Freyr - 01.01.1908, Page 10
6
FREYR.
á bólusetninguna, að minni stund væri fyrir
það lögð á góða meðferð og nákvæma birðingu
sauðfénaðarins.
Eg get naumast gert mér nokkra grein
fyrir, hvað valdið haíi þessu bráðapestarkasti í
fé mínu síðastliðinn vetur; þó þykist eg hafa
hugboð um það. í fyrra sumar var eyjan í
snöggvara lagi og var slegin að vanda út í
æsar; eg tek fé mitt úr afrétti í seinni leitum
og gengur það alt á eynni um tima áður en
eg rek lömb í eldi og byrja að skera; í fyrra
var féð með flesta móti, full 300 fjár, oggekk
með lengra móti alt á eynoi. í miðjum októ-
bermánuði gjörði stórhret, er byrjaði með bleytu-
slagi og' snerist síðan í frostgarð með fannkomu;
féð lá alt úti og í því hreti drápust tvær fyrstu
kindurnar. Eg gat því ímyndað mér, að þessi
veðrabrigði og óholl beit sökum þess hve féð
var margt (eyjan er aðeins um 130 dagsl.)
hafi valdið þessu pestarkasti, en auðvitað
er það ímyndun ein. Eg lét bóiusetja alt féð,
er pestin var byrjuð, en ekki dugði það, það
var að smádrepast mestallann veturinn og síð-
asta kindin dó i maímánuði í vor. Áðurhafði
eg ekki látið bólusetja.
í haust lét eg bólusetja um 130 fjár, 12
lömb, um 40 veturgamalt og hitt roskið. Alt
var það bólusett með hinum nýju skilkiþráðum
nema 17 kindum úr „bláa efninu“. Bólusetn-
ingin var byrjuð um hádegi og lokið um kl.
6 e. m. Hið bólusetta féð var hýst og þess
vitjað morguninn eftir um kl. 6. Voru þá 35
kindur meira og minna haltar og margar þeirra
töluvert bólgnar frá þræðinum í lærinu og nið-
ur fyrir konungsnef. Kindunum var öllum
haldið inni og gefið hey, en örfáar snertu
við þvi. Einum tveimur var slept út, er minst
voru haltar. Eftir því sem á daginn leið jókst
bólgan og öll bráðapestareinkenni komu í ljós
kl. 1—2 voru flestar kindurnar lagstar, og á
meðan skroppið var heim varð ein sjálfdauð á
ekki meira en 10—15 mínum. Eg reyndi að
kippa burtu þráðunum úr nokkrum kindum ogrista
i bólguna, en ekkert dugði það. Bólgan óx stöðugt,
færðist hún bæði niður á fótinn og upp eftir
lærinu og fram á kvið á fáeinum kindum. Eg
sá því ekki til neins að draga lengur að slátra
fénu, og var því slátrað á örskömmum tíma um
kveldið, og mátti ekki tæpara standa að ná því
með lífi; varð ein kind sjálldauð auk þeirrar
er áður er nefnd; voru það rýrustu og veiklu-
legustu kindurnar, báðar veturgamlar, bezt
báru sig sauðir og ær á þriðja og fjórða vetri.
Tveimur kindum slepti eg um kveldið, er frísk-
astar voru, var önnur þeirra sú, er út
hafði verið slept um morguninn, lifði hún af
en var mikið hölt lengi á eftir og ekki afhölt
fyr en að þrem vikum liðnum, hin dó eftirl1/,
sólarhring að henni var slept, varð sjálfdauð.
Kindin sem lifði var ær á 4 vetri. Af kindun-
um, sem drápust, vorti 15 veturgamlar og hinar
eldri. Á fénu sem lifði sá ekkert, heltist ekki
einusinni vitund og þótti mér það undarlegt,-
þar, sem gera má ráð fyrir, að þræðirnir séu
allir jafn sterkir.
Það var auðvitað mjög óvarlegt að bólu-
setja svona margt fé í einu með þessu óreynda
efni, og ætti þetta dæmi að vera öðrum til við-
vörunar framvegis, en þá afsökun hef eg þó og
bólusetjarinn, að hann hafði bólusett milli 60-
og 70 fjár rétt áður með þessum þráðum, og
engin kind veikst til muna, að vísu var það fé
flest ær og lömb. Á öðrum bæ, Eyri i Seyðis-
firði, drápust aftur á móti 13 eða 14 af 90, er
bólusettar voru þar daginn áður en hér var
bólusett. Annarstaðar hafa þessir þræðir ekki
verið notaðir hér við Djúpið, og slys heldur eng-
in orðið af bólusetningu það eg til veit. —
Eg skrifa ekki línur þessar til að fæla
menn írá bólusetningunni, þótt svona illa tækist
til hjá mér, heldur til þess að bændur og bólu-