Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1922, Side 4

Freyr - 01.02.1922, Side 4
10 FREYR sveitum. En ályktanir Alþingis, er áSur hafa veriS nefndar, miðuSu einungis að því, aS komiö yrði á fót „s j e r s t a k r i lánstofnun fyrir landbúnaö- i n “, er veitt gæti bændum hagkvæm lán til búnaSarbóta. Annars skal hjer eigi fariS út í þennan ágreining um málið, er fram kom á þingi. Lögin eru þegar komin í gildi — á papp- írnum — en framkvæmd þeirra frestaö um sinn. Veröur nú vikið aö sjálfum lögunum og skýrt stuttlega frá helstu ákvæöum þeirra eöa þeim atriöum, er almenning varöa. Stofnfje Ríkisveöbankans eru 3 miljónir króna, er ríkissjóöur leggur bankanum til. Ríkissjóöur greiöir honum þettafjeþannig: 1. Úr Ræktunarsjóöi íslands í skulda- brjefum eöa peningum e i n a miljón kr, 2. Úr Kirkjujarðasjóði í skuldabrjefum bankavaxtabrjefum eöa peningum e i n a miljón kr. 3. Úr Viðlagasjóði í skuldabréfum eöa peningum e i n a miljón kr. Stofnfje bankans má auka meö nýjum fjárframlögum úr ríkissjóði eða meö yfir- færslum úr varasjóöi bankans. Andvirði þeirra þjóðjarðaogkirkjujaröa, er hjer eftir verða seldar, renna inn í stofn- sjóö bankans, þar til ööruvísi veröur á- kveðið. Auk þessa tekur bankinn viö allri for- sjá og stjórn veðdeildar Landsbankans. með öllum hennar skyldum og rjettindum. Aö ööru leyti gilda lög og reglugerðir veö- deildar framvegis um þessa deild Rikis- veðbankans, þar til allrir fjórir flokkar bankavaxtabrjefa veðdeildarinnar eru að fullu innleystir. Af stofnfjenu greiöir bankinn 2% árs- vexti fyrstu 10 árin, en úr því 4%. Vext- irnir renna til Ræktunarsjóðs, Kirkjujaröa- sjóös og Viölagasjóðs, aö rjettri tiltölu viö eign hvers þeirra í stofnsjóði bankans. Tilgangur Ríkisbankans er: 1. Að veita lán, trygð veði í fasteignum á íslandi. 2. A ö veita lán, trygð með ábyrgö bæjar, sýslu eða sveitarfjelags. 3. A ð veita lán til löggiltra fjelaga, er hafa með höndum samvinnumannvirki til umbóta á fasteignum, svo sem áveit- ur, raforkuveitur, samgirðingar eða önnur álíka mannvirki, og sjeu lánin trygð meö veði í afgjöldum af eign- unum. 4. Að veita lán eða kaupa skuldabrjef, trygð með veði í fasteign og auk þess með fullri ábyrgð ríkisins. 5. Að gefa út og selja bankavaxtabrjef fyrir þeim fjárhæðum, er bankinn ver til lána samkvæmt ofansögðu, alt að áttfaldri upphæð stofnsjóðs bankans. Öll lán skulu veitt til endurgreiðslu, með ákveðnum afborgunum, um langt árabil, en afborgunarlaus, föst lán, má aldrei veita. Hreinn ágóði af rekstri bankans skal lagður í varasjóð. Og hrökkvi eigi árs- tekjur hans fyrir útgjöldum, greiðist það sem á vantar úr varsjóði. Bankanum skal sett reglugerð, er breyta má, þegar þörf gerist. í henni skal ákveöið, hvenær innlausn allra vaxtarbrjefa skal lokiö. Innlausnartíminn sje þó eigi lengri en 55 ár. — í reglugerð skal einnig ákveða um vexti o. fl. Bankinn er undanþeginn öllum tekju- skatti, útsvari, stimpilgjaldi og öðrum sköttum. Bankinn lánar, samkvæmt 12. gr., fje gegn hvers konar fasteignum sem vera skal, ef eignin annars álíts tryggilegt veð fyrir umbeðnu láni til langs tíma. Láns- upphæðin má aklrei fara fram úr hlut-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.