Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1930, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1930, Blaðsíða 13
FREYR 81 öld. Þó er að öllu samantöldu svo víða get- ið um veðuráttu og árferði í Sögunum, að » það nægir til þess að sýna, að veðurfar á landnámsöld og söguöld, hefir ekki verið frábrugðið veðurfari seinni alda, og engin ástæða er til að ætla, að það hafi verið betra eða verra á hinum síðari öldum, er vér höfum nægar skýrslur um. Ég hefi hér í þessu riti tínt saman alt það úr sög- unum (eða nærri alt), sem á einhvem hátt snertir veðuráttufar og árferði. Af tilvitn- unum má sjá, að veðráttan hefir á sögu- tímanum verið breytileg eins og síðar, góð cg vond ár skiptast á með köflum, hafís hefir þá sem síðar komið að landinu og með honum birnir og rostungar; kafalds- hríðar og ófærðir hafa verið á vetrum, áfreðar og hagbönn, stundum fjártjón og hallæri alveg eins og síðar“. Næst vil ég leyfa mér að taka upp úr annálunum lýsingu á nokkrum ísárum: » „1615. Rak inn ís fyrir norðan land á þorra og kringdi um alt land. Hann rak ofan fyrir Reykjanesröst og um Voga og f.vrir öll Suðumes ... Var þá seladráp á ísi um Suðumes. Hafisinn var svo mikill, að ekki varð róið fyrir sunnan Skaga (Garðskaga?). Þá brotnuðu hafskip víða í ísi. Fyrir norðan lá ísinn til fardag'a. 1685: Hafísar komu á einmánuði og lágu til höf- uðdags nyrðra ... 1695 — ís rak um vet- urinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnu- daginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir þeirra Seltiminga og að lokum að Hvaleyjum og inn í Hítárós, fór hann á hverja vík. ... Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðar- lok rúmlega. ... Að vestan kom ís fyrir Látrabjarg, en norðanlands matti ríða og renna fyrir hvern fjörð um vorkrossmessu. ... Nyrðra sást eigi út yfir ísinn af hæstu fjöllum. Syðra sást út yfir hann og kaup- skipin fyrir utan, sem hvergi komust að landi, og eigi varð heldur komist til þeirra og komust menn í mikla þröng af siglinga- leysinu ... 1710 — Hafís mun hafa verið nærri landi, því þess er getið, að skip kom í Hafnarfjörð miðvikudaginn seinastan í sumri, það hafði verið fast í ís 1 18 vikur og hafði með sér fólk af öðru skipi, sem farist hafði í ísi. Þeir vom alls 70 og komnir í dauða af sulti. ... 1741 — Var þá hart fyrir norðan og hafísar miklir, þá mun ís hafa rekið burt seint í ágúst. ... 1782 — Vetur kaldur og frostamikill, hafís rak að, hinn 16. mars og lá síðan langt fram á sumar og hindruðu ísar kaup- skip frá höfnum. ... 1792 — Kom hafís í janúar að Norðurlandi og lá til miðsum- ars ... lágu hafísar þá austur fyrir land, alt suður að Horni. ... 1796 — Hart var og lágu hafísar fyrir landi nyrðra og vestra; kom ísinn um fardaga og lagðist um Norður- og Vesturland og lá um sum- arið út allan ágúst. ... 1807. Mikill frosta- og ísavetur ... voru hafþök fyrir norðan, austan og vestan land og svo fyrir sunnan nema nokkuð af Faxaflóa var autt, voru þar svo miklir lagnaðarísar, að ekki varð róið, en fyrir norðan sá enginn út fyrir ísinn af háfjöllum, og komu Grímseyingar á honum í land og inn á Akureyri og sögðu hafþök fyrir utan Grímsey. ... ís- inn leysti eigi frá Norðui’landi fyr en 16 vikur af sumri, svo kaupskip komust eigi á hafnir. ... 1821. ... Hafís þessi lá við Austurland til ágústmánaðarloka. ... 1829. ... Ilinn 5. maí fyltist Ólafsfjörður og urðu hafþök fyrir öllu Norðurlandi og fyrir Vestfjörðum; var meiri og minni ís nyrðra alt sumarið og um 23. ágúst var alt sagt fult af ís frá Skaga til Grímseyj- ar. ... 1835. ... ísinn komst snemma

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.