Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1908, Síða 13

Freyr - 01.01.1908, Síða 13
FREYR. 9 verið að reyna að verja sig veikinni, en geng- ið misjafnlega. Þegar á alt er litið, verður því eigi ann- að sagt, en að árið hafi verið erfitt ýmsra Hluta vegna, og þó lakara norðanlands og vestanlands en sunnan og austaniands. S. S Kosning búnaöarþingsfulltrúanna, Á seinasta búnaðarþingi var, eins og skýrt hefir verið frá Irey, gjörð sú breyting á lög- um Búnaðarfél. íslands að sýslunefndirnar kjósi þá 8 búnaðarþingsfulltrúa, er amtsráðin bafa áð- urkosið, þannig að sýslunefndirnarábverjuamts- ráðssvæði kjósi 2 fulltrúa og 2 menn til vara. Gjört er þó ráð fyrir að sýslunefndirnar feli ijórðungsbúnaðarfélögum á þeim kjörsvæðum þar sem þau eru eða koma á fót kosning full- trúanna, og þarf til þess samþykki búnaðar- þingsins. Búnaðarfélagið befir nú skrifað sýslunefndum út um iand, og skorað á þær að taka að sér kosningu búnaðarþingsfulltrúanna. í ár á að kjósa 5 búnaðarþingsfulltrúa og jafn marga til vara, en 3 ef núverandi búnað- arþingsfulltrúum og jafn margir varafulltrúar eiga sæti á búnaðarþinginu þar til 1910 — voru kosnir af amtsráðunum 1906 og ’07 til 4 ára. Þeir búnaðarþingsfulltrúar sem eiga setu á næsta regluiegu búnaðarþingi eru: Hjörtur Snorrason kennari á Skeljabrekku kosinn af amtsráði Suðuramtsins 1907, Pétur Jónsson kaup- félagsstjóri á Gautlöndum kosinn af amtsráði Norðuramtsins 1906, og Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti á Seyðisfirði kosinn af amtsráði Aust- nramtsins 1906. Varafulltrúi var enginn kosinn 1 Suðuramtinu 1907, en af Norður- og Austur- amtsráðunum voru kosnir 1906 Björn Sigfússon bóndi á Kornsá og Árni Jónsson prófastur á Skútustöðum. Búnaðarþingsfulltrúar, sem endað bafa kjörtíma sinn fyrir næsta reglulegt búnaðarþing eru: Ágúst Helgason óðalsbóndi í Birtingaholti kosinn af amtsráði Suðuramtsins, Júlíus Havsteen fyrv. amtmaður og Ásgeir Bjarnason bóndi Knararnesi kosnir af amtsráði Vesturamtsins, Stefán Stefánsson kennari á Akureyri kosiun at amtsráði Norðuramtsins og Einar JÞórðarson prestur á Bakka kosinn af amtsráði Austuramts- ins. Sýslunefndirnar á amtsráðssvæðum Suður- amtsins, Norðuramtsins og Austuramtsins eiga því að kjósa á sýslufundum í vor einn íulltrúa fyrir bvert amtsráðssvæði, og teljum var vafa- laust að Ágúst Helgason og Stetán Stefánsson verði endurkosnir. Aftur er vafasamt að beilsa séra Einars Þórðarsonar leyfi bonum setu á búnaðarþinginu eftirleiðis, þótt mikill skaði sé að missa bann, og væri þá rnjög æskilegt að einhver úr stjörn Búnaðarsambands Austur- lands yrði kosind í bans stað t. d. séra Magn- ús Bl. Jónsson í Vallanesi eða Björn Hallsson óðalsbóndi á Rangá. Þá teljum vér æskilegt að sýslunefudirnar á amsráðssvæðum Norður- amtsins og Austuramtsins feli Ræktunarfélagi Norðurlands og Búnaðarsambandi Austurlands að kjósa eftirleiðis þá fulltrúa á búnaðþingið er þeim ber. Það er umsvifa minna og tryggir fult svo vel, að sannir búnaöarfrömuðar verði fyrir kjöri, og á því ríður. Sýslunefndirnar á amtsráðssvæði Vestur- amtsins eiga að kjósa tvö búnaðarþingsfulltrúa eins og áður er sagt. Þar stendur svo sérstak- lega á, að svæðið er svo að segja sundurskift í tvo jafna parta, og er mjög æskilegt að full- trúarnir séu búsettir bver i sínum bluta, þar eð landslag og búskaparbættir eru all misjafn- ir á Vestfjörðum og sunnan Breiðafjarðar. Ás-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.