Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1930, Page 20

Freyr - 01.07.1930, Page 20
88 FREYR Molar Moldsteypuhúsin. Sem kunnugt er út- vegaði Búnaðarfélag íslands í fyrra norsk- an mann, til að byggja hús úr moldsteypu. Maður þessi var vanur þessum störfum. Tvö hús voru bygð, annað austur í Fljóts- hlíð, á Sámsstöðum, hitt á Akureyri, og aðstoðaði Ræktunarfélag Norðurlands þar. Saga húsanna er þessi: Sámsstaðahúsið féll til grunna s. 1. vet- ur, enda munu þar hafa verið ýms mis- tök með undirbúning og hirðingu hússins. Akureyrarhúsið er 6X4 m. að stærð. Það er að mestu steypt úr ísaldarleir og er vel stæðilegt. í vetur var það notað sem fjós, og reyndist ágætlega, hlýtt og raka- laust. Mikilvirkur búhöldur. Bergsteinn Kol- beinsson býr á Leifsstöðum í Eyjafirði. Hann bjó áður í Kaupangi og gerði þar miklar húsa- og jarðabætur. Hann seldi Kaupang en keypti Leifsstaði 1928. Síðan er hann búinn að reisa þar íbúðarhús úr steinsteypu, tvílyft 9X9 rn. stórt, fjós með tilsvarandi hlöðu fyrir 11 nautgripi og sléttað utantúns um 7 ha. í sumar fékk hann um 300 hesta af töðu (þar af 135 hesta af gamla túninu) og auk þessa mik- ið af hafragrasi. í vor notaði hann 15 sekki af Nitrophoska og 25 sekki af salt- pétri til áburðar. Fjárhúsin á Laxamýri. f fyrra var þess getið, að Jón H. Þorbergsson óðalsbóndi á L'axamýri hefði bygt mjög vönduð fjár- hús. Hús þessi eru úr steinsteypu með járnþaki. Hlaða sem rúmar 1000 hesta af heyi er í miðju og fjárhúsin til beggja hliða. Þau rúma 350 fjár. Öll byggingin er hin vandaðasta og hefir kostað um 12000 kr. Er þá hús- og hlöðurúm fyrir kind um 34 krónur. Kaupfélag Eyfirðinga er hið eina kaup- félag á landinu, sem verulega styður að búnaðarframkvæmdum innan sinna vé- banda. Það kom á fót mjólkurbúsfélagi Eyfirðinga, sér því fyrir rekstursfé og annast sölu afurða þess. Það lánar félög- um sínum fræ og tilbúinn áburð upp á væntanlegan jarðabótastyrk. Það hefir mjög stutt að aukinni notkun heyvinnu- véla, með því að það lánar verð vélanna, sem svo afborgast á nokkrum árum, t. d. sláttuvélar, sem afborgast með 100 kr. árlega. Önnur kaupfélög ættu að taka þessi málefni til yfirvegunar. Gömui siáttuvéL 1 Búnaðarritinu 1926 ritar Ámi G. Eylands um sláttuvélar, og telur upp hverjir hafi fyrstir notað þær hér á landi. Þar hefir láðst að geta um eina vél, sem Björn Sigurðsson í Ærlækj- arseli í Öxarfirði útvegaði. Vélin kom í Ærlækjarsel 1898. Hún hét Bocken Buakey og var útveguð frá Danmörku. Vélin var notuð til sláttar á engjum til 1927 og reyndist ágætlega. Hætt var við að nota hana vegna þess, að eigi var hægt að út- vega varahluti til hennar. Nýyrkjan í Eyjafirði. 1 fáum sýslum landsins er nú unnið jafnmikið að nýyrkju sem í Eyjafirði. Þar sjást stórar hafra- og grasfræssléttur við nær hvert býli, enda hafa þar verið að verki í vor og sum- ar 2 þúfnabanar og 5 dráttarvélar. Að aukinni nýyrkju stýður mjög mjólkurbú Eyfirðinga, sem samtímis ræktuninni út- vegar bændum verðmæti fyrir aukna mjólkurframleiðslu. Nýyrkja og mjólkur- bú þurfa að verða samferða. Prentsmiðjan Acta.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.