Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1912, Qupperneq 3

Freyr - 01.09.1912, Qupperneq 3
JBúnaðarmálið o. fl. Ut af ritgerð Jónasar Illugasonar í Búnaðarritinu XXVI. 2. „Svo lengi lærir sem lifir“ segir máltækið, ■enda eru það sannindi sera enginn getur neitað. Við fáum daglega nýtt að sjá og heyra, blöðin koraa raeð hverri póstferð lengst upp í landið og sömuleiðis Búnaðarritið við og við og þar er óhætt að segja að kemur meiri fróðleik- ur en margur heldur, sera ekki kynnir sér það rit. Eg skal nú ekki taka mjög hart á bænd- um, þó þeir hafi ekki gerst alment kaupendur að Búnaðarritinu — þeir hafa í svo mörg horn að líta, og eg væri óvlst enn kaupandi þess, hefði Sigurður ráðunautur ekki verið á ferð hjá mér fyrir nokkrnm árum og hvatt mig til þess, en það segi eg afdráttarlaust að það eru þau beztu kaup sem eg hefi gert. í þvi eru stórmerkilegar ritgerðir t. d. um fóðrun bú- penings eftir líermann Jónasson árið 1887, um tamning hesta eftir Gunnar Ólafsson 11. árg., um horfelli á skepnum eftir Torfa í Ó- lafsdal, vatnsleiðsla í bæi eftir Jón Þorláksson, með myndum, í 22. árg., og svona mætti telja fjölda margt í eldri árgöngum, og í síðasta ár- gangi uppdrættir af hagkvæmu húsafyrirkomu- lagi, sem vel gæti orðið til þess að sumirfyndu út enn ódýrara fyrirkomulag og þó eins end- ingargott og þægilegt. Það má margt finna, ef vel er að gætt, og það má fráleitt dragast lengur að hver bóndi eigi og lesi Búnaðarritið, því bændum er það sérlega gagnlegt að blaða í eldri árgöngum, jafnframt og þeir lesaþánýju, aem er sérlega áríðandi og oft má grípa í um borðunartíma og á kveldin þegar hætt er að vinna, sérstaklega ef við færum að hafa fast- ákveðinn vinnutíma, sem eg hygg að væri rétt- ast og bezt. Vinna um sláttinn 11 klt. og þar fyrir utan aðeins 10 klt. á dag, en vinna þá al-dosklaust og um sláttinn að þurheyjum eftir þvi sem með þarf, en sleppa þá úr óveðursdög- um og næstu dögum eftir stórhirðingar, svo samtals um sláttinn verði vinnan alls ekki meiri en 11 klt. á dag án þess að sérstaklega só borgað. Þetta er nú að vísu nokkurskonar innskot, eg ætlaði að benda á fleira í Búnaðar- ritinu. í 26. árg. 2. hefti er ritgerð eftir Jón- as Illugason í Brattahlíð. I. Rækta húsdýrin tóðrið sitt? Það er mikið gleðiefni, að sjá, að það er hugsanlegt að það takist ef vel er að staðið, og vona eg að allir sveitabændur eða þeir sem hafa túnstæði geri alt til að fá fullar sannanir um það, og gefi svo Búnaðarritinu ár- lega stutt yfirlit yfir hvað þeim hefir reynst. Það er altaf viðkvæðið, að alt sé ómögulegt fyrir áburðarskort, en eg held að það sé þó litlu síður ómögulegt að nokkur áburður dugi til þess, að ná viðunnanlegu grasi upp úr mörg- um holtum og börðum sem við eyðum áburði á árlega án þess að losa þau til áður. Mér sárnar altaf meira seinna árið en það fyrra, hvern stórskaða eg hefi gert mér með þessu, og sama munu margir mega játa. JÞað er að vísu ein tegund áburðar sem dugar á þessa umræddu jörð, og það er sterkur foraráburður, en hvað

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.