Einherji


Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 4

Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 4
Sunnudaginn 11. nóvember 1945 * * J?lab jFramsóhtiarmanna i^iglufirðt 22. tölublað Bréiaskólji S. í. S. Kennsluform, sem hefur gefist mjög vel Þessar námsgreinar eru kenndar: 1. Skipulag og starfshættir sam- vinnufélaga. 1 þessum flokki eru 5 bréf, ca. 50 fjölritaðar síður. Er þar lýst, hvernig samvinnufélögin eru byggð upp félagslega og verzlunarlega. Kennslugjald er kr. 30,00. 2. Fundarstjórn og fundarreglur: 1 þessum flokki eru 3 bréf, ca. 30 fjölritaðar síður. Er þar lýst, hvernig góður fundarstjóri stjórnar fundum og eftir hvaða reglum verður að fara, til þess að góður árangur geti orðið af störfum fundarins. Kennslu- gjald kr. 20,00. 3.. Bókfærsla I: í þessum flokki eru 7 bréf, 112 prentaðar síður. Flokkurinn er fyrir byrjendur og verður kennt tvöfalt bókhald og sýnt hvernig efnahags- og reksturs- reikningar fyrirtækja eru gerðir upp. Kennslugjald er kr. 50,00. 4. Bókfærsla II. 1 þessum flokki eru 6 bréf, og er hann beint framhald af fyrra flokki. Eru þa rtekin dæmi af stærri fyrirtækjum og „ margbrotnari bókfærslu. Nem- andi, sem hefur tileinkað sér til fulls efni beggja þessara flokka, hefur lært álíka mikið og hér er krafizt til almenns verzl- unarprófs í bókfærslu. Kennslu- gjald er kr. 50,00. 5. Búreikningar. 1 þessum flokki eru 7 bréf.' Þau hefur samið Guðmundur Jónsson kennari á Hvanneyri og forstöðumaður Búreikninga- skrifstofu ríkisins. Kennd eru undirstöðuatriði í færslu ein- faldra búreikninga. Bréfunum fyigir bókin „Leiðbeiningar um færslu búreikninga“ eftir Guð- mund Jónsson. Kennslugjald er kr. 40,00. 6. Enska. 1 þessum flokki eru 7 bréf, 152 prentaðar síður, og auk þess ensk lesbók. Flokkurinn er fyrir byrjendur. Kennd eru undir- stöðuatriði enskrar tungu. Sér- stök áherzla er lögð á réttan framburð og meginreglur enskrar málfræði. Við kennslu á framburði eru notaðar hljóm- plötur, talaðar af enskum mönn umogkonum. Vegnastyrjaldar- innar verður ekki hægt að út- vega hverjum nemanda plöt- urnar, en þær verða spilaðar í útvarpið í enskutímum þess. Kennslugjald er kr. 50,00. 7. ísienzk réttritun. í þessum flokki eru 6 bréf. Höfundur þeirra er Sveinbjörn Sigurjónsson magister. Kenndar eru meginreglur um réttritun í íslenzku og nokkuð drepið á málfræði. Fjöldi æfinga og verk- efna fylgir bréfunum. Kennslu- gjald er kr. 50,00. 8. Reikningur. I þessum flokki eru 10 bréf. Kenndur verður hagnýturreikn- ingur, byrjað á undirstöðuat- riðum. Bréfin f jalla um reikning og reikningsaðferðir, semkennd- ar eru á 2—3 vetrum í fram- . haldsskólum. Kennslugjald kr. 120,00. —« Bréfin eru samin og svörin verða leiðrétt af ágætum kennurum í hverri grein. Að svo stöddu mun sljólinn ekki leggja til svara- og verkefnahefti, en ætlast er til þess, að nemendur noti litlar stílabækur, eða laus blöð. Áherzlu skal leggja á það að ganga sem bezt frá svörunum, skrifa greinilega og hafa breiða spássíu auða fyrir leiðréttingar. Það er góð relg*a að skrifa aðeins í aðra hvora línu. Starfi skólans verður hagað svo, að nemandi getur tekið eina náms- grein eða fleiri, eftir því sem ástæður hans leyfa. Um leið og hann sækir um kennslu í einhverri grein, sendir hann kennslugjaldið fyrir þá námsgrein, eða vottorð frá Sambandsfélagi um, að hann hafi greitt því kennslugjaidið. Nemandi verður að gæta þess, að tilgreina skýrt heimilisfang sitt. Nemanda verða síðan send tvö fyrstu bréfin í námsgreininni. Hann svarar fyrst bréfi nr. 1, heldur síðan áfram að svara bréfi nr. 2, meðan hann bíður eftir svari frá Bréfaskólanum. Þegar skólinn fær svar 1, sendir hann nemanda bréf nr. 3 og leiðréttingu á svari nr. 1. Þegar skólinn fær bréf nr. 2, sendir hann bréf nr. 4 og leiðrétt- ingu á svari nr. 2 og svo koll af kolli, þangað til flokkurinn er bú- inn. Svar við bréfi verða að vera komin til skólans minnst 3 mán- uðum eftir að bréfið var sent út. Annars verður litið svo á, að nem- andi hafi hætt námi, og hefur hann þá fyrirgert kennslugjaldi sínu. Undanþágu frá þessu getur skólinn veitt, ef ætla má, að póst- samgöngur hafi hamlað, eða nem- andi hefur verið veikur. Innan þessara tímatakmarkana ræður nemandi því sjálfur, hve mikinn námshraða hann hefur, en heppi- legast er fyrir hann að svara bréf- unum, eins fljótt og hann getur. Nýir nemendur geta fengið inn- göngu, hvenær sem er á starfs- tíma skólans. Fyrst um sinn er ekki gert ráð fyrir, að próf verði haldin, en síðar meir, þegar nokkur reynsla er fengin, kunna próf að verða haldin fyrir þá, sem þess óska. Þegar nemandi hefur lokið námi, fær hann vottorð um það frá skól- anum. Nemendur verða að skuld- binda sig til að sýna ekki óviðkom- andi mönnum bréf skólans, né svör. S Bréfaskólar eru mikið notaðir erlendis. Samvinnusambönd í ná- grannalöndum okkar reka flest bréfaskóla. Þeir eru hentugir fyrir fólk á öllum afdri og hvaða at- vinnu, sem það stundar. Nemand- inn getui: notað frístundir sínar, hvenær dagsins, sem þær eru, til að lesa bréfin og undirbúa svörin. Hann ræður og sjálfur að miklu leyti námshraða sínum. Á þennan hátt notast frístundirnar mikiu betur ,en í venjulegum skóla. Bréfaskólar hafa og þann kost, að fólk, sem búsett er á stöðUm, þar sem lítið er um góða kennslu- krafta, getur á þennan hátt notið kennslu færustu manna í hverri grein. Margir ágætir menn hafa sótt menntun sína til bréfaskóla. I ýmsum löndum eru skólarnir svo fullkomnir, að þeir kenna allt, sem þarf til stúdentsprófs og í sumum greinum til háskólaprófs. Þetta kennsluform er þegar reynt og hefur reynzt vel. Takið eftir! Bréfaskóli SlS veit- ir ungum, gömlum, konum og körl- um tækifæri til að nota frístund- irnar, til að afla sér fróðleiks um efni, seni allir hafa gagn af að kunna. Þér getið gerst nemandi, hvenær ársins sem er, og eruð ekki bundnir við námshraða annarra nemenda. Bréfaskóli SÍS býður yður vel- komin. Utanáskrif Bréfaskólans er: gjP"***** Bréfaskóli SlS Sambandshúsinu, Reykjavík. Þeir, sem hug hafa á því að njóta kennslu í bréfskólanum geta látið innrita sig í hann á skrif- stofu Kaupfélags Siglfirðinga, og geta þar fengið allar frekari upp- lýsingar varðandi námið. (Framhald af 2. síðu) ar til sinna ,,færu“ lögfræðinga, eins og þeir væru eitthvað æðra stjórnarvald! Ráðuneytið er æðra stjórnar- vald en bæjarstjórnin og í siðuðu þjóðfélagi verður óæðra valdið að hlýða því æðra, unz úr sé skorið af enn æðra stjórnarvaldi á lög- legan hátt, í þessu tilfelli af dóm- stólunum. Þessa hefir meirihluti bæjar- stjórnar ekki gætt, heldur látið Þormóð og kommana narra sig til þess að brjóta þessa sjálfsögðu reglu. En engu líkara er, eftir grein Schiöths, en að hann skilji ekki þessa mikilvægu reglu, hvers siðaðs þjóðfélags. Maður hefði nú getað trúað kommunum til þess, að þeim flökr- aði ekki við að rísa gegn úrskurð- um rikisvaldsins áns þess að fá þeim breytt á löglegan hátt eða a.m.k. gera tilraun til þess. Hitt þótti ótrúlegra, að bæjarstjóri, sem væri Sjálfstæðismaður, léti narra sig út í slíkt ævintýri, og að jafnheit Sjálfstæðiskempa og Schiöth okkar skyldi gerast skó- sveinn þess óheillavættis, er þannig flekaði Sjálfstæðishetjurnar tvær. Hinn greindi kommúnisti Gunnar Jóhanrisson sagði líka um þetta á bæjarstjórnarfundi: Við gerum þetta til þess að kljúfa borgara- flokkana. Er það út af fyrir sig athyglisvert og sýnir m. a. stjórn- málahyggindi bæjarstjórans og Schiöths, en hitt er enn verra, ef það kynni að draga dilk á eftir sér fyrir bæjarstjórnina í öðrum mál- um, ef henni yrði ekki trúað fyrir því að ráða málum sínum innan þess réttarsvæðis, sem henni að lögum, er afmarkað. Blaðið vonar, að svo margir sanngjarnir og vitrir menn megi hér eftir jafnan skipa bæjarstjórn Siglufjarðar, að við slíku sé ekki hætt, en hinsvegar er rétt að leggja niður fyrir sér, hverjar afleiðingar það getur haft fyrir bæjafélragið í framtíðinni, ef oft er höggvið í sama óheilla kné- runn heimskulegra ofbeldisverka. Mun bæjarstjórinn og Schiöth varla græða á frekari umræðum, en eigi verður því neitað, að full- hugi er Schiöth að fara með slík- um rökum að hreyfa þessu máli aftur og tæplega mun flokkur hans kunna þonum þakkir fyrir. Er svo útrætt um þetta mál af hendi Einherja. Aumingja Schiöth \ #

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.