Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1908, Síða 6

Freyr - 01.01.1908, Síða 6
2 I’EEYE. Yfir höfuð vonum vér að oss takist að gjðra "Frey þannig úr garði, að hann með réttu geti talist ómissandi hverjum þeim sem lifir af eða hefir áhuga á landbúnaðinum, og væri þá leitt til þess að vita, ef bændur færi ekki alraent að sjé það, að sómi þeirra og velgengni og vin- sældir Freys eiga og hljóta að vera í mjög nánu sambandi. Oss er það kunnugt, að í ððrum lendwm, þar sem búnaður er á háu stigi, eru bændur sér yfirleitt mjög úti um allan fróðleik, sem við kemur starfi þeirra og atvinnu, og sá bóndi varla talinn stöðu sinni meira en svo vaxinn, sem heldur ekki og les að minsta kosti eitt búnaðartímarit, emda er að öðrum kosti hætt við að hann fari á mis við ýmsan þarfan fróð- leik og nýjar bendingar sem honum éru nauð- synlegar til þess að geta bætt atvinnu sína og aukið arð af vinnu sinni eða gjört sér hana hagkvæmari á einn eða annan hátt, og þannig fylgst með’ á framfarabrautinni. Islenzkur landbúnaður er í framsókn og því er hverjum bónda nauðsynlegt að fylgast með í öllum búnaðarnýungum; annars verður hann aftur úr. Freyr flytur yður þær heim á bæinn. Hvað kostar uppeldi nautgripa? Eitt af mörgu í búskaparháttum vorum, sem bændum er nauðsynlegt að viia, er hvað upp- eldi nautgripanna kostar. Fetta hetði verið fróðlegt og gagnlegt á öllum tímum, eins og yfir höfuð allar athuganir um hinar einstöku greinar búskaparins og búskapinn í heild sinni. En nú, síðan að kaup og sala á nautgripum — einkum kúm — fór að aukast svo mjög aðal- lega vegna fjölgunar og stækkunar kauptún- anna, er þetta orðið alveg nauðsynlegt, ef bænd- ur eiga ekki að verðleggja gripi sína f blindni. Griðungar eru sjaldan seldir öðru vísi en til slátrunar, og ræður þá kaupandinn einn (kaup- maðurinn) verðinu, og fer það aðallega eítir kjötverðinu i því kauptúni og á þeim tíma, sem nautið er se'lt. Venjulegast mun söluverðið vera mun lægra, stundum alt að helmingi lægra en uppeldis og sölukostnaður griðungsins, en af þvf að bændur gjöra sér ekki grein fyrir tilkostnað- inum, eru þeir jafnaðarlega ánægðir með sölu- verðið, einkum ef það er eins hátt eða hærra en áður hefir tíðkast um jafn væna gripi á sama aldri. Hins er minna gætt, að á seinni árum hafa flestar búsafurðir — þar á meðal heyin — stígið mikið i verði, og verða því bænd- ur að fá miklu meira fyrir griðunga sína en áður, ef þeir eiga að sleppa skaðlaust frá upp- eldiskostnaðinum. Venjulegt verð á kúm manna á millum er um 100 kr., nokkuð hærra í nágrenni hinna stærri kauptúna einkum Reykjavíkur, og hefir farið hækkandi á seinni árum. Meðalverð á kúm á aldrinum 3 til 8 ára var árið 1906 sam- kvæmt verðlagsskránum lægst í Vestur-Skafta- fellssýslu 82 kr. hæst í Gullbringu og Kjósar- sýslu 115 kr. Óefað er það verð, er hér hefir verið neínt of lágt miðað við uppeldiskostnaðinn, sé upp- eldið í nokkru lagi, en það er annað höf- uð skilyrðið íyrir framleiðslu góðra gripa. Mér vitanlega eru svo að segja engar á- byggilegar skýrslur til um uppeldiskostnað naut- gripa hér á landi. í svipinn minnist eg aðeins skýrslu spítalaráðsmanns Hermans Jónassonar um nautið „Herrauð11 á Hólum í Hjaltadal (Bún- aðarrit V. ár bls. 97—100). Skýrsla sama höí- undar um fóður handa nautinu „Bleik“ í sama riti VH. árg. er óíullnægjandi. Herrauður var borinn seinast í nóvember, og eyddi í fóður fyrsta veturinn (6 mánuði):

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.