Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 29.12.1929, Blaðsíða 10
60 TÍMARIT Y. F. I. 1929. Nánari upplýsingar um mótið liggja frammi á lestrarstofu iðnbókasafnsins. Þurís. — I Bandaríkjunum og Kanada er á siðari árum farið að nota kolsýruís, í stað venjulegs vatns- íss, til þess að halda matvælum köldum. I Englandi liefir þetta einnig verið tekið u])p, og í ráði mun að gera það víðar í Norðurálfunni. Kolsýruloft, C Oo, er húið til með því að brenna koksi undir eimkatli, sem múraður er í eldfastan stein. Við brunann er notaður vjelsúgur án reyk- háfs, þannig að hrensluloftið fær nokkuð umfram af súrefni, til þess að liindra myndun kolsýrings og hverafýlu (CO og H2S). Eimurinn frá katlin- um er látinn knýja eimvjel, en hún knýr aftur loft- pressur, dælur o. 11. vjelar. Brensluloftið kemur frá aðstreymishitara eimketilsins með 150° hita, og liefir 17—18% C02. Siðan er loftið kælt og þveg- ið í vatni, og því næst þrýst upp í „skilturnana“ (absorbsjonsapparat), en það eru tveir turnar fyltir koksi og er samband á milli þeirra. Niður um koksið hríslar 10% sódalögur. Köfnunarefnið og súrefnið lcita upp um annan turninn, en lög- urinn sýgur i sig kolsýruloftið og verður að natri- umhikarhonatlegi, sem síðan er dælt inn í kolsýru- ofninn. Þar er lögurinn hitaður upp í 115°, með glateim hættum ónotuðum eim. Við það gufar kol- sýran hurtu og hefir þá 99,9—99,5% hreinleika. Sódalögurinn, sem nú er að mcstu orðinn endur- nýjaður, en hefir þó dálítið af hikarhonati i sjer, er leiddur aftur til skilturnanna í tvöföldum píp- um og leiddur andstreymis við kalda löginn, á leiðinni til kolsýruofnsins. Ivolsýruloftið er nú kælt við % loflþunga þrjrsting lil þess að losa það við vatnið, og þvi næst þjappað saman upp i 75 loft- þunga þrýsting i þriggja stiga loftpressu með vatns- kælingu milli stiganna. Verður það þá að legi, sem ýmist er látinn i föt til geymslu eða flutnings, eða liann er frystur með uppgufun. Aðferðin við uppgufunina á kolsýruleginum, lil þess að fá nokkurn hluta hans til að frjósa, er mjög einföld, en þarf að vera nákvæm. Við til- raunir i smáum stíl, fást eldci nema 10—15% frosin, en þegar þetta er gert i stórum stíl, fást 35%, og jafnvel meir. Það er gert á þann liátt, að lögurinn er kældur langt niður fyrir markhita (kritisk tem- peratur) og pressaður upp yfir markþrýsting. Þá er hann látinn streyma út um blásturspípu með 2 m/m opum, og þenja sig. Við þensluna og kæl- inguna, frýs nokkur hluti lagarins, og verður eins og snjór á að líta, og er þá tekinn og pressaður í stálmótum með 35—55 loftþunga þrýstingi. Hefir hann þá eðlisþunga 1,1, en þjett frosin lcolsýra lief- ir eðlisþunga 1,56. Búin eru til tvennskonar stykki af kolsýruísnum, teningar með 250 m/m hrúna- lengd, er vega 17—18 kg., og sivöl stykki 75 m/m i þvermál og 150—250 m/m á lengd. Er hægt að saga stykkin eftir vild. Tapið við að frysta kolsýru- löginn er minna en 10%. Núverandi verð á kolsýru- is i Bandaríkjunum er tifalt á við venjulegan ís, en getur þó kept við hann af þessum ástæðum: Kolsýruís er ávalt þur; hann gufar upp, en bráðn- ar ekki eins og vatnsís. Þá er það kostur, að hundni hitinn við uppgufun er svo há, 152 kal., en hræðslu- hiti vatnsins aðeins 80 kal. Þegar kolsýruís gufar upp í frystirúmi, er það þurt, hreint og kalt. Er kolsýruloftið ósaknæmt, og er álitið að það drepi ýmsan gerlagróður í matvælum. Hvert kíló C02- iss gefur frá sjer við uppgufun meira en hálfann m3 C02-lofts, sem leitar úl um op uppi i þrýsti- rúminu, og tekur um leið hurt alla lykt. Þótt þessi ís sje mjög kaldur, — 80° C innan i stykkinu, — endist hann furðanlega lengi, en það stafar lik- lega af því, að utan um stykkið liggur kalt kol- sýruloft, sem hindrar andrúmsloftið að komast að. Það er liægt að nota þenna þurís til þess að gera mikinn kulda, en við venjul. ís þarf að strá á salti. Mest er þessi is notaður í Ameríku til þess að senda rjómaís í smápökkum í pappírsumbúðum með pósti. Ileldur þeta sjer vel í 36—40 klst., og óþarfi er að endursenda umhúðirnar. Það liefir sýnt sig, að 90 kg. þuríss jafngilda 1300 kg. vatns- íss og 600 kg. salts, við að senda svona rjómaís milli New York og Philadelphiu. Við fiskflutning frá New York til Detroit þurfti áður 7650 kg. íss og 765 kg. salts í hvern járnbrautarvagn, en ekki þarf nú nema 540 kg. af þurís. Venjul. ís og salt í sameiningu skemma þar að auki vagnana með ryði, og lögurinn lekur niður á teinana og stór- skemmir þá líka. Þurisinn er einkum hentugur: 1) við flutning á smjöri, eggjum, rjómaís o. fl. í pósti; 2) til kælingar í skipum, þar sem liann getur spar- að frystiútbúnað og notkun á heitum sjó til frystingar; 3) við flutning og geymslu á vörum, sem þurfa mjög mikinn kulda; 4) til deyfingar á líkamspörtum við skurðlækn- ingar og tannviðgerð; 5) til að aðskilja blöndur með lágu frostmarki, að þjetta eimtcgundir með lágu suðumarki, við til- raunir með lágan liita, við geymsluloðsltinna o.fl. Stærsta ísgerðin af þessu tæi í New York, er Dry Ice Corporation of America. Enska þurísgerðin, sem T. Wall and Sons Ltd., í Acton við London, hafa komið upp, býr til 300 lbs. þuriss á klst. (Teknisk Ukeblad). F j elagsprentsmið j an.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.