Einherji


Einherji - 14.12.1946, Qupperneq 4

Einherji - 14.12.1946, Qupperneq 4
Laugardaginn 14. des. 1946 15. árgangur. — 22. tölublað. MÁLVERKASÝNING Herbert Sigfússon, málari, liefur opnað málverkasýningu í Gildaskálanum og verður sýningin opin nœstu daga frá kl. 11 f'.h til kl. 9 e. h. Það er flestum Siglfirðingum kunnugt, að Herbert hefur um mörg ár fengizl við listmálningu í tómstundum sínum, og hafa margar af myndum hans borið ótvíræðan vott um ríka listræna hæfileika og þótt með afbrigðum góðar. Mál- verk eftir Herbert prýða nú orðið fjölda heimila liér í Siglufirði. Þetta mun vera fyrsta opinbera sýningin, sem Herbert efnir til, á málverk- um sínum, svo að án efa verður mörgum forvitni á því að sjá liana. Alls eru á sýn- ingunni um 30 myndir, vatnslitamyndir og olíumálverk, stór og smá. Flestar munu myndirnar málaðar í sumar og eru aðallega landslagsmyndir eða úr at- vinnulífinu. Eru þær úr Borgarfirði, frá Þingvöllum, Siglufirði og víðar. Hér verður ekki lagður neinn dómur á listgildi sýningarinnar eða ein- stakra málverka, þar sem þessum línum er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á sýningunni og hvetja menn, til þess að sjá liana, enda efast ég ekki um það, að mörg málverkin munu vekja athygli og sýningin i lieild þykja eftirtektar- verð og merkileg. Það er spá min, að eftir þessa fyrstu sýningu, muni Herbert málári, gefa sig meir en áður að listmálningu, og að ekki líði á löngu, áður en hann verði víðar kunnur en liér á Siglufirði. Ó. J. Þ. ÁLYKTANIR FRAMSÓKNARFLOKKSINS (Framliald af 1. síðu) 1) nota vísindalega þekkingu og fullkomna nútímatækni í þjón- ustu atvinnuveganna og við verklegar framkvæmdir. 2) gera iiflugar ráðstafanir til þess að tryggja afkomu framleiðslu- stéttanna Og liafa þau áhrif á tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu, að fram- leiðslustörfin séu eftirsóknarverð. 3) styðja og skipuleggja framleiðslustarfsemi þjóðarinnar með það fyrir augum, að sem allra flestir fái lífvænlega atvinnu við framleiðslu- störf, og koma á eftirliti með og íhlutun um stóratvinnurekstur ein- staklinga til tryggingar, því að hann sé rekin í samræmi við þjóðarhag. 4) stuðla að því með löggjöf og fjárhagslegri aðstoð, að sem flest atvinnutæki verði rekin á samvinnu- og hlutaskiptagrundvelli. 5) koma skipulegri stjórn á f járfestingu landsmanna, til íþess að forða ofþennslu annars vegar og koma í veg fyrir atvinnuleysi hins vegar, Sé í því sambandi höfuðáherzla lögð á eftirfarandi: a) Þstir framkvæmdir sitji fyrir, sem þýðingarmestar eru til eflingar atvinnulífsins og til þess að bæta úr húsnæðislþörf þjóðarinnar. b) Að næg atvinna sé í landinu fyrir þá, sem vinna vilja. c) Að framleiðsluatvinnuvegir þjóðarinnar fái nægilegt atvinnuafl, til þess að hægt sé að reka þá af fullu f jöri. d) Að f jármagni því, sem þjóðin hefir yfir að ráða, verði dreift eðlilega uim landið, með tilliti til framleiðsluskilyrða. Tryggt sé, að lánastarf- semi bankanna verði hagað í samræmi við þetta. 6) Vinna að því, að félagssamtök launþega og atvinnurekenda taki upp samvinnu sín á milli um leiðir til þess að auka framleiðslu og afköst og stuðla þannig að því, að 'þjóðin geti búið við þau beztu lífskjör, sem skilyrði leyfa. f því sambandi sé lögð áherzla á ákvæðisvinnu og hætta skipulagsbætti í atvinnurekstri. 7) Beina fjármagni þjóðarinnar til nýrra framkvæmda eftir fyrir- fram gerðri áætlun, sem fyrst og fremst verði miðuð við það að gera framleiðslukerfi þjóðarinnar að sem fullkomnastri heild. Verði fjár- magninu beint áð eftirfarandi verkefnum, meðal annars: a) Til þess að auka beinan stuðning við ræktunina. b) Til stofnlánadeildar sjávarútvegsins. c) Til rafvirkjana fyrir kauptún og sveitir. d) Til ræktunarsjóðs vegna stofnlána landbúnaðarins. e) Til fiskimálasjóðs, til þess að styðja nýungar í þágu sjávarútvegs- ins, byggingar fiskiðjuvera og eflingar útvegs þar sem fjármagn er lítið fyrir hendi, en góð skilyrði. f) Til hafnarframkvæmda, þar á meðal viðleguliafna og nauðsyn- legra mannvirkja í þeim höfnum. g) Til verksmiðjubygginga, einkum þeirra, er vinna úr framleiðslu- Vörum landsmanna, eða eru til eflingar framleiðslunni. h) Til nauðsynlegustu byggingarframkvæmda. Um framkvæmd á stefnu flokksins í atvinnumálum, visast að öðru leyti til álýktana flokksþingsins um iðnaðarmál, landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. MERKASTA MAtlB Seinasti Mjölnir var að vanda ,ánægður með sig og sina. I feit- letraðri fyrirsögn á fremstu síðu reynir hann að flétta dýrðarkranz til skrauts Áka ráðherra. Viljinn er að vísu virðingarverður, en ár- angurinn rýr eins og efni standa til. Mjölnir telur það merkasta mál, sem lagt hefir verið fyrir núver- andi Alþingi, er atvinnumálaráð- herrann leggur það til, að öll báta- útgerð landsmanna og hraðfrysti- húsarekstur sé rekin á ábyrgð ríkissjóðs. Þetta má að vísu til sanns vegar færa. En margur mun samt ætla, að það sé vafasamur greiði, sem Mjölnir gerir hlutaðeigendum, er hann vekur slíka athygli á þessu imáli, sem hann hefir gert. Áka er líklega engin þökk 'í slíku. Það er rétt að þetta er merkilegt mál, raunar alveg stórmerkilegt. Það er eitt athyglisverðasta heil- brigðisvottorð, sem íslenzku at- vinnulífi hefir verið gefið að undanförnu. Með þessu frumvarpi viðurkenn- ir atvinnumálaráðherra, að það sé ekki hægt að gera út á fiskveiðar í vetur nema 'fiskverðið hækki um 30%. Hann viðurkennir hreinlega ósigur sinn og sinnar fráfarandi ríkisstjórnar. Og hann gerir meira. Hann hreinlega gefst upp við lausn vandamálsins. Það ,að leggja til að allur sjávar- útvegur landsmanna verði rekinn á ábyrgð ríkissjóðs er engin lausn. Og Mjölnir ætti að doka við með stóryrði og skammir i garð þeirra manna í Sjávarútvegsnefnd Al- þingis, sem ekki vildu flytja nefnt frumvarp, því á meðan var þó .ekki opinbert, hversu gjörsamlega Áki er mát. Ýmiskonar fatnaður svo SEM Barnagallar Drengjabuxur og blússur Herranáttföt Herrablússur Herrapeysur o. m. fl. Kaupfélag Siglfirðinga Fatadeild JÖLASKÚNA er bezt að kaupa í Kaupfél. Siglfirðinga Skóbúð Gerið svo vel og komið með börnin næstu daga til klippinga, því síðustu þrjá daga fyrir jólin verður ekki teldð á móti börn- um. Jónas Halldórsson rakari Teiknistofa bæjarins. Sigluf jarðarbær hefir í þjónustu sinni verkfræðing. Bæjarbúum mun yfirleitt ókunnugt hver verk- efni þessi maður hefir við að fást og hvert starfssvið hans sé. Þar sem hér er um að ræða nýjan starfsmann, er ekki nema eðlilegt, að þetta sé nokkuð óljóst og ókunnugt 'i fyrstu. Þar sem bærinn héfir nú fengið í þjónustu sína mann, sem fær er um að annast húsateikningar allar, sýnist eðlilegt og sjálfsagt, að nú þegar eða svo fljótt sem frek- ast er kostur verði kornið á fót: Teiknistofu Sigluf j.kaupstaðar Teiknistofan á að annast allar húsateikningar fyrir bæjarbúa fyrir sanngjarna þókmm. Með þessu vinnst margt, en hér skal aðeins nefnt tvennt. Verkfræðingurinn, þessi starfs- maður bæjarbúa, verður af sjálfu sér hinn faglegi leiðbeinandi að því er snertir öll tæknileg atriði húsa- bygginga og um leið fær bæjarfé- lagið sanngjarna greiðslu frá þeim, sem verkf ræðingur inn teiknar fyrir á Teiknistofu bæjarins.

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.