Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Side 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Side 9
TÍMARIT V. F. í. 1929. 59 þykir rjett, að varnaraðili greiði liann. Það, sem varnaraðilja ber þvi að greiða sóknaraðilja sain- lcvæmt framanskráðu, verður þá: 1. Steypuverkið o. fl......... kr. 4500,00 2. Málning ..................... — 1200,00 3. Leigulap o. fl............... — 2000,00 4. Verkfræðiaðstoð ............. — 189,00 Alls......... kr. 7889,00 Sóknaraðili hefir engra vaxta krafist. Eftir málsúrslitum iþykir rjett, að málskostnað greiði varnaraðili með la’. 865,00, en sóknaraðih með kr. 200,00. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Þvi úrskurðast: Vamaraðili, byggingameistari P. P., greiði sóknar- aðilja N. N. kr. 7889,00. Kostnað af gjörðardómi kr. 1065,00 greiði P. P. með kr. 865,00 og N. N. með kr. 200,00. Að öðru leyti fellur dómskostnaður niður. Fleira eigi gert. Fundi slitið. Einar Arnórsson. Valgeir Björnsson. Emil Jónsson. Frjettir. Islenskir stúdentar erlendis. Upplýsingaskrifstofa Stúdentaráðs Háskóla Islands hefir vinsamlegast látið Tímariti V. F. I. i té skrá yfir þá íslenska stúdenta, sem lesa verkfræði eða „tekniskar“ námsgreinar erlendis og fer hún hér á eftir: / Danmörku: 1. Júlíus Björnsson, rafmagnsverkfr. Polyt. Lære- anstalt. Stud. 1922. Rvík. 2. Gísli Gestsson, efnaverkfr. Polyt. Læreanstalt. Stud. 1926. Rvík. 3. Torfi Ásgeirsson, efnaverkfr. Polyt. Læreanstalt. Stud. 1925. Rvík. 4. Gísli Halldórsson, rafm.verkfr. Polyt. Lærean- stalt. Stud. 1925. Rvílc. 5. Gustaf E.Pálsson, vjelaverkfr.PoIyt. Læreanslalt. Stud. 1928. Rvík. 6. Gunnar Björnsson, vjelaverkfr. Polyt. Lærean- stalt. Stud. 1928. Ak. 7. Bárður ísleifsson, hyggingaverkfr. Polyt. Lære- anstalt. Stud. 1927. Rvík. / Þýskalandi: 8. Valgarður Thoroddsen, rafm.verkfr. Berlin Technische Ilochschule. Stud. 1926. Rvík. 9. Einar Sveinsson, byggingafr. Darmstadt. Tech- nisclie Hocliscliule. Stud. 1926. Rvík. 10. Eiríkur Einarsson, byggingafr. Darmstadt. Tecli- nische Hochscliule. Stud. 1927. Rvik. 11. Ögmundur Jónsson, byggingaverkfr. Darmstadt. Technische Ilochschule. Stud. 1929. Rvik. 12. Magnús Magnússon, rafmverkfr. Dresden. Tecli- nische Hoclischule. Stud. 1923. Rvík. 13. Jón Vestdal Erlendsson, efnafr. Dresden. Tecli- nische Hochscliule. Stud. 1928. Rvík. 14. Ilólmfreð Fransson, eðlisfr. Miinclien Universi- tet. Stud. 1927. Rvík. 15. Gunnar Bjarnason, vjelaverkfr. Mittweida Tecli- nichum. Stud. 1922. Rvík. Annarsstaðar: 16. Björn L. Jónsson, veðurfr. Sorbonne. Paris. Stud. 1925. Rvík. 17. Njáll Sigurjónsson, rafm.verkfr. Pontiac, U. S. A. Stud. 1925. Danm. 18. Bjarni Sigurðsson, hyggingafr. Stokkhólmi. Slud. 1926. Rvík. 19. Þórður Þorbjarnarson, tekn. fiskifr. Dalhousie Univ., Halifax. Stud. 1929. Rvík. 20. Þorlákur Helgason, hyggingaverkfr. Niðarós. Stud. 1923. Rvík. Stærðfræði lesa, allir í Þýskalandi: Leifur Ásgeirs- son, Gústaf Ágústsson og Haukur Þorleifsson. Samtals stunda 71 ísl. stúdentar nám erlendis vet- urinn 1929—30. Zweite Welt-kraftkonferenz — annað orku-heimsmót — verður lialdið í Ber- lín 16.—25. júní næstkomandi. Fyrsta mótið var haldið í London 1924 með mikilli aðsókn úr flest- um löndum heimsins, og á þetta mót eru væntan- legir fulltrúar frá 50 löndum. Heiðursverndari verð- ur v. Hindenburg ríkisforseti, heiðursforseti dr. Os- kar v. Miller og forseti mótsins verður aðal-fram- kvæmdarstjóri dr.ing C. Ivöttgen. Stjórn mótsins hefir aðalsetur sitt i Ingenieurliaus, Berlin N, W. 7. Um 400 erindi hafa þegar verið prentuð á þýsku, ensku og frönsku. Auk fyrirlestrafunda verða heim- sótt ýms orkuver, rafstöðvar, gasslöðvar, eimstöðv- ar, kolanámur og ýmsar aðrar stöðvar um alt Þýska- land. Helstu sjerfræðingar heimsins á þessum svið- um eru væntanlegir á mótið, t. d. próf. Albert Ein- stein, sem flytja mun erindi um „Das Physikalische Raum- und Aetlierprohlem“, en Thomas Edison, sem orðinn er of gamall til þess að sækja mótið, sendir sitt erindi á tal-filmu. Tvimælalaust verður mót þetta bæði fróðlegl og skemtilegt fyrir alla sem taka þátt i því.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.