Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 7
TÍMARIT V. F. í. 1929.
57
bót í tekniskum efnum, samsvarandi þeirri, sem há-
skólinn veitir, og hafa nokkrir verkfræðingar unnið
sjer þessa nafnbót.
Ekki tókst Hannover til fulls að ráða bót á pláss-
leysinu, en innávið stjórnaði hann skólanum með
miklum dugnaði, og á hans tíma bættust margir nýj-
ir kennarar og aðstoðarmenn við. — Hannover er
enn kennari við skólann, og mun nú vera sá eini
sem liefir kent öllum þeim íslensku verkfræðingum,
er þangað liafa sótt kenslu.
Þegar hann ljet af forstjórastöðunni 1922, var hinn
frægi raffræðingur prófessor P. 0. Pedersen skipað-
ur forstjóri, og er bann í stöðunni enn, enda hefir
sú regla komist á, að forstjórar gegni slarfinu um
10 ára bil. Mikið starf lá fyrir er hann tók við, því
að á ófriðarárunum, meðan alt var á ringulreið á öll-
um sviðum, bafði litlu tekist að fá framgengt. En
P. O. Pedersen tók þegar til starfa, og brátt fór lield-
ur að rýmka til. Skólinn fór smám saman að leggja
undir sig hluta af „Sölvgadens Kaserne“, sem fram
að þessu liafði verið hermannabústaður, en var nú
tekinn til annara afnota. Þar eru miklir möguleikar
fyrir stækkun skólans á ýmsum sviðum, og hefir
þar þegar verið komið fyrir æfingaslofum. Siðastlið-
ið sumar var farið að byggja stóra nýja byggingu
fyrir tekniska efnafræði, scm mun kosla um
1,100,000 krónur.
Frá skólanum hafa þangað til haustið 1929 útskrif-
ast 3879 verkfræðingar, og eru margir þeirra orðnir
málsmetandi menn á ýmsum sviðum.
IÞessi fyrri kafli bókarinnar er óvenjulega fróðleg-
ur og skemtilegur. Hann sýnir tvent: sögu skólans
i skýrum dráttum, og hinar glegslu lýsingar þeirra
manna, sem liafa veitt honum forstöðu, myndir sem
þeir eru sjálfir látnir draga upp með ræðum sínum
við ýms tækifæri.
Saga skólans er saga einnar hinnar mikilverðustu
menningarstofnunar um 100 ár, frá lítilli og ómerki-
legri byrjun, baráttu við jþröngsýni og fjárskort,
fram að mikilli og afar þýðingarmikilli stofnun sem
liefir sett mót sitt á livern blett í Danmörku, og mjög
víða um allan heim.
Margt hefir verið fundið að skólanum: að liann
sje ekki nógu „praktiskur“, að hann sje of marg-
ldiða, ekki nógu „specialiseraður“ o. s. frv. — Það
má vel vera, að liitt og þetta gæti farið betur, en hvar
er sú stofnun sem ekki má finna að? Alt breytist til
bóta, en breytingarnar geta ekki komið fyr en þörf-
in hefir gert vart við sig, og þá er talað um liana sem
vöntun. En jeg álít, að vanalega hafi ekki slaðið mjög
lengi á endurbótum, þar sem vöntun liefir gert vart
við sig. Og jeg liygg, að flestir þeir, sem liafa numið
þar verkfræði, munu vera sammála um það, að skól-
inn bafi yfirleitt verið góður og kenslan komið nem-
cndum að góðu gagni sem traustur vísindalegur
grundvöllur undir hið praktiska verkfræðingsstarf
þeirra.
Sagan sýnir, að stjórn skólans hefir ætíð gert sitt
ýtrasta til þess að liann fullnægði kröfum timans og
gæli staðist samkepni við bestu teknisku háskóla í
öðrum löndum, og enginn vafi er á, að hún mun
einnig gera það framvegis.
í seinni kaflanum er stutt yfirlit yfir lcennarana
í hinum ýmsu námsgreinum, fremur stutt og yfirlits-
legt, en aðeins um einstalca þeirra er um verulega
lýsingu að ræða, enda eru margir þeirra, sem nefnd-
ir eru, enn á lífi og starfandi kennarar.
Að lokum eru nokkur orð um umsjónarmenn
skólans og um styrktarsjóði þá, sem nemendurnir
hafa við að styðjast, sjerstaklega „Hagemanns Kol-
legium“ og sjóði í sambandi við það.
Bókin er yfirleitt mjög skemtileg og afar fróðleg.
Jeg byrjaði á lienni með hálfum hug, því að liún er
stór og þyklc, en jeg sá brátt, að það er annað en leið-
inlegt að lesa bana. Hún er með skemtilegustu og
fróðlegustu bókum, sem jeg lengi liefi lesið.
Th. K.
5. Gjörðardómsmál Verkfræðingafjelags íslands.
Ár 1930, fimtudaginn 6. mars var gjörðardómur
V. F. I. haldinn á Laufásveg 25 af undirrituðum og
var fyrir tclcið:
Málið: N. N. gegn P. P.
og i þvi upplcveðinn svofeldur dómur:
Með samningi 12. maí 1923 tók varnaraðih þessa
máls, P. P., að sjer að reisa hús á lóð við A-veg
hjer í bæ fyrir sóknaraðilja N. N., og átti varnarað-
ili að leggja til efni og vinnu. Samkvæmt útboðs-
lýsingu, er aðiljar hafa einnig undirritað, áttu út-
veggir og innveggir hússins að vera úr steinsteypu
1 : 4 : 7 og allir húðaðir. Loft og bilar áttu að vera
úr járnbentri steinsteypu 1 : 2 : 3 og öll gólf skyldu
liúðuð með sementi 1 : 2. Yarnaraðili afhenti sókn-
araðilja víxil að upphæð kr. 20.000,00, er vera skyldi
til tryggingar því, að varnaraðili inti af bendi skyld-
ur þær, er hann hafði á sig tekið með samningum
þessum. Sóknaraðili liafði á sinn kostnað eftirlits-
mann með verkinu. Ágreining um húsbyggingu
þessa skyldi gjörðadómur V. F. I. úrslcurða. Varn-
araðili vann síðan verlcið 1923 og 1924. Tók sóknar-