Einherji


Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 2

Einherji - 11.11.1945, Blaðsíða 2
EINHERJI Mjölnir og Gilslaug Fáheyrð ósvífni Mjölnis. Til þess að bera blak af Þóroddi í Gilslaugarhneykslinu segir MJÖLNIR, að samningurinn um Gilslaug, sem EINHERJI birti, sé falsaður. Lóðarsamningurinn er þingles- inn í þinglestrarbók Skagafjarðar- sýslu eins og EINHERJI birti hann, og á eintak það, sem EIN- HERJI birti er svolátandi stað- festing sýslumannsins í Skaga- fjarðarsýslu: Nr. 8586. Móttekið til þinglýsingar í Haganeshreppi 21. febrúar 1944 kl. 1 árdegis. Sýslumaðurinn í Skagaf jarðarsýslu i d. u. s. Arnór Sigurðsson rétt útskrift staðfestir 27. sept. 1945. Arnór Sigurðsson (settur) G j a 1 d : Þingl............ kr. 12,60 Greitt stimpilgjald kr. 37,50 Samt. kr. 50,10 gjald st.gj. 2.00 ritlaun kr. 2,00 Samt. kr. 3,00 Greitt A. S. Annars er það ekki hver undir- skrifi, aðalatriði. Einherji veit, að undir sum, og annars orðrétt hinu birta eintaki hafa þeir Sigurður Tómasson og Þóroddur undirritað. Þá er þvæla Mjölnis um lóðarsamn ing upp úr formálabók, sá samn- ingur er miðaður við verðlítið sumarhús. Hér er aftur á móti að ræða um dýr gróðurhús, sem engri átt nær, að lóðarréttindi falli nið- ur, þótt greiðsla dragist eftir gjalddaga. Það er ekki til í landinu eitt einasta gróðurhús með slíkum lóðarsamningi sem Gilslaug, svo að þótt Mjölnir komi með fjölda for- málabóka getur málsstaður Þór- odds ekki batnað. Mjölnir játar, að síðastliðið ár hafi Þóroddur verið í stjórn Gilslaugar og ekki Húsnæðismálin (Framhald af 1. síðu) og stjórnarráði, án þess, að bæjar- búa viti af, fyrr en eftir á. Máli þessu er því ráðið til lykta í kyrr- þey og án þess, að bæjarstjórn tæki það til íhugunar frá öllum hliðum. Þessu er reynt að skella á húsameistara ríkisins, og að hann hafi ráðið því. En það er fólk hér í Siglufirði, sem „hinir þrír stóru“ þekkja, sem hefir fengið húsa- meistara inn á þessa fjarstæðu, að fækka 6 húsum í bænum til þess að gagnfræðaskólinn yrði á þessum áformaða stað; það er verk formanns gagnfræðaskóla- nefndar og þremenninganna fgr- nefndu, er meirihluta-aðstöðn liafa nú í bæjarstjórninni. Þessir menn auka með þessu húsnæðisvandræðin í bænum. Það er nú í fyrsta lagi ekki svo lítil árás á fólkið, sem í þessum húsum býr, að hrekja það frá eignum sín- um, þótt fullt endurgjald komi fyrir í peningum. Á venjulegum tímum er eignarnámslögin og skipulagslögin voru gefin var það miklu minni kvöð á fólki, því að þá gat hver byggt í skyndi, sem pen- inga hafði, en nú er viðhorfið allt annað, og beita eignarnámslögun- um nú, er svo mikið mannúðarleysi sem allir Siglfirðingar skilja. Því meiri ástæða var fyrir hina kunn- ugu menn hér, sem þessu hafa ráð- ið, að lítá á nauðsyn fólksins, sem eignarnámið svifti svo miklu. Það er ekki allt fengið með peningum skaðabótanna. Ónei, — ekki var slíku fyrir að fara hjá þeim bless- uðum og fylgjendum þeirra. Svo áfjáðir voru þeir í þennan sta,ð handa gagnfræðaskólanum, að þeir létu sér ekki í augum vaxa, þótt lóðin undir hann kosti um eða yfir 250.000,00 krónur eða kannski 300.000,00. Það er ekki nóg, að harðræði sé beitt, heldur er þvi beitt til þess að fylgja heimskunni sem fastast eftir. Að vísu var bæjarstjóri tregur til í fyrstu, en lét þó brátt undan og varð hinn harðasti, jafnvel „uppbólginn", er til framkvæmdanna kom. Það hefði mátt finna skólanum stað eins góðan og jafnvel betri haft tíma til að láta Gilslaug h. f. greiða sér 3ja ára leigu, svo að enginn vafi þyrfti að vera á að lóðarréttindi Gilslaugar væru sam- kvæmt lóðarsamningnum fallin aftur til Þóroddar. Annars hefði Einherji ekkert skipt sér af því, þótt leigusamn- ingur Gilslaugar við Þórodd væri svona vitlaus fyrir Gilslaug (en ekki Þórodd) út af fyrir sig, þótt einkennilegt sé. Hitt átelur Ein- herji, að Þójoddur, sem veit, að öll leiguréttindi h. f. Gilslaugar eru fallin til hans sjálfs, skuli vinna að og með því, rýra eigi hið litla hús- næði, sem fyrir er í bænum, og þar að auki spara bænum ekki all álitlega fúlgu fjár. í veg fyrir þetta hafa „hinir þrír stóru“ í bæjarstjórn Siglufjarðar komið. Heyrzt hefir sú firra, að ekki hefði verið liægt að hafa gagnfræðaskól ann fyrir norðan Ilvanneyri vegna þess, hve langsótt hefði verið í skólann. Slíkt er fjarstæða. Hér eru engar vegalengdir að heitið geti. Þangað hefði t. d. verið styttra í skólann úr syðstu húsum bæjarins, en í gagnfræðaskólann á Akureyri sunnan úr fjöru, eðá' utan af Oddeyri, að ekki sé talað um utan úr Glerárþorpi og svona ’ mætti lengi telja. Enginn skal held- ur leggja nokkurn trúnað á þann reifara að ekki hefði fengizt að hafa gagnfræðaskólann á öðrum stað, þar sem nóg var plássið og engin hús fyrir, ef fast hefði verið eftir sótt úr héraði, enda var skipulag bæjarins, ekki því til hindrunar, fyrr en róið var svo fast héðan með umræddan stað, að skipulagsnefnd ákvað hann í óþökk alls þorra bæjarbúa. Siglfirðingar! Athugið þau vand ræði og^óþægindi, já — meira en það, er að óþörfu verða fyrir þessu. Athugiðneyð j)eirra og bágindi, er fyrir eignarnáminu verða að óþörfu og setjið ykkur í þeirra stað. Athugið svo, að við öll þurf- um að greiða allt að 300.000,00 krónur til þess að baka meðbræðr- um okkar þessara óþæginda. Hvaða stjórn á hænum er slík vit- leysa sem jæssi? Ekki er öll sagan sögð enn. Nú stendur fyrir dyrum að byggja nýjari barnaskóla, því nú- verandi barnaskóli er þegar orðinn alltof lítill. En skipulagsbreyting, er þremenningarnir hafa komið í gegn, gerir ráð fyrir að setja hann niður norður í mýri, rétt hjá verk- smiðjuhúsunum, sem verið er ao byggja á horninu vestan Túngötu og norðan Þormóðsgötu, en á svæði þessu standa 6 íbúðarhús, sum stórhýsi með fleiri íbúðum. Svona fer núverandi meirihluti bæjarstjórnar, kommar og Þor- móður og bæjarstjóri, að bæt úr luisnæðisvandræðunum í hænum. Er engu líkara en for- því sem stjórnarnefndarmaður í KFS að kaupfélagið láni Gilslaug stórfé og að hann skuli vera að „agitera" í bæjarfulltrúum, að þeir samþykki, að bærinn leggi tíu þús- und króna hlutafé í Gilslaug, þótt hann greiði því ekki atkvæði i bæjarstjórn sjálfur. Þóroddur einn úr bæjarstjórninni, en ekki aðrir, vissi, að lóðarréttindi Gilslaugar voru fallin niður til hans sjálfs, þegar hann lokkar kaupfélagið og bæjarstjórnina til fjárútláta fyrir Gilslaug. Öðrum en Mjölni, mun finnast slíkt athugavert. ráðamenn skólamála bæ j arins geti ekki séð neinn stað i bæn- um fyrir menntastofnanir bæjar- ins, nema þar sem nóg íbúðarhús eru á til þess að rífa niður. Væri engin vanþörf á fyrir al- menning að gefa þessum málum ■meiri gaum ,og hafa^meiri hönd í bagga með þeim mönnum, sem til þessa óheilla hafa stofnað. Karlakórinn Vísir hefir nú hafið vetrarstarfsemi sína. Eru æfingar haldnar í barna- skólanum eins og áður. Kórinn vantar nokkra góða söngmenn í aliar raddir, og eru þeir, sem áhuga hafa fyrir því að starfa með Vísi í vetur beðnir að hafa tal af söngstjóranum Þormóði Eyjólfssyni. Næsta æfing verður 5,30 í kvöld (sunnudag) kl.,5,30, og eru allar raddir beðnay að mæta þá, slundvíshiga. AUMiNGJA SCHIÖTH kemst í óþægilega mótsögn við sjálfan sig og víða í langlokugrein í 41. tbl. Siglfirðings út af Rauðku- málinu, enda telja jafnvel kunn- ingjar hans, að greinin sé að mestu skrifuð af öðrum. Hún er a. m. k. víða rætnari en búast má við af manni eins og honum, sem talinn hefir verið dreriglyndur, þótt kappsfullur væri. Hann telur janúarkosna Rauðku stjórn hafa verið löglega kosna, en af því að hún sé undirnefnd, geti bæjarstjórn vikið henni frá, þegar hún vilji. Hann gleymir því, sem Einherji hafði minnt hann á, að janúarkosin Rauðkustjórn væri kosin eftir sérstakri reglugjörð staðfestri af stjórnarráðinu með kjörtímabili eitt ár. Fyrr en það kjörtímabil er liðið gat bæjar- stjórn ekki breytt til um löglega kosningu Rauðkustjórnar, nema þá með því að breyta reglugjörð- inni með samþykki ráðuneytisins, en það var ekki gert. Ætti þetta að vera auðskilið mál. En svo kemur hér til í viðbót, að dómsmálaráðuneytið hefir úr- skurðað, að janúarkosin Rauðku- stjórn væri lögleg, en sú apríl- kosna ekki. Þessum úrskurði bar bæjarstjórn að hlýða, en hún gat lagt hann fyrir dómstólana og reynt að fá honum breytt, en bæjarstjórn gerir hvorugt. Hún hvorki hlýðir úrskurðinum né fær honum breytt hjá dómstólunum, heldur hefir hann að engu og vís- (Framhald á 4. síðu) /

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.