Freyr - 01.07.1930, Síða 7
FREYR
75
huga fyrir þeim. Úr þessu var reynt að
bæta með því að skrifa félagsmönnum um
þau málefni, sem ræöa skyldi á fundum
félaganna og gefa þerrn kost á að greiða
atkvæði um þau skriflega. Árangurimi
varð lítill. Aðeins örfáir félagsmenn sendu
atkvæði sín og voru þau nær því altaf
samhljóða tillögum stjómarinnar.
Þetta ráð megnaði ekki að viðhalda eða
örfa félagsáhuga hjá þorra félagsmanna.
Og ég get ekki kastað á þá þungum stein-
um fyrir það. Það er ákaflega ólíkt að
geta sjálfur tekið þátt í fundahöldum fé-
lags síns, rætt þar þau málefni, sem fyrir
liggja og greitt um þau atkvæði eftir því
hvaða stefnu þau taka eða vera hvergi
nærri, verða að sjá meira eða minna með
annara augum og geta lítil eða engin
áhrif haft um stefnu málanna nema á úr-
slitin með atkvæði sínu. Það þarf ekki að
undrast svo mjög, að áhugi fyrir félags-
skapnum dofni undir þvílíkum kringum-
stæðum, enda hafa nemendafélögin lítið
látið eftir sig liggja af framkvæmdum,
er snertir þorra meðlima þeirra beinlínis.
Eg hygg að það sé aðallega tvent sem
hefir orðið þessum félagsskap að fóta-
skorti.
í fyrsta lagi hefir hann vantaðmál-
efni, er gæti sameinað hugi
allra félagsmanna; málefni, sem
gæti verið miðdepill félagsskaparins, geng-
ið eins og rauður þráður gegnum öll störf
hans, verið líftaug hans. Án þvílíkra mál-
efna er öllum félagsskap hætta búin.
I öðru lagi hafa fundahöld verið
of veigamikill liður í starfi félaganna,
þar sem aðeins örlítill hluti félagsmanna
hefir getað sótt þá. Hinum — fjöldanum
— hefir þá fundist, að þeir yrði nokkuð
afskiftir félagsmálum og margir því hætt
að fylgjast með í þeim.
Eg þykist nú, með nokkrum rökum
hafa sýnt fram á, að deyfð nemendafé-
laga bændaskólanna þarf ekki altaf að
hafa orsakast af litlum félagsþroska og
áhugaleysi meðal félaga hans, heldur
miklu fremur af óhentugu fyrirkomuiagi
hans.
Það á ekki við hér, að útskýra þ ý ð-
ingu félagsskapar og samtaka.
Það er svo alþekt og alment viðurkent,
að það væri móðgun við búfræðinga og
bændur, að rita langt mál um það. Eg
þori því án frekari skýringar' að slá því
föstu, að búfræðingar þurfa ekki síður en
aðrar stéttir manna að vinna í sameiningu
að áhugamálum sínum og landbúnaðarins
í heild sinni. Til þess þarf félagsskap,
sem er meira en nafnið eintómt.
Spurningin verður þá fyrst og fremst:
Eigum við búfræðingar að
hafa meðal okkar félagsskap
til þess að vinna í sameiningu
að áhugamálum okkar, eða eig-
um við ekki? Verði hið síðarnefnda
ofan á, tel eg sjálfsagt að slíta með öllu
nemendafélögunum, sem nú eru til og
verja sjóðum þeirra til þarflegra fram-
kvæmda, viðvíkjandi búnaði. Viljum við
halda félagsskapnum áfram, má enginn
liggja á liði sínu. Við verðum að leita
betur eftir hentugum grundvelli fyrir fé-
lagsstarf okkar, þannig, að hin örðugu fé-
lagsskilyrði, er eg nefndi áður, verði okk-
ur ekki að falli. Við verðum að fylkja okk-
ur allir undir eitt merki og bera það fram
til sigurs.
Næsta spuming verður þá: Á hvaða
g r u n d v e 11 i á þvílíkur félagsskapur
að starfa? Á miklu ríður, að hér sé farin
rétt leið. Á því veltur framtíð félagsskap-
m
arins.
Eg hefi ekki komið auga á nema eina
leið og hún er sú, að g e f a ú t á r s r i t.
Það verði aðal-starf félagsskaparins, það
málefni sem á að halda honum saman. Sé
ársritið vel úr garði gert, þá á það erindi