Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1930, Síða 9

Freyr - 01.07.1930, Síða 9
FREYR 77 * » fremur frá athugunum sínum og reynslu á ýmsum sviðum landbúnaðarins. í því sambandi gætu þeir lagt fram spurningar, er svarað yrði í ritinu síðar. d. Upplýsingar um neme’ndur gamla og nýja. e. Ý m i s 1 e’g t til fróðleiks og skemt- unar. Með þessu móti gætu búfræðingar fylgst með starfi og fyrirkomulagi skól- anna, eftir að þeir hverfa þaðan, haft stöðugar fregnir af skólabræðrum og kunningjum, athöfnum þeirra og skoðun- um, fvlgst með tímanum og þeim nýjung- um, sem hann hefir að flytja, fengið greið svör þegar þá vantar upplýsingar um erfið viðfangsefni o. s. frv. í fáum orðum sagt þeir héldu stöðugt áfram að vera á búnaðarskóla. Rit, sem hér er lýst, þyrfti að vera all- stórt. Væri því að sjálfsögðu ekki unnt að senda félagsmönnum það ókeypis. En þeg- ar tekið er tillit til þess, að sjaldan eða aldrei þyrfti að greiða ritlaun, því að vér ætlumst til að kennarar skólanna og aðrir riti í það endurgjaldslaust, að ritstjómar- laun yrðu aðeins lítil þóknun og að félags- sjóðurinn mundi e. t. v. styrkja útgáfu þess nokkuð, þá er það auðsætt, að ritið gæti orðið tiltölulega m j ö g ó d ý r t. Það er skoðun vor, að búfræðingar gætu með því líku samstarfi frætt hvern annan, hrundið ýmsum sameiginlegum velferðar- málum í framkvæmd og hafið bænda- fræðsluna í þann virðingarsess, sem henni ber að skipa. Þetta hafa menn fyrir löngu séð; þess vegna voru nemendafélög bænda- skólanna stofnuð og hafa starfað við og við s. 1. fjórðung aldar. En því miður hefir starf þeirra verið í molum og síðast liðin ár hafa þau ekki starfað. Vér vonum að þetta komi ekki til af því, að búfræðing- ar séu ekki þeim félagsþroska gæddir, sem þarf til þess að halda uppi starfhæfum félagsskap, heldur fyrst og fremst óhentugu fyrirkomulagi. Það hefir vantað málefni, sem gæti dregið að sér hugi félaganna og haldið þeim sívakandi og sístarfandi meðlimum, þótt þeir væru langt frá miðdepli félagsskaparins. Þessi leið, sem hér er drepið á, hefir ekki verið reynd áður í nemandafélögum við bændaskólana hér á landi. En hún er algeng erlendis og gefur þar góða raun. Og sama má segja um ársrit það, sem Nem- endasamband Laugaskóla gefur út. Vér berum svo mikið traust til búfræð- inga yfirleitt og þó sérstaklega til kíennara við bændaskólana, að rit þetta geti náð til- gangi sínum. Það er skoðun vor, að bændaskólarnii eigi hér að vinna í s a m e i n i n g u, en ekki hver út af fyrir sig. Við það styrkj- ast félagsböndin og samstarfið verður máttugra. íslenskir búfræðingar! Hefjum því sam- starf. Gerum það að traustum lið á þroskabraut sjálfra vor og í framtíðar- baráttu íslensks landbúnaðar. Getum vér nokkurn veglegri roinnisvarða reist oss ár- ið 1930?“ Ég hefi þá trú, að á þennan hátt geti starfsemi „Hv'anneyrings“ og „Hóla- mannafélagsins“ borið ríkulegan ávöxt. Og þetta er frá mínu sjónarmiði eina leiðin, sem fær er um að reisa starfsemi félag- anna úr rústum. Eg treysti því á alla góða Hvanneyringa og Hólamenn að hlynna að þessu fjöreggi, svo að úr því geti komið fagur svanur til heiðurs og þroska fyrir íslenska búfræðinga og bændastétt og framfara fyrir íslenskan landbúnað. Guðmundur Jónsson frá Torfalæk.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.