Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1930, Side 12

Freyr - 01.07.1930, Side 12
80 FREYR samfeldu ræktunarlandi. Hér geta lifað þúsundir manna, ef þetta land er ræktað. Þessi hreppur á einn áhug-asamasta braut- ryðjanda í ræktun þar sem Hákon bóndi Finnsson á Borgum er. Hann er lifandi sönnun þess, hverju íslenskur einyrki get- ur áorkað í búskap sínum, ef hann fram- fleytir búi sínu á ræktuðu landi. Að sama marki og hann stefna aðrir bændur í Nesj- um á næstu árum. En til að styðja þessa og aðra skaftfellska sjálfbjargarviðleitni, þarf að bæta samgöngur þeirra við um- heiminn. Jafnvel nú um hásumarið líður meir en mánuður án þess þeir hafi nokkur samböna við önnur héruð, svo eru skipa- ferðir strjálar hingað. Þjóðnýt málefni sigra alla örðugleika. Ræktunarstefnan sigrar á landi voru jafn- vel þar sem biartsýnustu menn efa um vaxtarskilyrði hennar, hún grær í hugum einstaklinganna þar til átök þeirra beinast öll að einu marki, að bæta lífsskilyrðin fyrir sjálfa sig og komandi kynslóðir, svo íslenska þjóðin, jafnt til sjávar og sveita, geti lifað menningarlífi í yrktu landi og góðum og björtum húsakynnum. Pálmi Einarsson. Um árferði i. Það mun viðurkent, að best eru skilyrði til vellíðunar og menningar þjóðunum því nær sem dregur miðju hnattarins í tempr- uðu beltunum. En það byggist fyrst og fremst á haganlegu veðurfari og því, að þar má hafa margvíslegan gróður jarðar. Framfærsla búfjár verður þar og kostnað- arminni heldur en þar sem snjóasamt er og styttri sumur. Alstaðar gildir þó það lög- mál, að áraskifti verða um tíðarfar upp- skeru og afla og alstaðar gildir það lög- mál að forsjá, ástundun og iðju þarf að hafa í frammi til að draga úr skakkaföll- um, sem lakara árferði má einatt valda. Er það því jafnan knýjandi nauðsyn að nota gjafmildi góðu áranna til þess að búa und- ir vörn móti erfiðleikum harðari ára. Þessu hættir fjöldanum við að gleyma á meðan góðæriskaflar standa yfir og svo mun það vera hér á landi nú, yfirstand- andi góðæriskafla. Gleymska þessi er mjög auðsæ og gengur jafnvel lengra en að vera gleymska, því að til eru uppi þær skoðanir, að hér muni, á síðustu árum, al- gerlega skipt um tíðarfar: Frosthörkur og hafís, svo sem sögur fara af hér við land, og enn eru í manna minnum, séu á burtu fyrir fult og alt. Island sé orðið sveipað suðlægara gufuhvolfi. Þegar þessi skoðun nær að hafa áhrif á hugsun fólks og dagfar, er hún mjög varhugaverð, því að þetta er grunnfærin léttúðarbjartsýni, sem þynt er út í spádóm, sem aldrei getur ræst um fyrirsj áanlegan tíma. Snöggar breytingar á veðurfari, sem viðvarandi helst um ár og aldir, er ekki vitanlegt að nokkurntíma hafi átt sér stað. Það er óþarfi að ganga að þessu grufl- andi, þar sem menn hafa svo skýrar heim- ildir, sem annálarnir eru og sem mönnum berast árlega í hendur með útgáfu Bók- mentafélagsins. Bók Þorvaldar Thorodd- sens: „Árferði á íslandi í þúsund ár“ (út- gefin 1916—17) er og einkar hentugt yfir- litsrit um þetta efni. Leyfi ég mér að vekja athygli á bókinni með þvi að taka hér upp úr henni nokkrar setningar er líka styðja það, sem ég held hér fram um ár- ferði hér og tíðarfar. Hann segir (í Inn- gangi bls. 4): „Það er eðlilegt að árferðis- skýrslurnar eru ófullkomnar og ónógar á hinum fyrstu öldum, alt fram á miðja 13.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.