Freyr - 01.02.1922, Blaðsíða 10
i6
FREYR
sýningarinnar, veitti henni alla forstööu
og kostahi hana, meíi styrk úr ríkissjó?Si.
KostnaSurinn viS sýninguna varö eSlilega
mikill, en tekjurnar af henni mjög rýrar
Tilgangurinn meS sýningunni var sá, að
sýna menningarástand búnaSarins á þessu
sviSi, og aS fá safn af sem flestum bús-
áhöldum og verkfærum, sem nothæf mundu
hjer á landi, breytt e'Sa óbreytt.
Sýnendúr voru. 124 alls og sýningarmun-
ir 1349. Innlendir sýnendur voru 70, og
sýndu þeir 6qo muni, stærri og minni. Frá
Danmörku voru sýnd 323 eintök af alls-
konar vjelum og verkfærum, Englandi 170,
Þýskalandi 117, Noregi 91, SvxþjóS 42,
Ameríku 4 og Frakklandi 2.
AS ööru leyti vísast hjer til skýrslu um
sýninguna, sem prentu'ð er í B ú n a 8 a r-
r i t i n u árið sem leið, 4. hefti.
HeimilisiSnaSarfjelag ís-
1 a n d s hjelt einnig um sama leyti sýningu
á allskonar heimilisiðnaði. Var þar margt
að sjá, eigi síður en á búsáhaldasýning-
unni. Hefir þeirrar sýningar verið getiö í
F r e y. — Þá var ennfremur 1 i s t a s ý n-
ing í Reykjavík um þetta leyti.
Um mánaðamótin júní og júlí og næstu
viku á undan var óvenjulega gestkvæmt
í Reykjavík. Fjöldi manns úr öllum áttum
var hjer þá saman kominn. Það sem dró
fólkið hingað til höfuðstaðarins þessa
daga voru meðal annars þessar umgetnu
sýningar. Við þaö bættist svo þaö, aö um
sama leyti voru hjer háð allskonar „þing“
og „mót“ er fjöldi manna sótti. Má þar til
nefna búnaðarþingiö, fiskifjelagsþingið,
sambandsþing samvinnufjelaganna, stór-
stúkuþingið, prestastefnuna, læknamótiö,
kennaramótið o. s. frv. Loks var það kon-
ungskoman með sínu aðdráttarafli, er
hafði og mikil áhrif til að draga fólkið að
sjer. Fór vel á þessu öllu saman, því
margir gátu þarna slegið tvær flugur og
fleiri í sama högginu, enda margt að sjá
nýstárlegt — og heyra.
Meö nýjungum ársins má nefna það, aö
hingað til landsins var útveguð nýmóðins
plægingavjel, er nefnd hefir verið þ ú f n a-
b a n i, stórvirkt jarðyrkjuáhald. Var hún
notuð til jarðvinslu-sljettunar — hjer í
Reykjavíkurlandi í sumar. Þykir vjelin
gefast vel, þar sem henni verður komið
við, En annars mun ofsnemt að kveða upp
nokkurn fullnaðarúrskurð um notagildi
hennar alment, að svo vöxnu máli.
B æ k u r um landbúnað er komu út á
árinu eru þessar helstar:
Á r s r i t Búnaðarsambands Austurlands
1920, Á r s r i t Garðyrkjuf jelagsins, B ú n-
aðarritið 33. ár, Dýraverndar-
i n n 6. ár, F r e y r XVIII. ár, S k ý r s 1 a
Búnaðarsambands Vestfjarða 1918—1919,
Tímarit íslenskra samvinnufjelaga 15.
ár, framhald Mjólkurfræði Gísla
Guðmundssonar gerlafræð., J a r ð-
ræktarmál eftir Metúsalem ráðu-
naut StefánssonogUmskógrækt.
Auk þessa hefir komið út sjerprentun af
grein í „Tímanum“: „Búsáhaldasýningin",
og nokkrar ritgerðir í Búnaðarritinu hafa
einnig verið sjerprentaðar.
----0----
Öllum kemur saman um það — og mikið
um það rætt — að horfurnar yfirleitt sjeu
mjög ískyggilegar, og verður ekki á mótí
því mælt. Sjerstaklega eru fjárhagsástæð-
urnar slæmar, bæði hjá einstaklingunum
og þjóðinni í heild sinni. Eru margar á-
stæður að því, sem hjer yrði oflangt mál
upp að telja. Enda gagna lítið sífeldar
harmatölur, vol og víl. — Nú verður hver
að duga eins og best getur, og verða sam-
taka um það, að rjetta við hag þjóðarinn-
ar. Þingið verður að gjörbreyta um stefnu
í fjármálunum, og sjá sig um hönd. Það