Einherji


Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 3

Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 3
EINHERJI 3 TILKYNNING Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefur Viðskiptaráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á innlendum eggjum frá og með 1. nóvember 1945: í heildsölu ........... Kr. 16.00 í smásölu ............. — 18.00 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýsing Viðskipta- ráðsins um hámarksverð á eggjum, dags. 31. júlí 1945. Reykjavík, 30. október 1945. VERÐLAGSST J ÓRINN NÝKOMIÐ: Vinnuskór karla Gúmmístígvél karla, hnéhá og fullhá T R É S K Ó - hnallar KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA Skóbúðin Argo - stívelsi fyrirliggjandi NÝKOMNAR Ljósakrónur 3ja arma á aðeins kr. 210. Jakob Jóhannesson rafvirki Mikið úrval af veggfóðri væntanlegt með næstu ferð EINCO Nýkomið! Golftreyjur Undirföt á kr. 39,60 Inniskór á börn og fullorðna Ullartreflar Isgarnsokkar Áteiknaðir dúkar Puntuhandklæði Flokkasilki o. m. fl. Verzlunin Túngötu 1. Mjólkurbrúsar 2 til 5 lítra Grunnir og djúpir diskar, IINÍFAPARASETT o. m. fl. Kjötbúð Siglufjarðar Kommúnisminn (Framhald af í. síðu) hvernig málum þjóðarinnar sé ráðið til lykta. Aftur á móti í Rússlandi fær ekki nema viss flokkur að kjósa, og vitanlegt er, að þess er. gætt, að kosið ,sé á ákveðinn hátt. í Rússlandi þorir enginn flokkur að myndast og halda uppi kosn- ingum móti kommúnistaflokknum. íslendingar! Hafið þið hugleitt þetta nógu almennt? Einherji ætlar, að það sé helztl ágalli við stjórnmálaflutning á íslandi, að eigi sé íslenzkri alþýðu skýrt nógu vel frá stjórnmála- stefnu kommúnista, áróðri þeirra og meðferð valds þeirra þar, sem kenningin drottnar, og i þeim löndum, sem þeir hafa fengið tögl og haldir við og eftir styrjaldar- lok. Eigi ber þó að gera lítið úr dugnaði kommúnista, en að hjá þeim sé hreinasta flokkseinræði, er eigi hægt að efast um, og það sem mest greinir Rússa frá lýð- ræðisþjóðum. Þar fyrir þurfa Rússar síður en svo að vera eftir- bátar annarra þjóða í afrekum, i friði eða ófriði, í iðnaði og vísind- um, svo sem títt var líka um aðra einræðisþjóð, Þjóðverjana, eins og alkunnugt er orðið. Hvernig Rúss- ar hafa unnið og nytjað mikið af sinni frosnu jörð í Síberíu, afrek, sem íslendingar ættu að kynna3t alveg sérstaklega, hvernig Rússar hafa unnið stórvirki í iðnaði og vísndum, hefur vakið aðdáun heims, en þar fyrir viljum við ís- lendingar ekki taka upp stjórn- háttu Rússa. Eftirtektarvert fyrir íslendinga er það rússneska stjórnarfrelsi, er þeir fara um Iönd, sem þeir ráða lögum og lofum. Við sjáum nú Búlgaríu, Jugo- slaviu, Rúmeniu, Baltisku löndin, o.fl. lönd. Þar ríkir slíkt ófrelsi, að furðu sætir og andstöðuflokk- ar þessa einræðis lýsa yfir, að þeir gangi ekki til kosninga. Svona er óttinn við pólitískar kosningar orð- inn mikill. Keyrir ófrelsið svo fram úr hófi, að Bretar og Bandaríkja- menn, sem fóru í ófriðinn til varn- ar frelsinu, hafa ekki viljað viður- kenna þjóðir þessar, þótt þjóðir þessar hafi verið samherjar þeirra i styrjöldinni. Má nærri geta, hve lýðræð,i slíkra þjóða er þá lítið, en valdið og misbeiting þess úr hófi fram. Öllum frelsis elskandi þjóðum hefir óað við slíkum að- förum. Ráða nú kommúnistar öllu í greindum löndum o. fl. og er helat svo að sjá, að Rússar útbreiði „systemið“, þar sem þeira fara yfir, og er þá alveg sleppt að tala um þann hluta Þýzkalands, er þeir hafa á sínu valdi og litlar fregnir berast frá. Er leitt, að hinar glæsilegu sigur vinningar Rússa í ófriðnum skuli þannig myrkvast af framferði þeirra eftir að styrjöldin er á enda. Voru sumar þjóðir frelsaðar undan oki nazismans til þess að fá á sig annað ok, ok kommúnismans ? Frú Theódóra Pálsdóttir, ekkja Guðmundar Hafliðasonar, uerður 60 ára 15. þ. m. Fréttatilkynning frá ríksstjórninni Eins og landsmönnum mun kunn- ugt fór' fram f jársöfmín á Reykja- víkurflugvellinum hinn 15. f. m. í sambandi við flugsýningu þá, sem brezki flugherinn hafði boðað til þennan dag. Fjárhæð sú, sem inn kom, nam kr. 11.700. Brezki sendiherrann afhenti síðan ríkis- stjórninni helming þessa fjár, kr. 5850, með þeim ummælum, að hún yrði látin renna til einhverrar ís- lenzkrar góðgerðarstarfsemi. Þar sem ríkisstjórnin hefur hins vegar litið svo á, að almenningur hafi með þessum samskotum haft í huga flugafrek brezka flugliðs- ins undanfarin ár og þá þakkar- skuld, sem hann stæði í við það, en ekki verið að gefa til óákveð- innar íslenzkrar hjálparsöfnunar, hefur nefnd fjárhæð verið endur- send brezka sendiherranum með þökkum fyrir þá hugulsemi, sem gjöfin hefur borið vott um. Sendiherra Breta hefur fallizt á þetta sjónarmið og tekið við gjöf- inni með þeim ummælum, að hún muni lögð í styrktarsjóð brezka flughersins, og hefur hann beðið ríkisstjórnina að færa almenningi þakkir sínar.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.