Freyr - 01.01.1908, Síða 11
FREYR.
7
setjarar varist viti mirr í þessu efni og gæti
sem mestrar varúðar, er um nýtt bóluefni er
að ræða. Það er þegar fengin nokkur reynsla
fyrir því, að þessi bólusetning varnar bráða-
pestinni, en hún er enn ekki reynd til hlítar,
og það ætti öllum fjáreigendum að vera hið
mest áhugamál að þessar tilraunir gætu haft
þann árangur að útrýma þessu mikla böli sauð-
fjárræktarinnar hjá oss. Það væri stórkostleg
framfor fyrir landbúnað vorn, ef vísindurum
tækist a,ð stemma stigu fyrir bráðapestinni, en
eitt aðaiskilyrðið fyrir því er, að tilraunum
sé haldið áfram með þolgæði og athygli, eftir
þeim reglum, er settar eru af þeim, sem fyrir
máli þessu baitast og bezt vit hafa á því. En
hinu má heldur ekki gleyma, að góð meðferð
-og hirðing á fénu er annað vissasta ráðið til
að xitrýma bráðapestinni.
Yigur 27. nóvbr. j.907.
Sigurður Stefánsson.
«
Árið 1907.
Arið sem leið var að ýmsu leyti allerfitt,
að því er landbúnaðinn snerti.
Vetur frá nýári sunnanlands og vestan mjög
áfellasamur og tíðir umhleypingar. Oftast inni-
staða fyrir allar skepnur, því þó jörð væri
auð með köflum, urðu þess lítii not, sökum ill-
viðra. Norðanlands og austan var og gjaffelt,
en eigi eins hrakviðrasamt og syðra. — Með
einmánaðarkomu brá til hins betra með veður-
áttu far. Voru þá og margir orðnir heytæpir,
énda þá viða búin að vera innistaða
svo að segja fyrir allar skepnur fullar 20 vikur.
— Þessi góða tíð stóð allan apprilmánuð, en
þá skifti um og kólnaði í veðri; gjörði frost
að nóttunni og tók þá fyrir allan gróður um
hrið. Þessi kuldatíð hélst svo alt vorið og
fram á sumar. Aðeins einstaka daga hlýtt, t.
d. um. 20. júní og miðjan júli. — Gróðurleysi
mikið fram eftir öllu vori, og grasvöxtur yfir
höfuð lítill um land alt.
Heyskapur varð einnig alment rýr, og töðu-
brestur nálega alstaðar mikil. Norðanlands
víða varð taðan 1/i—’/3 minni en vant er að vera
í meðalári. Útheysskapur sömuleiðis með minna
móti, en nýting á heyi víðast hvar góð, nema
norðanlands; þar var hún misjafnari.
Á Vesturlandi var grasspretta enn lak-
ari en annarstaðar, einkum á Vestfjörðum.
Vorið og sumarið þar kalt og óvanalega þurt.
Kom aldrei skúr úr lofti yfir alt vorið og sum-
arið fram í ágúst. Af þvi leiddi, að tún og
harðvelli brann af ofmiklum þurki, og yfirleitt
var öll jörð illa sprottin. Töðubrestur varð
þar því mikill; munaði viða um helming, ertaðan
varð minni en í meðalári. Sama að segja uin
utantúns heyskap.
Þrátt fyrir grasleysið byrjaði þó sláttur
sumstaðar snemma t. d. i Eyjafjarðarsýslu, og
víðar. Elestir báru niður utantúns, og þeir sem
áttu fjall-slægjur, notuðu þær. Einna fyrstir
munu þeir hafa borið niður, Gisli Jónsson sýslu-
nefndarmaður á Hofi í Svarfaðardal og Guðm.
G. Bárðarson á Kjörseyri i Hrútafirði. Byrj-
uðu þeir að slá 8. júlí. Aðrir tóku til 10.—11.
júlí (11 vikur af) en flestir ekki fyr en 15.
— 20 júlí og sumir seinna. — En fyrir
því hefi eg minst á þetta hér, að eg tel það
eftirbreytnisvert að byrja snemma að slá, jafnvel
hvernig sem sprottið er.
Haustið var kalt og snjóaði snemma í októ-
be.r Rak þá svo að segja hvert hríðaráfallið
annað, og lenti fé víða í fónn, en sumir mistu
það í ár. En síðar gjörði beztu tíð, er hélzt
fram um áramót. Eóru allmargir úr Árnes- og
Rangárvallasýslum á jólaföstunni með vagna til
Reykjavíkur, og er slíkt óvanalegt um þann
tíma árs.