Freyr - 01.11.1930, Síða 17
FRE YR
117
virka daga ársins. Verkamenn er sjá sjer
sjálfir fyrir fæði og húsnæði, hvað Hauge að
fengju 5 til 6 krónur á dag.
Hauge gerist nú aldraður maður og lætur
af staríi sínu í ár. Hefir sauðfjárbúið á
Hodne orðið til mikilla bóta undir hans
stjórn og verður því haldið áfram með sama
fyrirkomulagi. Þar er alin upp líffjársstofn
af Cheviot-fje og bændum seldir þaðan
kynbóta gripin. Búið sjált't eru 200 ær og
annað fje tilsvarandi. Tvö önnur samskonar
bú eru vestan-fjalls í Noregi.
Cheviot-fjeð nær tæplega þeirri þyngd
sem íslenzkt fje en gefur meiri og betri ull
og meira ket af lifandi þunga.
Hjá Hauge dvöldu sem aðstoðarfjármenn
fjórir íslenzkir piltar Hailgrímur Þorbergsson,
og sá er þetta ritar, Emil Tómasson, sem
l)ýr á Stuðlum í Reyðarfirði og Jón Jónsson
í Húsavík í Þingeyjarsýslu. Munum við allir
bera hlýjan -hug til gamia mannsins, sem
reyndist okkur góður húsbóndi og góður
maður og munuin við allir óska honum góðs
æfikvölds.
Paul Gúnther prófessor við Landbúnaðar-
háskólann í Berlín var hjer nætursakii' hjá
mjer í sumar. Honum ógnaði mjög kauphæð-
in hjá verkafólki hjer í sveitinni og kvað
atvinnuleysið vera alvarlegasta mál í Þýzka-
landí eins og nú stæði. Taldi hann hægðar-
leik að fylla sveitirnar hjer með þýzku
vinnufólki, sem gera mundi minni kaupkröf-
ur. en hjerlent fólk gerði.
Margir Englendingar og Skotar komu hjer
í sumar. Þeir höt'ðu sömu sögu að segja um
útvinnuleysi í Bretlandi. Kaupið í sveitunum
þar nú, fyiir karlmenn er um B0 skildingar
á viku og af því þurfa verkamenn að sjá
fyrir sjer að öllu leyti. Árin 1908 og 1909
þegar jeg var í Skotlandi var kaup þetta
20 skildingai' á viku og hefir því ekki
hækkað síðan nema um ca 33% En hjer hef
ir það hækkað síðan yfir 900.0/°
Verkakaup karlmanna hefir stigið hjer í
hjeraði hröðum skrefum undanfarandi 2 ár.
Vor og haustvinna um ca 50 Með þeirri
kauphæð sem nú er orðin (alt upp í 70 kr.
um sláttarviku og alt frítt) verða bændur að
hætta algerlega við kaupmannahaldið. Jeg
þekki bónda er hjelt kaupamann í sumar í
10 vikur. Bóndinn hafði 75 dilka til förgun-
ar í haust og kaupamaðurinn fór með 50 af
þeim. Bóndanum varð að orði: „Ja, nú tek
jeg ekki kaupamenn aftur.“ Samtímis þessu
kaupgengi lækka búsafurðir bænda árlega.
Landbændur eru nú aliir að gefast upp við
að nota annan vinnukraft en sjálfs síns hend-
ur og sinna. Næst koma útvegsbændur með
uppgjöfina. En afleiðingar geta orðið þjóðinni
dýrt spaug. Framleiðsian stórminkar, pen-
ingastofnanirnar verða máttlausar og tóm-
hljóð í skúffunni hjá landssjóði.
íslendingar hafa fallið af skorti á öllum
öldum, síðan landið bygðist nema á 20 öld-
inni. En af henni eru enn ekki liðin nema
tæp 30 ár. Þeir eru nú á góðri leið með að
stöðva framleiðsluna eða hnekkja stórlega,
er valdið getur, fyr en síðar, matvælaskorti
1 landinu.
Dr. Hellmut Lotz hefir á þessu hausti rit-
að um ormaveikina í „Dag“ og lýst aðferð
sem notuð er til að drepa orma í inníflum
sauðfjársins. Hann segir meðal annars:
Með rannsóknum sínum fann dr. Kers-
chagl meðal, sem hann nefnir Contortin.
Þetta tneðal er gefið þannig að maður bland-
ar saman 2 matskeiðum Contortin, nokkm
salti og V4 kg. maísmjöl og fiskmjöl (síldar-
mjöl) og gefur kindunum þetta í litlum trje-
kössum. Best er að taka frá allar þær kind-
ur sem hafa hósta, eru magrar og hafa
niðurgang og halda þeirn í húsi eða stíu út