Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1912, Qupperneq 7

Freyr - 01.09.1912, Qupperneq 7
FREYR. 117 og nokkuð írá Punta Arena. Hin bezta ull aí kynbótafé kemur frá suðurkluta Buenos Ayres og frá norðurhluta Bahia Blanca. £>rir fjórðu hlutar af Argentínu ullinni, er frá Buenos Ayres og fer mestur hluti hennar í gegnum Mercado ullarmiðstöðiua, enda þótt Bahia Blanca sé mik- ill ullarsölustaður, en yanalega eru þar seldar lakari ullartegundir. Þar er líba seld ull frá Patagóníu, líkist hún mjög ull frá Colorado, New Mexico, Utha og Wyoming að gæðum og útliti. Mikið af ullinni frá Suður-Ameríku er nokk- uð gróf, og taka ullarkaupendur frá Bandarikj- unum tillit til þess er þeir kaupa hana. Þeir leggja áherzlu, á að nllin sé sem hvítust og laus við morlit, Sú ull, sem á að fara til Banda- ríkjanna, er fyrst flokkuð eftir gæðum, þannig að hið grófgerðasta og mjög óhrein ull er að- skilin frá betri tegundum. Úrgangsullin erlát- in sór. Oft kemur það fyrir, að maður sér ull- arsalana hagræða svo úrgangsullinni, að hið bezta snýr út, en hið óútgengilegasta inn. Þann- ig geta sumir af seljendunum losnað við úr- gangsullina með allgóðu verði, og grætt á at- hugaleysi kaupandans, Buenos Ayres framleiðir aðallega ull af lakari tegund, en ull af kynbótafé kemur mest frá Entre Rios og Corrientes. Sauðfé í Entre Bios er aðallega grófullað og ullin er notuð i gólfábreiður eða annað samslags efni. Þetta sést af úrgangsullinni, er því nauðsynlegt að vera aðgætinn með flokkunina á sölustaðnum. Stjórnin i Argentínu leggur ofurlítinn toll á útflutta ull, 30 cent á 1000 kílo. Elutnings- kostnaður til Bandaríkjanna er hérumbil 2 doll- arar undir hver 40 teningsfet. Eins og geta má nærri verður maður að gæta sín vel innan um hina afarstóru ullarbingi á markaðinum, þeir eru svo stórir, að maður getur hæglega vilst. Salan byrjar klukkan 8 að morgni og stend- ur yfir til klukkan |11 árdegis, þá er hringt- klukku og táknar það að salan er á enda þann daginn. Síðari hluti dagsins er notaður til þess að’ taka á móti ulJ, sem inn er lögð, ogtilþessað afgreiða það sem seltj' hefir verið fyrri hluta dagsins. Yagnar ganga inn í húsið á neðsta Iofti, og strax eftir að búið er að losa þá, er ullar- sekkjunum lyft með lyftivélum upp á efrihæð- ir hússins. Allan kostnað við ílokkun, umbúnað,keyrslu, toll, afgreiðslu og umboðslaun o. s. frv., verð- ur kaupandinn að bera, og umboðsmennirnir gleyma sannarlega ekki að reikna sér borgun fyrir sérhverja auka fyrirhöfn, auk hinna reglu- legu umboðslauna. Og 'ekki er laust við, að látið só lítið eitt af latari ull saman við betri tegund. Preistingin til þess verður mjög sterk, þegar peningar eru sendir með pöntuninni, Hinn mikli biti, sem var í Argentíu síðast- liðið haust, gerði það að verkuin, að fjöldi a£ sauðfé dó, í sumum hlutum landsins alt að fjórða hluta. Enginn hluti landsins fór var- hluta af ullartapinu. Skaðinn var áætlaður 20°/0 eða 80,000 ullarsekkir, það er sama sem 80,000,000 punda. Þessvegna var uli í þetta sinn lakari en áður, svo þeir, sem unnið hafa úr henni, segja, að hún hafi aldrei verið jafu léleg síðustu 20 ár. Þegar komu fram sendingar, sem virtust góðar, voru tuttugu fyrir einn, sem keptust um að fá hana, svo verðið jafuaði sig upp, þótt: ullin væri verri, því að hún seldist eigi að síður. Verðinu var í þetta sinn aðallega haldið uppi af Amerikumönnum og Þjóðverjum; svo virtist sem Þjóðverjar þyrftu endilega að fá ull, en Erakkar voru varkárir, og Englend- ingar íhaldssamir. Þegar markaðurinn var opnaður, var eftir- spurnin eftir góðri ull mikil, hinar lakari teg-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.