Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1912, Page 6

Freyr - 01.09.1912, Page 6
116 FREYR. komst hæst eínalega, séu einmitt smámuDÍrnir og nýting þeirra. Eg vona að lesarinn misvirði ekki við mig, þó eg hérna á pappírnum ráðstafi þeim 3 þús. kr. er eg sýndi með dæminu hér að íraman, að töpuðust. Betra væri að eiga það fé í sjóði, er orðið gæti vísir til skólastofnunar, þar sem kend yrði hreinleg umgengni, og alt er lýtur að bættri nýting á eigin efnum. Yér þurfum að fylgjast víðar með, en í bókfræðum einum, svo vér getum talist ment- uð þjóð, því sú þjóð finst mór gagnmentuðust, er glatar minstu af þeim nothœfu efnum og kröfl- um, er lífið hefir að bjóða. Að þessu ber oss að stefna og það því fremur sem vér erum fátækari. Mér finst sá maður „vargur í véum“ íslenzkrar hamingju, er gerist sekur í því, að þjóðþrifamál vor og þjóðargróður eyðist í stórpólitískum skriðuhlaup- um. Eg segi þetta af því, að margur er sá nú í landi voru, er ekki gæti með góðri sam- visku þvegið kendur sínar hreinar hvað þetta áhrærir. Vissulega er þetta efni urntals og áhyggju. En „ennþá spáir vori von“; vori í íslenzkan verkkvæmdarhug og trú á það að lífið só ann- að og meira en tilgangslaust strit og landið vort annað en frjólaus og stórgrýttur táradalur. 25. júní 1912. Kr. Sigurðsson. Ullarsalan í Argentínu, Ullarkaupmaður, sem ferðaðist 1911 til Suð- ur Ameríku skýrir svo frá: í borginni Mercado CeDtral de Erutic er hin þýðingarmesta miðstöð fyrir ullarkaupend- ur. Byggingin er úr tigulsteini og tekur yfr afar stórt svæði. Hún liggur við skipakvína og er því mjög bagfeld fyrir samgöngur frá sjó- og landi. Hús þetta er þrílyft. Annað og þriðja loft— ið er notað eingöngu fyrir ull, og þar eru öll skinn og ull seld, sem fer til erlendra kaup- enda eða umboðsmanna. Hægt er að afgreiða 40,000,000 pund af ull í einu, og má af því nokkuð ráða hve stórt húsið muni vera. Hérumbil 25,000,000 pund af ulleruvana- lega fyrirliggjandi um ullarsölutimann, og ná- lægt 2,000,000 pund af ull eru meðtekin dag- lega og hin sama upphæð aíhent og seld. Næstum 400,000,000 puud af ull eru með- tekin og seld á ullarsölutímanum árlega, sem byrjar í október og stendur yfir í 5 mánuði. Þangað koma ullarkaupmenn frá Erakk- landi, Belgíu, Býzkalandi, Englandi og Banda- ríkjunum til þess að kaupa ull. Yörusendendur leigja gólfpláss f söluhús- inu, og eftir að ullin er afhent þar af ullareig- endum, er hún athuguð og lauslega flokkuð fyrir þá, er vilja gera boð í hana. Fulltrúar fyrir ullarsölunni standa á verði allan daginn, bæði til að taka á móti tilboðumr og til þess að fylgjast með verðinu. Kaupin afgera þeir ekki fyr en síðasta lysthafanda hef- ir gefist tækifæri til þess að skoða ullina o'g: gera tilboð. Verðið er reiknað í dollurum og miðað við 20 punda þunga. Allur ágreiningur milli kaup- anda og seljanda um gæði ullarinnar, er út- kljáður með gerðardómi af tveimur eða þrem- ur óvilhöllum mönnum er hlutaðegendur skipa sjálfir. En skyldi gerðardómurinn ekki koma sér saman, þá eru dómarar sem hægt er að færæ málið fram fyrir, en það er sjaldgæft, að slík mál fari leDgra en til gerðardómsins. Auk ullar frá Buenos Ayres og Entre Rios, sem flutt er hiugað, er lika ull frá Patagonia

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.