Einherji


Einherji - 29.06.1944, Side 2

Einherji - 29.06.1944, Side 2
2 EINHERJI Ávarp Guðm. Hannessonar, bæjarfógeta, í Siglufjarðar- kirkju 17. júní 1944. ---oOo- I. Islendingar, Siglfirðingar góðir, konur og menn eldri og yngri! Á lieilagri frelsisstund þjóðar vorrar, sem nú er runnin upp og vér svo gæfusöm að lifa, og frá stað, sem helgar minningar eru bundnar við, vil eg sem embættis- maður hér og í nafni þjóðhátíðar- nefndar Siglufjarðar ávarpa yður og óska þjóðinni og þá ekki sízt Siglfirðingum til heilla með þessa heilögu óskastund allra íslend- inga. Nú hafa ræzt hinar heitustu 0? helgustu vonir, þrár og óskir allra sannra íslendinga allt frár því er þjóðin, illu heilli, gekk erlendu valdi á hönd. Vér Islendingar erum nú orðnir alfrjáls þjóð í alfrjálsu landi, í voru eigin landi, í voru kæra fóst- urlandi. Hvílík gleði og fögnuður hlýtur ekki að grípa og gagntaka hverja íslenzka sál við svo lieilög og hátíðleg tímamót og útrýma öllu lágu úr huga vorum, en örfa fram hið bezta og göfugasta, sem með oss býr. II. Þeir sem kynnzt hafa sögu þjóð arinnar að fornu og nýju og horft á þau hjaðningavíg — eldri og yngri — sem því miður oft hafa einkennt íslenzkt þjóðlíf og barátt- una í þjóðmálunum, hljóta að viðurkenna að æðri forsjón hafi stýrt þjóðarskútunni, — þrátt fyr- ir allt, — í rétta höfn, fram hjá brimi og boðum sundurlyndis og úlfúðar, það er trúa mín. Fyrir þessa handleiðslu ber að þakka góðum guði. Eigi ber þó þar fyrir að draga úr, að ýmsir mætir og merkir synir ættjarðarinnar hafa unnið að því að marka stefnuna sem réttasta. Ber og að þakka þeim öllum, já þakka af heilum hug og ipeð fyllstu lotningu. Lofs- vert er og, að allir flokkar, öll þjóðin að kalla, hefur við þjóðar- atkvæðagreiðsluna sameinazt op þekkt sinn vitjunartíma, og er þess að vænta, að slíkt boði heilla- ríkt samstarf þjóðarinnar, ný og gæfusöm þjóðarátök til framfara í framtíðinni. III. Já, nú er frelsið fengið og þá rlður þér, íslenzka þjóð, á að nota þitt frelsi sem bezt þannig að hver fslendingur, karl eða kona, — fái sem bezt notið sín. Fái notið sín sem bezt, í starfi og striti daglegs lífs, í dáðríkum framkvæmdum í þjóðfélaginu, hvar og af hverjum sem hann er fæddur. Vér verðum að útrýma skortinum með þjóð vorri og hjálpast að, ríkur og óríkur, til þess að reyna að vinna bug á þjóð félagsmeinum framtíðarinnar. Taka verður fyrir allan yfirgang í þjóðlífinu og koma því inn hjá þjóðinni að öllum einstaklingum hennar ríði á að láta starf sitt gagnvart samborgurum og með- bræðrum sínum stjórnast af bróð- urhug, velvild og fúsleik til sam- vinnu, þótt þjóðmálaskoðanir séu ólíkar. Þetta þurfa að verða trúarbrögð livers einasta fslendings, því að ef þeim er dyggilega fylgt, — ekki aðeins í orði heldur og á borði, — eru þau vænlegust til að leysa vandamál framtíðarinnar. Það leiðir auðvitað ekki til þess, að menn þurfi að segja já og amen við öllu, heldur til hins, að hin mismunandi sjónarmið verða Eins og getið var um í síðasta blaði voru mættir fulltrúar frá ýmsum löndum á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 17. júní: Frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. Fluttu fulltrúarnir kveðjur og árn aðaróskir frá ríkisstjórnum sínum og þjóðhöfðingjum, en forseti svaraði með þakkarávörpum. Einnig flutti Dr. Richard Beck fulltrúi* Vestur - íslendinga kveðju erindi frá Vestur - Islendingum. Þá hafa forseta og ríkisstjórn borist fjöldi heillaskeyta og orð- sendinga frá þessum löndum: Fimm Suður - Ameríku ríki: Brazilía, Guatemala, Nicoragua, Paraguay og Kuba. Færeyjum, Sviss, Dönum í Lon- don, Belgíu, Hollandi, auk þess hafa borist kveðjur frá mörgum íslendingum erlendis og Islands- vinum. rædd af meiri skilningi, samúð op' virðingu fyrir annarra skoðunum, þótt andstæðar séu. En þetta tel eg einna helzt skorta á sambúðar- háttu vor fslendinga í opinberu lífi og jafnvel utan þess. Oft ríkir óskiljanleg ergi, sem gagntekur hug sumra til þeirra sem eru and- stæðir þeim í skoðunum á mikil- vægum málum. Það sýnir að slík- ir menn hafa ekki gengið góðvild- inni nægilega á vald í starfi sínu, góðvildinni, sem jafnframt er hin mesta vizka, er gefur innsýn inn á dýrðleg sjónarsvið, sem ergin og ofstækið lokar útsýn fyrir. Vænt- anlega lærist þjóðinni þetta bet- ur nú, þegar hún er orðin alfrjáls og ábyrgðin vex í hverju spori. Já, ábyrgðin vex í hverju spori á hvort rétt sé stigið eða ekki. IV Ilér eftir erum vér fslendingar ekki aðeins „undir smásjá tveggja stórvelda" heldur undir smásjá alls heimsins. Látum því „ijós heimsins," sem oss hefur verið boð að í meir en 19 aldir, — leiðarljós kærleikans, — lýsa yfir framtíðar verkum vorum með þjóð vorri, svo að hún — þótt fámenn sé, geti kyndt þá vita menningar og mannúðar sem lýsa megi öðrum þjóðum. Guð varðveiti framtíð og frelsi þjóðar vorrar og vaki yfir vegum hennar. Skeytaskipti milli Kristjáns kon- ungs X., ríkisstjórnarinnar og Al- þingis. Skeyti það frá Hans Hátign Kristjáni X., er barst ríkisstjórn- inni til Þingvalla 17. júní laust fyrir kl. 17 og forsætisráðherra vitnaði til í ræðu sinni kl. 17,15, var í heild á þessa leið: Þýðing: „Þótt mér þyki leitt, að skilnað- urinn milli mín og íslenzku þjóð- arinnar hafi verið framkvæmd- ru á meðan svo stendur á sem nú er, vil eg láta í ljós beztu óskir mínar um framtíð ís- lenzku þjóðarinnar og von um að þau bönd, sem tengja Is- land við hin norrænu löndin, megi styrkjast.“ Þessu skeyti svaraði forsætis- Lýðveldisþjoðimar óska Islendingum tii hamingju með stofnun lýðveldis á Islandi, og bjóða Island velkomið í hóp hinna frjálsu lýðræðisþjóða. ----0O0--- ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar um símstöðina á Þingvöllum kvöldið 17. júní á þessa leið: „Ríkisstjórnin færir Hans Há- tign Kristjáni konungi X. alúð- ar þakkir fyrir hamingjuóskir þær til íslenzku þjóðarinnar, sem henni bárust 17. júní.“ Forsætisráðherra las kveðjuna þegar á Þingvöllum fyrir mann- fjölda miklum, sem tók tilkynn- ingunni með miklu þakklæti. Þeg- ar forsætisráðherra bað blessunar konungi, drottningu og f jölskýldu konungs, tók mannfjöldinn undir með miklum fögnuði. Forsetar Alþingis hafa í dag í umboði Alþingis sent konungi þetta skeyti: „Nú þegar stofnað er lýðveldi á Islandi, hefur Alþingi ákvarðað að fela forsetum sínum að flytja Hans Hátign Kristjáni X. konungi alúðarkveðjur með þökkum fyrir ágætt starf í þágu þjóðarinnar, meðan hann var konungur hennar. Jafn- framt þakkar Alþingi hina hlýju konungs 17. júní, sem ber vott um skilning hans á framkomn- um vilja íslenzku þjóðarinnar og eykur enn hlýhug hennar til Hans Hátignar og dönsku þjóð- arinnar. Vilja forsetar í nafni Alþingis árna konungi, drottn- ingu hans og fjölskyldu allri, giftu og farsældar á ókomnum árum, og dönsku bræðraþjóð- inni friðar og frelsis, í fullvissu um, að frændsemisbönS þau og vinátta, er tengja saman öll Norðurlönd, megi haldast og styrkjast á ný fyrir alla fram- tíð.“ FRÉTTIR Sr. Óskar J. Þorláksson hefur beðið blaðið að geta þess, að hann muni verða fjarverandi um nokkurn tíma. Nágrannaprest- arnir, sr. Ingólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði og sr. Guðmundur Bene diktsson á Barði munu þjóna hér á meðan, ef með þarf. Formaður sóknarnefndar, hr. Andrés Hafliðason, mun greiða fyrir því, að menn nái sambandi við prestana. Hjóaaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Gyða Jóhannsdóttir og Sigurður Jónsson, skrifstofu- maður hjá Síldarverksmiðjum rík- isins. Einnig ungfrú Jóhanna Andrés- dóttir Hafliðasonar kaupmanns og Vigfús Sigurjónsson Einarssonar skipstjóra í Hafnarfirði. Ennfremur ungfrú Haldóra

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.