Einherji


Einherji - 30.03.1944, Blaðsíða 2

Einherji - 30.03.1944, Blaðsíða 2
2 EINHERJI á fulltrúum í stjórn og aðrar trúnaðarstöður félagsins. Öðrum megin voru kommúnistar, sem hugðu til landvinninga og töldu sig svo flokkslega sterka að þeir gætu fært út yfirráða svæði sitt eða að minnsta kosti minnkað áhrif Al- þýðuftokksmana innan félagsins og buðu jafnvel Fram'sóknarmönn- um samstarf. Framsoknarmenn innan K. F. S. hófu þá tilraunir um að reyna að koma á varallegum sáttmála og samstarfi milli þeirra þriggja flokka innan K. F. S. sem megin þorri félagsmanna fylgir í landsmálum. Alþýðuflokkurinn var strax reiðubúinn til slíks samstarfs með Framsóknarmönnum, erí kommúnistar tregir en létu þó til- leiðast á síðustu stundu. Þessir þrír aðilar gerðu svo með sér „friðar“-samning og eins og segir í samningnum, að hann „byggist á hyggju fyrir velferð Kaupfélags Siglfirðinga og friði um starfsemi þess, sem samningsaðilar álíta bezt tryggða með samstarfi þess- ara þriggja flokka, sem mynda kjarna K. F. S. — þannig, að þeir allir eigi sína fulltrúa í stjórn fé- lagsins.“ Samkvæmt samningnum var úti- lokað, að nokkur flokkur gæti hagnast á pólitískum áróðri innan félagsins eða komizt þar í meiri- hluta í stjórn. Það má að vísu segja, að það sé ill nauðsyn, að einstaklingar þriggja pólitískra landsmálaflokka þurfi að gera með sér pólitískan friðarsáttmála inn- an eins Kaupfélags, en tilgangur- inn helgaði meðalið í þessu tilfelli. Samningurinn útilokaði að nokkur flokkur gæti haft ávinning af því að hefja pólitískar deilur innan fé- lagsins. Með samningunum var pólitískum forystumönnum gert ó- kleift að ná undir sinn flokk auk- inni valda-afstöðu innan félagsins. Þegar þannig ávinningsmöguleik- inn var útilokaður er líklegt, að áhugi hinna pólitísku foringja til að hafa áhrif á stjórn og starf- semi félagsins, mundi dvína, og hinir pólitísku hermenn í stjórn K. F. S. myndu smá hverfa þaðan og þangað veljast eingöngu menn, er hugsuðu um kaupfélagið og störfuðu fyrir málefni þess. Og enginn þarf að efa, að slík þróun hefði orðið félaginu til góðs. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Samningurinn hafði ekki stað- ið nema 9 mánuði þegar kommún- istar tilkynntu Framsóknar- og Alþýðuflokksmönnum, að þeir vildu ekkert hafa lengur að gera með þennan friðarsamning og sögðu honum upp án þess að til- greina nokkra ástæðu að óska eftir nokkrum viðræðum út af uppsögninni. Framsóknarmennirn- ir og Alþýðuflokksmennirnir, sem meintu samninginn ærlega, frá sinni hálfu, komu sér þá saman um að skrifa kommúnistum og spyrjast fyrir um ástæður fyrir uppsögninni, en þeir létu ekki svo lítið að svara. Kommúnistar hafa nú með þögn- inni viðurkennt, að þeir hafi enga frambærilega ástæðu haft til að segja upp samningnum. Það er og vitað, að í fyrra þegar samningur- inn var gerður var „deilu“-höfð- inginn Þóroddur Guðmundsson ekki í bænum, en allar likur benda til, að það hefði aldrei názt sam- komulag, hefði hann verið heima. Nú telur Þóroddur og aðrir for- ingjar komma, að þeir séu svo flokkslega sterkir, að þeir geti náð meirihlutaaðstöðu innan stjórnar K. F. S. og þá skal ekki hikað við að segja upp gerðum samningum. Grein sú, er ég reit í síðasta Einherja um skipsflakið „John Randolph", og sinjun ráðherra um það leyfa kaupin, hefur farið illa, í taugarnar á tveimur bæjarfull- trúum, þeim Erlendi Þorsteinssyni og Þóroddi Guðmundssyni. Báðir skrifa þeir langar greinar í blöð sín til að reyna að sýna fram á, hversu gott verk og sjálfsagt meirihluti bæjarstjórnar hafi unn- ið með því að samþykkja að kaupa flakið. Þessi ákafi róður þeirra: fyrverandi uppbótarþingmanns og núverandi uppbótarþingmanns, fyr ir að verja kaupin, er næsta furðu- legur, ekki sízt þegar þeir leggj- ast svo lágt hlið við hlið að bera ósannindi, óhróður og illkvitnis- legar getsakir á menn, af því að þeir hafa aðra skoðun á flaks- kaupunum og hafa rökstutt hana. Ósannar aðdróttanir að atvinnu- málaráðherra. f grein sinni í 11 tbl. Mjölnis segir Þóroddur: „Sjálfsagt skilja allir, að þessi óvenjulega fram- koma ráðherrans (að synja um samþ. á kaupunum) er ávöxtur af undirróðri héðan heiman að, enda, orkar það mjög tvímælis, að bæjarstjórn sé skylt að leita sam- þykkis ráðherra fyrir þessum kaupum.“ Þóroddur Guðmundsson er þarna að gefa í skyn, að ráðherra hafi neitað að samþykkja kaupin, af því að einhverjir, sem á móti kaupunum voru hér heima, hafi beðið hann að gera það. Hver skyldi trúa því, að þingmaður, jafnvel þótt hann sé kommúnisti, leyfði sér að hafa slíkan mál- flutning? Það sanna í málinu er, að bæjarstjóri, sem þá var staddur fyrir sunnan, óskar eftir samþ. ráðherrans, og ráðherrann tilkynn- K. F. S. skal vægðarlaust fórnað á flokkshagsmunaaltari kommún- ista. Það skal engu um það spáð, hvort kommúnistum tekst það eða ekki, en vonandi er að ógæfa K. F. S. verði ekki svo mikil. Framsóknarmenn og Alþýðu- flokksmenn og fl. innan K. F. S. hafa ákveðið að standa áfram saman um þá afstöðu að láta engum pólitískum flokki heppnast að komast í hreina meiri- hlutaaðstöðu í stjórn K. F. S. og þeir treysta á stuðning allra fé- lagsmanna, utan kommúnista, til að hindra það, að Þóroddur Guð- mundsson og hans sálufélagar komizt í meirihluta í stjórn K.F.S. ir bæjarstjóra, að hann muni leita álits vitamálastjóra og fleiri um málið. Nú vita allir, og Þóroddur jafnvel líka, að bærinn gat ekki keypt flakið og notað það sem hafnarmannvirki í höfnina, nema fá til þess leyfi vitamálaskrifstof- unnar, og það var því bein skylda ráðherra að leita umsagnar vita- málastjóra. Þegar svo umsögn vitamálastjóra kemur, leggur hann og hinn aðilinn líka, eindregið á móti því, að kaupin fari fram, en þá á ráðherrann, eftir túlkun Þór- odds, að samþykkja kaupin. Finnst nú ekki mönnum vitlegt og velvilj- að, svo ekki sé meira sagt, af þingmanninum að halda slíku fram? Mat Þórodds á álitsgerðum. Þegar Þóroddur er búinn í grein sinni að fara með áður nefndar dylgjur um ráðherrann, segir hann „Það er að vísu svo, að í slíkum málum eins og þessum er erfitt að dæma fyrir menn, sem ekki eru verkfróðir og verður þá auðvitað að leita til sérfróðra manna, þetta var gert“ Já þetta gerði ráðherra og úrskurður hinna verkfróðu var sá, að þeir töldu ekkert vit í, að flakið yrði keypt, og ráðherra gat því ekki annað en sinjað um kaupin nema að gera rangt sem ráðherra. Tvær álits- gerðir frá vitamálastjóra og for- stjóra landsmiðjunnar, telur Þór- .oddur að engu hafandi, af því, sem sem það hentar ekki hans mál- stað, en álit Snorra og Sveins aftur óskeikult. Þetta myndi nú nálgast það að hagræða staðreynd- um og sannleika eftir því sem bezt hentar. Erlendur hræddur við sannleikann. I grein sinni í Neista „Hey í harðindum“ er Erlendur Þorsteins- son mjög hneikslaður yfir því, að ég skuli hafa minnzt á flakskaupin, og segir, að ég hafi þó haft vit á því, að birta ekki nema hrafl úr skýrslunni. Það sem ég gerði í minni grein var að skýra frá gangi málsins frá því ég reit síð- ast um það í Einherja. Mestur hluti greinar minnar var útdrátt- ur úr skýrslum um málið og orð- rétt seinni álitsgerð vitamála- stjóra. Eg minntist ekki á Erlend Þorsteinsson eða neinn annan, er voru við kaupin riðnir, heldur að- eins gang málsins. En það er eins og fyrri daginn, að Erlendur hef- ur vondan málstað að verja og þarf því að ræða um mennina, en ekki málin. En hversvegna birtir ekki Erlendur í Neista allar álits- gerðirnar orðréttar? Er ástæðan kannske sú, eins og hjá mér, að rúmið leyfi það ekki, að því við- bættu, að þá ætti hann erfiðara með að tala um fánýti þeirra. Svo æstur er Erlendur í varnarróðri sínum, að hann lemur vitamála- stjóra og gefur honum heldur leið- an vitnisburð sem opinberum starfsmanni. Hann segir, að vita- málastjóri hafi í álitsgjörð sinni „ýmsar órökstuddar fullyrðingar.“ En hversvegna leggur Erlendur þetta ofurkapp á að reyna að telja mönnum trú um, að skýrslur þeirra Ásgeirs og Emils séu svona lítils virði ? Það skyldi þó ekki vera, að honum findist vitamála- stjóri í sinni glöggu skýrslu höggva allnærri þeim mönnum, sem samþykktu. kaupin. Hversvegna keypti Rauðka ekkí flakið, ef það er nú hagkvæmt fyrir lýsisgeymi, eins og Erlendur og fleiri vilja vera láta? I grein sinni lætur Erlendur í það skína, að hann hafi aldrei viljað kaupa flakið til að nota það sem bryggju, það hafi verið Sveinn Þorsteinsson, heldur aðeins sem tanka fyrir Rauðku, og heldur því fram, að það hafi verið hag- kvæm kaup að kaupa það fyrir 180 þús. kr. til þeirra hluta. Nú er það vitað, að s.l. sumar vissi Rauðkustjórn um sölu á flakinu, nokkrum dögum áður en sala fór fram. Þá er ekki hafizt handa um kaupin. Flakið er þá selt á rúmar 30 þús. kr. og má gera ráð fyrir því, að það hefði aldrei kostað hingað komið meira en 100 þús. kr. en nú telur Erlendur fyrver- andi formaður Rauðkustjórnar, það hagkvæmt fyrir bæinn að kaupa það fyrir 180 þús. kr. Ef þetta er rétt hjá Erlendi, hefur Rauðkustjórn skaðað bæinn um ca. 80 þús. kr. eða meira. Og Ef Erlendur er jafn viss um ágæti flaksins, eins og hann vill vera láta, hversvegna beitir hann sér þá ekki fyrir því, að Rauðka kaupi flakið, þegar hann veit, að hafnar- Tveir -,,Rando 1 phs“- ræðarar.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.