaparskilyrði og samgöngur benda ein- dregið á að sauðfjárrækt, og þá sérstaklega dilkfé, eigi að vera aðalbúsafurðirnar. Á þessu ; er þegar farið að brydda. Aðalhugsjón laganna frá n/u 1899 um j verðlauu fyrir úffliítt smjör, og gildandi laga I um sama efni frá 8/i« 1903, er að hvetja bænd- ur til að búa til sem bezt smjör, smjör, sem er | afðberandi úfflutningSvara. Löggjöfin reyndi j því að útiloka frá verðlaunum alt smjör, sem | ekki næði vissu gæðastigi, jafnframt því sem | hún hét því hærri verðlaunum, því betra sem : smjörið væri. Dauskt smjör var notað sem mælikvarði fyrir gæðum íslenzka smjörsins, þ. e. verð ’þess á heimsmarkaðiuum í samanburði við verð á bezta dönsku smjöri. Hvortveggja lögin reyndust óheppileg í framkvæmdinni, hiu fýrri bundu verðlaunin við 75 aura, og tóku þannig ekkert tillit til þeirra miklu breytinga, sem verða á verði á dönsku smjöri eí’tir ár.stíðum ; hin síðari settu verðlauna- takmarkið svo lágt, að alt smjör (eða því serti nær) fær sömu. verðlaunin, og lélegt smjörget- ur fengið hæstu verðlann, 10 aura á pd., þegar danskt smjör er í lægsta verði; þarf ekki að | seljast betur en gotfc smjörlíki til þess að fá þau. Þótt verðlaunaákvæði áðurnefndra laga eigi hafi svarað til þeirrar grundvallarhugmyndar, sem lýrir löggjöfinni vakti, og í álla staði var rétt, er þó engiun efi á að lögin hafa unnið mikið gagn, hvatt bændur til samvinnu til þess að geta framleitt sem bezt smjör, og hjálpað rjómabúunum yfir þá erfiðleika, sem þau eins og öll önnur nýmæli höfðu í fyrstu við að stríða. Þegar um breytingar á lögunum um verð- laun fyrir útflutt smjör er að ræða, kemur fyrst til athugunar, hvort nauðsynlegt er að halda áfrarn að veita fé úr landssjóði til slíkra verð- launa. Það er að því er vér bezt vitum ekki gjört í neinu öðru landi. Eigi að síður álítum vér, að nauðsynlegt sé að verja nokkrn fé i því skyni úr landssjóði enn um nokkur ár. Smjör- búin eru ennþá svo ung, smjörgerðinni svo á- bótavant, flutningur smjörsins á markaðiuu og sala þess þar svo miklum erfiðleikum buudin, sem bezt sést á þeim geysi-verðmun, sem er á íslenzku og dönsku siujöri, að ótækt væri að hætta nú strax við verðlaunin. Hitt virðist oss liggja í augum uppi, að til langframa verður þeim ekki haldið, meðal annars af þeirri ástæðu, að-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.