Freyr - 01.11.1938, Qupperneq 3
Bjarni Runólfsson, Hólmi.
Fæddur 10. apríl 1891. Dáinn 4. sepf. 1938.
Bjarni
Runó/fsson
Þann 4. sept. s.l. andaðist að heimili
sínu, Hólmi í Landbroti, Bjarni Runólfs-
son bóndi og rafvirki. Hann var aðeins
47 ára, fæddur 10. apríl 1891 að Hólmi,
þar sem hann átti heima alla tíð. Bjarni
var jarðaður í grafreit í Hólmi, sem vígð-
ur var við greftrun hans. Sjálfur hafði
hann valið sér þennan legstað, fagran
hól í túninu á Hólmi. Þar hafði hann
leikið sér í bernsku, og séð hinn víða
fjallafaðm, með fögrum hlíðum og hvít-
um jökulbungum.
Foreldrar Bjarna eru enn á lífi í
Hólmi, þau Rannveig Bjarnadóttir og
Runólfur Bjarnason smáskammtalæknir,
Runólfssonar Sverrissonar, bróður Eiríks
Svei’rissonar sýslumanns. Bjarni giftist
árið 1921 eftirlifandi konu sinnj, Vaí-
gerði Helgadóttur frá Þykkvabæ. Eigi
áttu þau hjón börn.
Bjarni var elztur níu systkina og var
þegar í æsku kallaður til allra starfa í
þarfir heimilisins. En snemma hneigðist
hugur hans til smíða og lagði hann þegar
í æsku hönd á hvers konar smíði, jafn-
framt heimilisstörfum. Um tvítugt réðist
Bjarni nokkra mánuði að Suður-Vík, til
Halldórs Jónssonar umboðsmanns. Munu
kynni hans af því heimili hafa orðið hon-
um til mikilla nota, og jafnan síðan
stóðu honum þar opnar dyr gestrisni og
greiða.
Árið 1913 var reist rafstöð í Þykkvá-
bæ í Landbroti, hjá Helga Þórarinssyni
bónda þar. Bjarni vann við byggingu
þeirrar stöðvar með Halldóri Guðmunds-
syni raffræðing. — Rafstöð þessi var sú
fyrsta í Skaftafellssýslu og var Bjarni
jafnan fenginn til þess að lagfæra stöð-
ina, er hún bilaði. Þannig óx þekking
hans á rafmagni upp af reynslu hans
sjálfs. i
Bráðlega fór Bjarni að hugsa um raf-
virkjun heima hjá sér í Hólmi. Árið 1921
byrjaði hann að smíða túrbínu í því
skyni. Sýndist flestum þ'að ófæra, en
Bjarni lét sig engu skipta vantrú annara.
Hann hafði hugsað málið. Verkfæri hans
í þá daga voru aðeins þau einföldustu,
sem af verður komizt með við venjulega