Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1908, Qupperneq 18

Freyr - 01.01.1908, Qupperneq 18
14 FREYR. auk þessara stólpa, þarf aðra miklu gildari til þess að hafa í allar beygingar á girðingunni, og í hornstólpa og við hlið. Ef girðingin hefir langa beina hlið, þá þurfa einnig gilda stólpa á hverjum 25—30 föðmum. -— Þessir gildu máttarstólpar þurfa að vera 7—8 fet á lengd og 6x6 þuml. að gildleika. í>arf vel að búa um þá eigi síður en hina, bæði að grafa þá hæfilega langt niður og skorða vel upp með þeim, og nota til þess grjót. — í stuðla milli máttarstólpa er bezt að nota járnstólpa, annað- hvort vinkilbeygða eða öðruvísi gjörða. Mjóu sívölu teinana er óráðlegt að nota nema í bráða- birgðargirðingar, eða girðingar sem færðar eru til (þ. e. skifta nátthögum eða beitilandi), eða sem teknar eru upp að haustinu. Einnig má nota þá með, þar sem vir er látinn ofan á garða og eigi eru hafðir nema 1- 3 strengir. Eg hefi minst á þessi atriði hér, með því að vírgirðingum er enn víða ábótavant. En að öðru leyti skal hér bent á góða grein um girð- ingar í Arsskýrslu Ræktunarfélags Norðurlands 1906, eftir Jösep J. Björnsson kennara á Hólum i Hjaltadal. Að endingu skal eg geta þess, að Lands- búnaðarfélagið hefir síðustu árin heitið styrk og styrkt nokkur samgirðingar-íjnrtæki með 5—6 aurum á faðminn eða með l/í0 “Via kostnaðinum. Eyrsta girðingin, er félgað styrkti var sam- girðing um tún og engjar jarðanna Stóra-Nups og Ása í Clmipverjahreppi í Árnessýslu. Girð- ingin var gjörð 1903—1904, og voru ábúend- urnir á þessum jörðum þeir Ólafur Briem prestur á Stóra-Núpi og Gísli Einarsson, er þá bjó á Ásum, einir af þeim allra fyrstu hér syðra, er girtu með gaddavír í stórum stíl. Girðing þessi er 3077 faðmar. —- Síðan hefir félagið styrkt samgirðingu íReykjadalnumí Suður-Þing- eyjarsýslu. Girðing sú er fyrir tún og engjar allmargra jarða þar í dalnam og er 4624 faðm- ar á lengd. Girðingin er ekki að öllu leyti vírgirðing, heldur er sumstaðar torfgarður hlað- inn undir, og 2—3 strengir ofan á honum. — Einnig hefir það styrkt samgirðingu fyrir lönd svo nefndra Hagabæja í Húnavatnssýslu. í>essi langa girðing er lögð úr Vatsdalsflóði og vestur að Hópinu, oger hún 3005faðm. álengd, og kostaði 1735 kr. eða 571/,, eyri hver faðmur. — Ennfremur hefur verið heitinn styrkur til sam- girðingar nálægt Mælifelli í Skagafirði, gegn ágangi afréttarfjár, um 2000 faðma; til girðing- ar milli búfjárhaga og afréttarlands í Fellum á Fljótsdalshéraði, um 2800 faðma, og til girð- ingar fyrir afréttarfé milli Hvítár og Tungu- fljóts í Eystri-Tungunni í Árnessýslu, um 2000 faðma. — Loks hefir kom® til tals að styrkja stórfeldar samgirðingar, ef þess verður leitað, í Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu og í Fljóts- hlíð í Rangárvallasýslu. Sigiirður Sigurðsson. Afhending búnaðarskólanna á Hvanneyri og Hólum til Landssjóðs. Afhending Hvanneyrarskólans fór fram dag- ana 31. maí til 2. júní í vor. Afhendingargjörð- ina framkvæmdu fyrir hönd amstráðsins, aufr skólastjóra, þeir Þórður hreppstjóri Guðmunds- son á Hálsi og Jóhann Horsteinsson prófastur í Stafholti. Jón Hermannsson skrifstofustjóri var viðtakandi fyrir landssjóðs hönd. Skólastofnunin með öllu tilheyrandi, föstu og lausu, var metin í hendur landstjórnarinnar með því verði, er hér greinir: Hvanneyri með Kvígsstöðum .... 26,000 kr. Hús....................... 40,381 — Kirkjan.................... 5,000 — Flyt: 71,381 —

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.