Einherji


Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 1

Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 1
"///////? /j& jFram'öóknartttanuat^tjglufirðt XIV. árgangur. Sunnudaginn 11. nóuember WV) EINHERJI Bíað Framsóknar- manna í Sigluf irði. Ábyrgðarmaður Ragnar Jóhannesson ''flfað/ð kernur út annan- lwern fimmtudag. Áskriftargjald kr. 10.00 úrgangurinn. 1 lausasölu 25 aura eint. 22. tölublað HVAÐ GERIR BÆJARSTJORN TIL ÞESS AÐ BÆTA ÖR HÖSNÆÐIS- SKORTI BÆJARBÖA! Hvarvetna í bæjum, þar sem skortur er húsnæðis, gera flestar öæjarstjórnir ráðstafanir. til þess að hjálpa húsnæðislausu fólki til þess að fá þák yfir höfuðið a. m. k. gera því á ýmsan hátt auðveldara með að koma upp húsi yfir sig. Hvernig lítur þetta út hér? Hefir bæjarstjórn gert mikið til þess að auðvelda »húsnæðislausu fólki byggingar yfir sig? Lítum nú á hvað hún hefir gert til þess að fjölga íbúðarhúsunum í bænum fyrir búsett fólk, er væri í hús- næðisþröng. Undanfarið hafa Síldarverksmiðjur ríkisins keypt hvert húsið í bænum eftir annað til þess að nota þau handa að- komufólki, sem verksmiðjumar hafa tekið í þjónustu sína, og jafn- vel breytt íbúðum til verksmiðju- iðnaðar. Það má nú segja, að ekki sé frá sjónarmiði verk- smiðjanna neitt athugavert, þótt þær kaupi upp hús frá bæjarbúum, en frá sjónarmiði bæjarbúa er það næsta athugavert, að S. R. aukihúsnæðisvandræðin í bænum á þennan hátt, og það hefði verið innan handar bæjarstjóra að setja sem skilyrði fyrir vildarsölu bæj- aríns á lóðum og verksmiðjuhúsi til S. R., að þær keyptu ekki upp íbúðarhús í bænum, heldur byggðu þau íbúðarhús, er þær þyrftu handa starfsfólki sínu. Ekkert slíkt hefir bæjarstjóra hugkvæmst heldur þvert á móti gert ýmislegt til þess að torvelda byggingu íbúðarhúsa og jafnvel auka hús- næðisvandræðin. Skal þetta rök- stutt nánar. Meðan prívatmenn áttu Hafnarland, leigðu þeir landið ódýrara en bæjarstjórn hefir gert eftir að hún varð eigandi. Þó tekur út yfir, þegar bæ j arst j óri, st j órnað af Þóroddi og Þormóði, ásamt þeirra fylgifiskum, samþykkir að byggja gagnfræðaskólann á lóð, sem 6 íbúðarhús standa á og rífa þarf burtu. Nú i húsnæðisleýsinu á að eyðileggja íbúðarhús í Siglu- firði til að koma fyrir gagnfræða- skólanum. Eins og kunnugt er, eru víða óbyggð svæði í bænum, seni koma má gagnfræðaskólanum fyrir á, já svæði, sem bærinn þar að auki á sjálfur og þarf ekki að kaupa. Haustþing umdæmisstúkunnar no. 5 (Umdæmisstúka Norður- lands) var háð á Siglufirði 20. október s.l. Þingið sátu 11 'full- trúar. Meðal tillagna og ályktana’, er þingið samþykkti voru þessar helztar: 1) Haustþing Umdæmisstúk- unnar no. 5 haldið á Siglufirði 20. okt. 1945, beinir því til fram- kvæmdarnefndar Stórstúkunnar, að hún vinni að því, að jafnhliða næstu alþingiskosningum fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um algert bann á áfengum, drykkjum. 2) Haustþing Umdæmisst. no. 5 haldið á Siglufirði 20. okt. 1945, lítur svo á, að ástand það, er nú ríkir í landinu um sölu og neyzlu áfengra drykkja, sé- með öllu óþol- andi og hljóti að leiðá til f járhags- Hefir hér í blaðinu verið bent á svæðið fyrir norðan Hvanneyri, ofan eða jafnvel norðan við veginn. Einnig ofan við IJvanneyri hefði getað komið til mála á svokölluðu Sigurjónstúni og víðar. Hugkvæmni pessara „þriggja stólru“ forráðamanna bæjarins má meðal annars marka af því, að þeir sjá engan annan stað fyrir gagn- fræðaskólann, en þar sem 6 hús eru fyrir, sem ryðja þarf úr vegi og til þess, að slíkt megi gerast með valdbeitingu fá þeir skipulags- brevtingu á alveg óvenjulegan hátt. Hún er ekki fyrirfram aug- lýst, svo að þeir, sem hlut eiga að nráli, og almenningur geti gert mótmæli og athuga- semdir við skipulagsnefnd, heldur er hún samþykkt í bæjarstjórn án þess, að almenningur -viti af, og svo samþykkt af skipulagsnefnd (Framhald á 2. síðu) og menningarlegrar eyðileggingar auk algjörar úrkynjunar á stórum hluta þjóðarinnar. Þing skorar því á framkvæmda- nefnd Stórstúku Islands að beita sér fyrir því, þegar á komandi vetri, að teknar verði upp um- ræður um áfengismálin, bæði í út- varpi, blöðum og á mannafundum í mikið stærri stíl en átt hefir sér, stað til þessa. 3) Haustþing Umdæmisstúkunn ar no. 5, haldið á Siglufirði 20. okt. 1945, skorar á Alþingi, það er nú situr, að breyta framkomnu fjárlagafrumvarpi, fyrir árið 1946, þannig að lækka stórlega áætlaðar tekjur af áfengissölu. Jafnframt geri Alþingi og ríkis- stjórn ráðstafanir til að fækka að mun útsölustöðum á áfengi, og áfengisverzlunum sé lokað á sama tíma og öðrum sölubúðum. Ennfremur skorar Umdæmis- stúkan á Alþingi að vinna að því á næstu árum, verði afgreidd tekjuhallalaus fjárlög, án þess að gert sé ráð fyrir tekjum á fjár- lögum af sölu áfengis. Vegna erfiðra samgangna gátu fulltrúar utan Siglufjarðar ekki mætt á þessu þingi. 1 umdæmis- stúkunni eru qú starfandi 20 stúkur, þar af 15 barnastúkur, með samtals 2316 meðlimi. KOMM'JNISMINN á Islandi hefir verið túlkaður sem frelsis- og framfarastefna af játendum sínum. Þeir kalla hann lýðræði og þegar þeir komast í bobba með það, bæta þeir við ,,austrænt“, já, austrænt lýðræði. En þetta austræna lýðræði er allt annað en íslendingar og vestrænar þjóðir skilja með orðinu lýðræði. Á afturhaldstímum 17. og 18. aldar. og fram á 19. öld, máttu menn eigi láta í Ijós skoðanir sínar, eigi halda því fram, er þeir töldu rétt og sjálfsagt í þjóðfélagsmál- um, ef kom í bág við hagsmuni ein- valdans. Einn helzti liðurinn í bar- áttunni fyrir lýðræðinu og frels- inu, þótti þá réttur einstaklings til þess að láta í ljós skoðanir sínar. Fjöldinn gat svo vegið það prent- aða eða talaða, hafnað eða sam- þykkt eftir ástæðum, eftir þyi, sem meirihlutinn taldirétthverju sinni ogmeðalm. kosningarétti og almennu kjörgengi voru leiðirnar tryggðar til þess, að þjóðfélags- framfarirnar gengju í þau spor, er meirihluti kjósenda vildi. Þetta er það vestræna lýðræði, og eftir íslenzkri skilgreiningu orðsins, getur lýðræði ekki þýtt annað en að lýðurinn, þjóðin, það er að segja meiri hluti kjósenda ráði. 1 Jýðræðisríki eru álitin sjálf- sögð þau mannréttindi allra ein- staklinga þjóðarinnar, sem náð hafa vissum aldri, að fá óþving- aðir að ráða því, hverja þeir kjósi til þess að ráða fram úr málum alþjóðar, m.ö.o. fá að ráða þvi, (Framhald á 3. síðu) UMDÆMISTOKAN NO. 5 HÉLT HtUSTMNG SITT A SIGLUFIRDI20. OKT. S.L Samþykkti meðal annars ályktanir til Stórstúkunnar og Alþingis.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.