Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1912, Qupperneq 5

Freyr - 01.09.1912, Qupperneq 5
FREYK. 115 Þegar mentunarstig vort íslendinga er bor- ið saman við annara þjóða, er oss borin vel sagan. Eg veit að bókþekking vor er nokkur, flestir lesa og skrifa, en tilfinnanlega skortir oss mentun' vilja og tilfinningu, og fegurðar- mentun vor er lítil. Óþrifnaður vor er, að miklu leyti arfur frá feðrunum. Dettur mér þá í hug viðskiftahlið- in. Sú var tíðin, að útlenda varan, er hingað fluttist, var skemd og svikin. Kynslóðin ólst svo upp við það að gjalda liku líkt. Lofsvert er hvað þetta hefir þó breyzt á síðari tímum. Alment er kjötið miklu hreinna -en áður og eflaust mikið til bóía, að mikið af kjöti héðan af landi, er nú rannsakað af þar til hæfum mönnum. Ullin er einnig betri en áður, en skýrslur frá hr. Sigurgeir Einarssyni til stjórnarráðsins um ullarþvott o. fl. sýna þó allstóran hundraðshluta óhreinku í íslenzku ull- inni og ættu að vekja þá hugsun, að betur má ævo vel sé. Yon mín er sú, að glöggar verzlunar og hagfræðisskýrslur kenni þjóðinni að vanda bet- ur en er útfluttu vörurnar. Vöruvöndun skapar álit út. á við; aukið álit er sama og auknar tekjur fyrir landið. Víða kennir óþrifnaðar á vörunni, er vér ætlum ofan í oss sjálfa og margt verðurlakari vara sakir vanhirðu. Á blóðvelli hjá oss á haustin, er mikill brestur á að slátrin, er vér flytjum heim, geti fengist nokkurnveginn hrein. Víða er þetta að kenna illum útbúnaði, en ekki hvað minst kæruleysi vinnenda, en sem aftur orsakast af slælegu eftirliti. Hér þýðir ekki að nefna einstök dæmi, en |>að væri þó hægt. I?ó skal getið, að síðast- liðið haust var í ónefndu kauptúni hjá verzlun oinni, öllum innýflum skurðarfjárins fleygt í smá- gerðan sand, er læsti sig inn í þau. Auk þess- nrar óhreinku var talsverður mör eftirskilinn á vömbunum. Tuttugu og .fimm vambir (innýfli) voru fluttar heim. Til nánari eftirgrenslunar var eftirskildi mörinn reittur af, og vó hann 3 pd. JÞessu varð auðvitað að fleygja. Síðastlið- ið haust seldist mörpundið á kr. 0,25. Hér var því um 75 aura tap að ræða. Úr 100 fjár yrði tapið kr. 3,00 og 100 þús. fjár kr. 3 þús. á ári. Mér er ekki kunnugt hversu mörgu fé er slátrað hér í kaupstöðum og kauptúnum á hverju hausti, en eg set hér dæmið af 100 þús. fjár, neðar þarf ekki að fara fyrir hvert árið. Nokk- uð gætu 3 þús. kr. gagnað fátækri þjóð. Eg tek þetta dæmi til þess að sýna, hversu sam- andregnir smámunir geta numið stórri fjárhæð. Eleira veldur þessu fjártapi en vanhirða ein. Oss vantar verksmiðjur til þess, að gera verðmæti úr öllu sem til felst. Oft hefi eg t. d. séð veidda smásíld til beitu og sjónumjskil- að aftur stórum hrúgum af henni, er hefir ver- ið fram yfir þörf manna þá í svip, en svo kaup- um við niðursoðna síld af útlendingum og hana dýru verði. Mundi það ekki geta svarað kostnaði að setja á stofn niðursuðuverksmiðjur fyrir smá- síld hér á landi. Síldin er ein sú bezta fæða er fæst úr sjó og mikið veiðist af henni. Því fremur getur þetta komið til álita.* Annað kemur mér í hug: Sjálfsagt á það langt í land að vér mölum beinin til áburðar líkt og útlendingar gera. Nú er þeim fieygt af hendi hjá oss, og eru þau að þvælast fyrir mönnum til óþrifa og óþæginda. Hvað sem þessu liður, er hitt víst, að bæði mat og annað má betur hagnýta þó ekki séu verksmiðjur. Góðri hirðingu er sparnaður sam- fara; margur getur eflaust með réttu sagt, að það sem bezt hefir lyft honum þangað sem hann * Eg hefi heyrt, að á Siglufirði sé komin á fót síldarbræðsla, þ. e. unnið úr henni lýsið, en hvergi veit eg hér af niðursuðu eða kryddsíldar- gerð.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.