Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1930, Page 17

Freyr - 01.07.1930, Page 17
FREYR 85 þetta 200—500 dagsv. árlega, en eftir það fer það að færast í aukana, því 1926 er vinnan 2980 dagsv. 1928 — — 4157 — 1929 — — 4889 — Töðufengurinn var 1928 2216 hestar og búpeningseignin 89 nautgripir, 1961 sauð- fjár, 50 geitur, 43 hestar og 254 hænsni. öll þessi ræktun er í landi jarðarinnar Húsavíkur. Hún var að fornu mati 41,5 hundruð. Landslag á Húsavík er þannig, að fyrir ofan bæinn er svarðarmói, að norðan þur- lendur höfði með móum og melum. Nú er búið að breyta honum nær öllum í græn tún. Að sunnan eru móar og melar. Það sem einkennir jarðrækt Húsvíkinga er það, hve vel þeir hirða allan fiskiúrgang til áburðar. Þar er engu kastað í sjóinn, en öllu ekið jafnóðum og það fellst til í nýyrkjuflögin. Það er mikill munur að horfa yfir um- hverfi Húsavíkur nú eða um aldamótin. Þá blasti við auganu óræktar mýrar, móar og melar, nú er allt að breytast í skrúð- græn tún og garða. S. S. Efrihólar i Núpasveit Bændastétt vor hefir átt því láni að fagna, að hafa átt ýmsa forgöngumenn, sem með frábærum dugnaði hafa gert ýms kot að höfuðbólum, og með því sýnt hve afar mikla möguleika hin ýmsu býli á » landi voru hafa að geyma, ef vilji og dug- ur fylgjast að. Einn af frumherjum í bændastétt vorri er Friðrik Sæmundsson bóndi á Efrihólum í Núpasveit á Melrakkasléttu. Efrihólar voru að fornu mati 14 hundruð að dýr- leika. Friðrik kemur þangað 1903. Hann er fæddur 1872, og fór frá foreldrum sín- um 10 ára gamall. Hann var fyrst létta- drengur, síðan vinnumaður þar til hann reisti bú á Efrihólum. Jörðin Efrihólar var ekkert stórbýli þá Friðrik kom þangað. Túnið að mestu ]>ýft. Þó voru þar nokkrar sléttur, þær elstu frá 1881, gerðar af Gísla Ólafssyni í'rá Hjalla í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann var búfræðingur og ferðaðist á þeim ár- um um alla Norður-Þingeyjarsýslu alt norður á Langanes, og átti að kenna mönnurn sléttunaraðferð. Þetta mun vera fyrsti vísir til túnasléttunar þar nyrðra. Gísli fór síðan til Vesturheims og varð þar stórka’’pmaður. Á Efrihólum eru staðhættir þannig, að túnið er stórþýft. Liggur það við hraun- jaðar, en út frá því stórþýfðir móar, meira og minna grýttir. Engjar eru litlar, smá blettir til og frá út um hagann. Beitiland er mikið og gott, þó nær það eigi til sjáv- ar, en langt til fjalls. Friðrik byrjaði strax með nokkrar jarðabætur eftir að hann kom að Efrihól- um. Þó kvað eigi mikið að þeim fyr en 1912. Þá réði hann til sín búfræðing, Jón Trampe, sem sléttaði hjá honum 4 dag- sláttur. Það var ofanafrista, en plægt og herfað með hestum. Vinnukostnaðurinn var 190 kr. pr. dagsláttu. Trampe fór víðar um Norður-Þingeyjar- sýslu og sléttaði allmikið. Nú er búið að slétta um 30 dagsláttur á Efrihólum, þar af 6 dagsl. með sáðrækt, sem hefir heppnast ágætlega, og árlega aukast nú sléttumar hröðum skrefum eft- ir þessari aðferð. Á Efrihólum var Friðrik leiguliði til 1918, þá keypti hann jörðina. Þá hann kom þangað var þar fremur lélegur torf- bær. Nú er búið að reisa þar eina af mynd- >

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.